sunnudagur, október 28, 2007
Kom að því...
....að ég setti upp myndalink. Ég er að þreifa mig áfram með þetta. Ég vona að einhverjir hafi ánægju af því að kíkja á myndirnar.
laugardagur, október 27, 2007
Vinaþel
Ég varð árinu eldri í gær. Er þakklátur fyrir það, annars væri ég lík. Í dag komu gestir hingað í húsið við ána þótt að mínu viti hafi ekki átt að vera afmæliskaffi.
Erlan mín er mikið afmælisbarn og finnst afmælisdagar merkilegri en aðrir dagar. Hún sá um að hér væri ekki bara kaffi á könnunni eins og siður er heldur var hin flottasta veisla hér á borðum án þess að ég fengi rönd við reist. Ég er eins lítill afmæliskall og hægt er að vera. Löngu hættur að fylgjast með hvenær árið fullnast og ég tel einum hærra. Þá er gott að eiga förunaut sem tekur af manni ómakið að vera að muna svona alla skapaða hluti.
Vinir og vandamenn heiðruðu mig með nærveru sinni, ég fékk meira að segja tvær ræður, eina vísu ...... og nýjan afmælissöng sem Petra Rut var búin að læra í leikskólanum, allt öðruvísi og miklu flottari.......! Allt góðar gjafir og nærandi nærvera.
Arna og skvísurnar hennar gista hér í nótt. Bara notalegt.
Ég er mikill gæfumaður að lifa við þann kost sem ég bý við. Umvafinn fólki sem ég met og elska hring eftir hring eftir hring.
Það er mikið að gera í vinnubúðum Lexors. Verkefnin hlaðast inn og nú er svo komið að þau bíða í halarófu. Ég hef þann háttinn á að gefa ekki út dagsetningar hvenær byrjað verður á nýju verki heldur segi ég fólki hvar í röðinni það sé. Mér finnst það betri háttur því það kemur í veg fyrir að ég þurfi að svíkja nokkuð ef verk dregst einhverra hluta vegna. Ef einhver vill dagsetningu eftir sem áður þá er það einfaldlega ekki fyrir hendi.....
Ég er með tvo vinnuflokka í gangi í einu og er að sérhæfa hvorn hópinn um sig í ólíkum verkum. Hver veit nema hægt verði að búa til fleiri slíka sérhæfða hópa síðar.
Svo er stækkandi markaður fyrir lögfræðinga sem gera út á gallamál í byggingum, af nógu virðist að taka, m.ö.o. annríki einkennir dagana.
Ég á samt því láni að fagna að vera meðvitaður um að lífið snýst ekki um fyrirtækjarekstur, hvað þá peninga. Hin misjöfnu veðrabrigði lífsins hafa kennt mér þá mikilvægu lexíu að hamingjan verður aldrei keypt fyrir fé. Þegar peningaeign verður meiri en til að uppfylla þarfir, hættir hún að gagnast. Hún verður í raun einskis virði.
“Því hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn.......”
Sálartetrið er ekki bara meira virði, heldur MIKLU meira virði en allir þeir peningar sem nokkru sinni er hægt að ná í.
Lífsgæðin búa nefnilega í sáttri sál......við Guð og menn.
Njótið daganna, þeir eru góðir
Erlan mín er mikið afmælisbarn og finnst afmælisdagar merkilegri en aðrir dagar. Hún sá um að hér væri ekki bara kaffi á könnunni eins og siður er heldur var hin flottasta veisla hér á borðum án þess að ég fengi rönd við reist. Ég er eins lítill afmæliskall og hægt er að vera. Löngu hættur að fylgjast með hvenær árið fullnast og ég tel einum hærra. Þá er gott að eiga förunaut sem tekur af manni ómakið að vera að muna svona alla skapaða hluti.
Vinir og vandamenn heiðruðu mig með nærveru sinni, ég fékk meira að segja tvær ræður, eina vísu ...... og nýjan afmælissöng sem Petra Rut var búin að læra í leikskólanum, allt öðruvísi og miklu flottari.......! Allt góðar gjafir og nærandi nærvera.
Arna og skvísurnar hennar gista hér í nótt. Bara notalegt.
Ég er mikill gæfumaður að lifa við þann kost sem ég bý við. Umvafinn fólki sem ég met og elska hring eftir hring eftir hring.
Það er mikið að gera í vinnubúðum Lexors. Verkefnin hlaðast inn og nú er svo komið að þau bíða í halarófu. Ég hef þann háttinn á að gefa ekki út dagsetningar hvenær byrjað verður á nýju verki heldur segi ég fólki hvar í röðinni það sé. Mér finnst það betri háttur því það kemur í veg fyrir að ég þurfi að svíkja nokkuð ef verk dregst einhverra hluta vegna. Ef einhver vill dagsetningu eftir sem áður þá er það einfaldlega ekki fyrir hendi.....
Ég er með tvo vinnuflokka í gangi í einu og er að sérhæfa hvorn hópinn um sig í ólíkum verkum. Hver veit nema hægt verði að búa til fleiri slíka sérhæfða hópa síðar.
Svo er stækkandi markaður fyrir lögfræðinga sem gera út á gallamál í byggingum, af nógu virðist að taka, m.ö.o. annríki einkennir dagana.
Ég á samt því láni að fagna að vera meðvitaður um að lífið snýst ekki um fyrirtækjarekstur, hvað þá peninga. Hin misjöfnu veðrabrigði lífsins hafa kennt mér þá mikilvægu lexíu að hamingjan verður aldrei keypt fyrir fé. Þegar peningaeign verður meiri en til að uppfylla þarfir, hættir hún að gagnast. Hún verður í raun einskis virði.
“Því hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn.......”
Sálartetrið er ekki bara meira virði, heldur MIKLU meira virði en allir þeir peningar sem nokkru sinni er hægt að ná í.
Lífsgæðin búa nefnilega í sáttri sál......við Guð og menn.
Njótið daganna, þeir eru góðir
mánudagur, október 22, 2007
Góðar fréttir
Sigrún hans Hjalla hringdi áðan þegar við vorum á leiðinni yfir Hellisheiði í þvílíkri úrhellisrigningu og roki að ég man ekki eftir öðru eins.
Tilefnið var gott. HJALLI FÆRÐI VINSTRI FÓTINN FRAM FYRIR ÞANN HÆGRI OG TYLLTI Í HANN.....!
Sigrún var að vonum ánægð og sagði mér að starfsfólkið talaði um kraftaverk............! Ég sagði henni að þetta skrifaðist bara á himnaföðurinn, enda sannfærður um að máttur bænarinnar er að reisa hann á fæturnar aftur. Mér heyrist að Hjalli sé sömu sannfæringar.
Kannski eru þetta betri fréttir en ég þorði að vonast eftir svona snemma, en trúarskammtur minn, sem betur fer, hvorki eykur við eða takmarkar mátt Guðs. Hann vinnur ekki sitt verk eftir duttlungum manna þó margir vilji meina að svo sé.
Sköpunin í öllum sínum mikilfengleika hvort sem þú trúir sköpunarsögu Biblíunnar bókstaflega eða þróunarkenningunni hefði líklega seint orðið sú sem hún er ef hún hefði byggst á trú eða vantrú manna. Enda, hvora kenninguna sem þú aðhyllist þá voru menn ekki til lengst af.
Minni ykkur á orð Hjalla, að þakka......
Ég varð að segja ykkur þetta.
Tilefnið var gott. HJALLI FÆRÐI VINSTRI FÓTINN FRAM FYRIR ÞANN HÆGRI OG TYLLTI Í HANN.....!
Sigrún var að vonum ánægð og sagði mér að starfsfólkið talaði um kraftaverk............! Ég sagði henni að þetta skrifaðist bara á himnaföðurinn, enda sannfærður um að máttur bænarinnar er að reisa hann á fæturnar aftur. Mér heyrist að Hjalli sé sömu sannfæringar.
Kannski eru þetta betri fréttir en ég þorði að vonast eftir svona snemma, en trúarskammtur minn, sem betur fer, hvorki eykur við eða takmarkar mátt Guðs. Hann vinnur ekki sitt verk eftir duttlungum manna þó margir vilji meina að svo sé.
Sköpunin í öllum sínum mikilfengleika hvort sem þú trúir sköpunarsögu Biblíunnar bókstaflega eða þróunarkenningunni hefði líklega seint orðið sú sem hún er ef hún hefði byggst á trú eða vantrú manna. Enda, hvora kenninguna sem þú aðhyllist þá voru menn ekki til lengst af.
Minni ykkur á orð Hjalla, að þakka......
Ég varð að segja ykkur þetta.
laugardagur, október 20, 2007
Lagið á löppinni
Það má segja að gleði hafi ríkt í systkinahópnum mínum og mökum í gærkvöldi. Við hittumst með Hjalla bróðir í afmælisveislu hans sjálfs á Grensásdeild.
Sigrún bauð til smá kaffis, eitthvað lítið og einfalt, eins og hún nefndi það. Mér varð nú hugsað til hvað hún kallar stórt og flókið. Veislan var í fyrsta lagi flott og í öðru lagi bragðgóð. Sigrún hafði snittur, allskyns brauð og tertur sem bragðaðist allt sérstaklega vel.
Hjalli kunni vel að meta að fá fólkið sitt í heimsókn og má segja að hann hafi leikið á alls oddi. Hann trillaði á milli aðila í hjólastólnum sínum með annarri löppinni og spjallaði við alla. Hann sagði að þetta ástand sitt að þeytast um á annarri löppinni minnti sig svo á lagið
“Ég oftast er kallaður Kiddi á Ósi.......” því hann hafði oft sungið þetta fyrir strákana sína þegar þeir voru litlir og hoppaði þá alltaf á annarri löppinni með laginu. Síðan kalla drengirnir lagið alltaf "lagið á löppinni".
Hann blandar greinilega mikið geði við aðra sjúklinga á deildinni því hann bauð þeim að koma inn og fá sér hressingu eins og hann orðaði það.
Hann kvað sér hljóðs þegar allir voru að tygja sig til brottfarar. Sagðist þurfa að segja okkur sögu. Svo sagði hann frá hvernig hann í gegnum tíðina hefur ekkert viljað með trú eða bænir hafa þótt hann hafi fengið trúarlegt uppeldi, sagði sig hafa verið mikinn járnkall. Hann sagði okkur frá upplifun sinni á sjúkrabeðinu, frá styrk bænarinnar og hvað hann væri raunverulegur. Hann endaði ræðuna sína svona: “Þið verðið að vita þetta, og kenna börnunum ykkar þetta líka, því þetta er ótrúlegt”.
Ég gladdist yfir þessari ræðu. Ekki fyrir orðskrúð heldur fyrir einlægni og innihald sem sagði meira en þúsund predikanir í kippum.
Ég segi það aldrei nógu oft að stóru lífsgæðin okkar eru að njóta augnabliksins í núinu. Gimsteinanna sem liggja á veginum okkar daglega. Sú mynd hefur greipst enn fastar í hug okkar eftir að bróðir minn lenti í áfallinu. Hann er okkur lifandi áminning um að framtíðin er ekki það sem við getum byggt á, því hún er ekki í hendi. Dagurinn í dag er penninn sem skrifar söguna og þar með uppfyllingu draumanna líka.
Það er mikilvægt að setja fókusinn á hluti sem skipta máli. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að raunveruleg auðæfi eru ekki fólgin í peningum, heldur fólki.
Við Erlan erum að fara að tygja okkur austur. Þá meina ég enn austar, alla leið á Föðurland. Kofinn litli kúrir þar á flötinni og bíður eftir okkur, hann gefur fögur fyrirheit um notalega og endurnærandi helgi.
Föðurlandið kallar, verð að fara að koma okkur af stað......
Sigrún bauð til smá kaffis, eitthvað lítið og einfalt, eins og hún nefndi það. Mér varð nú hugsað til hvað hún kallar stórt og flókið. Veislan var í fyrsta lagi flott og í öðru lagi bragðgóð. Sigrún hafði snittur, allskyns brauð og tertur sem bragðaðist allt sérstaklega vel.
Hjalli kunni vel að meta að fá fólkið sitt í heimsókn og má segja að hann hafi leikið á alls oddi. Hann trillaði á milli aðila í hjólastólnum sínum með annarri löppinni og spjallaði við alla. Hann sagði að þetta ástand sitt að þeytast um á annarri löppinni minnti sig svo á lagið
“Ég oftast er kallaður Kiddi á Ósi.......” því hann hafði oft sungið þetta fyrir strákana sína þegar þeir voru litlir og hoppaði þá alltaf á annarri löppinni með laginu. Síðan kalla drengirnir lagið alltaf "lagið á löppinni".
Hann blandar greinilega mikið geði við aðra sjúklinga á deildinni því hann bauð þeim að koma inn og fá sér hressingu eins og hann orðaði það.
Hann kvað sér hljóðs þegar allir voru að tygja sig til brottfarar. Sagðist þurfa að segja okkur sögu. Svo sagði hann frá hvernig hann í gegnum tíðina hefur ekkert viljað með trú eða bænir hafa þótt hann hafi fengið trúarlegt uppeldi, sagði sig hafa verið mikinn járnkall. Hann sagði okkur frá upplifun sinni á sjúkrabeðinu, frá styrk bænarinnar og hvað hann væri raunverulegur. Hann endaði ræðuna sína svona: “Þið verðið að vita þetta, og kenna börnunum ykkar þetta líka, því þetta er ótrúlegt”.
Ég gladdist yfir þessari ræðu. Ekki fyrir orðskrúð heldur fyrir einlægni og innihald sem sagði meira en þúsund predikanir í kippum.
Ég segi það aldrei nógu oft að stóru lífsgæðin okkar eru að njóta augnabliksins í núinu. Gimsteinanna sem liggja á veginum okkar daglega. Sú mynd hefur greipst enn fastar í hug okkar eftir að bróðir minn lenti í áfallinu. Hann er okkur lifandi áminning um að framtíðin er ekki það sem við getum byggt á, því hún er ekki í hendi. Dagurinn í dag er penninn sem skrifar söguna og þar með uppfyllingu draumanna líka.
Það er mikilvægt að setja fókusinn á hluti sem skipta máli. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að raunveruleg auðæfi eru ekki fólgin í peningum, heldur fólki.
Við Erlan erum að fara að tygja okkur austur. Þá meina ég enn austar, alla leið á Föðurland. Kofinn litli kúrir þar á flötinni og bíður eftir okkur, hann gefur fögur fyrirheit um notalega og endurnærandi helgi.
Föðurlandið kallar, verð að fara að koma okkur af stað......
laugardagur, október 13, 2007
Ariadne
Við Erla og Hrund fórum í Íslensku Óperuna í gærkvöldi að sjá og hlusta á Ariadne eftir Richard Strauss. Það vakti sérstaklega áhuga okkar að fara að ung kona Arndís Halla Ásgeirsdóttir söng hlutverk Zerbinettu, annað aðalhlutverkið. Arndís Halla var á tímabili aðili í samfélagshóp hjá okkur. Hún var þá þegar farin að snúa sér að söng en hefur búið í Berlín síðan við nám og söng.
Hún söng hlutverkið sitt af innlifun og öryggi. Hefur ekki bara mikla sönghæfileika heldur afbragðs leikari líka.
Við höfum ekki verið mikið óperufólk en á því kann að verða breyting. Þetta var klassa upplifun og verulega skemmtilegt.
Í dag er hátíð hér í húsinu við ána. Þórey Erla litla vinkona mín Örnudóttir er tveggja ára í dag. Afmælisveislan verður haldin hér að vanda þar sem plássið er meira hér en heima hjá Örnu. Það er gaman að fá þessa gullmola í heimsókn og ekki spillir að afmælisdagur er jú stór dagur hjá börnunum. Hér er því ekki lágdeyða eins og máltækið segir “daufur er barnlaus bær” Þessar litlu hnátur eru miklir yndisaukar og skreyta lífið með nærveru sinni einni saman. Það er mikið ríkidæmi að eiga svona fjársjóð í fólkinu sínu, kannski er samt mesta ríkidæmið að gera sér grein fyrir því.
Ég kannast reyndar ekki við deyfð hér í bænum sbr. máltækið, bara ró og frið sem við kunnum vel við í bland við annað.
Hjalli bróðir minn er kominn á Grensásdeild. Þar fær hann mikla þjálfun og umönnun í háum gæðaklassa. Hann hefur ekki fengið máttinn vinstra megin. Kannski er of mikið að segja engan mátt því hann virðist geta hreyft lítillega fótinn (dregið hann til) og aðeins hendina. Það er ekki mikið, en samt, og á því verður byggt í endurhæfingunni.
Hann þakkar það bæninni hvað hann er núna. Það er vissulega umhugsunarefni sem hann hefur að segja um þessa hluti. Hugsun hans er alveg skýr og upplifun hans er ekta. Hann segir ekkert hafa snert eins við sér og bænirnar.
Hann liggur á stofu með Friðrik bróður Sigrúnar hans Heiðars. Ég heilsaði Friðrik og hann þekkti mig, var kátur að sjá mig og spjallaði svolítið.
Það er skrítið hvað veðráttan er orðin öðruvísi. Sumarið var að skrælna úr þurrki en haustið það blautasta sem um getur. Það er eins og skaparanum hafi þótt vissara að klára allan vætuskammtinn í haust sem átti með réttu að skvettast á okkur í sumar. Það má samt segja að við erum nær norminu núna en í sumar þegar ekki kom dropi úr lofti.
Ég ætla að skreppa í Vola á mánudaginn. Kemst reyndar ekki nema dagshluta vegna vinnunnar en Karlott mun hrella fiskana fyrir mig og kannski einhver annar sem hefur áhuga á að taka daginn á móti mér. Eins og ég hef sagt hér á síðunni áttum við Hansi góða ferð þangað um daginn. Þarna eru allir fiskar sem hægt er að fá í ferskvatni á Íslandi. Staðbundinn urriði, sjóbirtingur, staðbundin bleikja og sjógengin, lax, áll og flundra.
Fyrir þá sem ekki vita er flundra flatfiskur líkastur kola eða lúðu en gengur í ferskvatn.
Ég hef ekki veitt flundru en hún er talin góður matfiskur.
Birtingurinn er skemmtilegastur að mínu mati.
Njótið helgarinnar
Hún söng hlutverkið sitt af innlifun og öryggi. Hefur ekki bara mikla sönghæfileika heldur afbragðs leikari líka.
Við höfum ekki verið mikið óperufólk en á því kann að verða breyting. Þetta var klassa upplifun og verulega skemmtilegt.
Í dag er hátíð hér í húsinu við ána. Þórey Erla litla vinkona mín Örnudóttir er tveggja ára í dag. Afmælisveislan verður haldin hér að vanda þar sem plássið er meira hér en heima hjá Örnu. Það er gaman að fá þessa gullmola í heimsókn og ekki spillir að afmælisdagur er jú stór dagur hjá börnunum. Hér er því ekki lágdeyða eins og máltækið segir “daufur er barnlaus bær” Þessar litlu hnátur eru miklir yndisaukar og skreyta lífið með nærveru sinni einni saman. Það er mikið ríkidæmi að eiga svona fjársjóð í fólkinu sínu, kannski er samt mesta ríkidæmið að gera sér grein fyrir því.
Ég kannast reyndar ekki við deyfð hér í bænum sbr. máltækið, bara ró og frið sem við kunnum vel við í bland við annað.
Hjalli bróðir minn er kominn á Grensásdeild. Þar fær hann mikla þjálfun og umönnun í háum gæðaklassa. Hann hefur ekki fengið máttinn vinstra megin. Kannski er of mikið að segja engan mátt því hann virðist geta hreyft lítillega fótinn (dregið hann til) og aðeins hendina. Það er ekki mikið, en samt, og á því verður byggt í endurhæfingunni.
Hann þakkar það bæninni hvað hann er núna. Það er vissulega umhugsunarefni sem hann hefur að segja um þessa hluti. Hugsun hans er alveg skýr og upplifun hans er ekta. Hann segir ekkert hafa snert eins við sér og bænirnar.
Hann liggur á stofu með Friðrik bróður Sigrúnar hans Heiðars. Ég heilsaði Friðrik og hann þekkti mig, var kátur að sjá mig og spjallaði svolítið.
Það er skrítið hvað veðráttan er orðin öðruvísi. Sumarið var að skrælna úr þurrki en haustið það blautasta sem um getur. Það er eins og skaparanum hafi þótt vissara að klára allan vætuskammtinn í haust sem átti með réttu að skvettast á okkur í sumar. Það má samt segja að við erum nær norminu núna en í sumar þegar ekki kom dropi úr lofti.
Ég ætla að skreppa í Vola á mánudaginn. Kemst reyndar ekki nema dagshluta vegna vinnunnar en Karlott mun hrella fiskana fyrir mig og kannski einhver annar sem hefur áhuga á að taka daginn á móti mér. Eins og ég hef sagt hér á síðunni áttum við Hansi góða ferð þangað um daginn. Þarna eru allir fiskar sem hægt er að fá í ferskvatni á Íslandi. Staðbundinn urriði, sjóbirtingur, staðbundin bleikja og sjógengin, lax, áll og flundra.
Fyrir þá sem ekki vita er flundra flatfiskur líkastur kola eða lúðu en gengur í ferskvatn.
Ég hef ekki veitt flundru en hún er talin góður matfiskur.
Birtingurinn er skemmtilegastur að mínu mati.
Njótið helgarinnar
fimmtudagur, október 11, 2007
ERR...or
Var ekki komið nóg af hringlanda R listans?
Alveg grátleg niðurstaða í máli sem mátti auðveldlega lenda farsællega. Björn Ingi Hrafnsson gegndi allt of mikilvægri oddastöðu til að hægt væri að byggja eitthvað á þessu samstarfi, stóð enda ekki undir henni. Lítilmennskan reið ekki við einteyming.
Hvað á að gera við svona fólk í pólitík?
Nú errrrr fjandinn laus .......aftur.
Alveg grátleg niðurstaða í máli sem mátti auðveldlega lenda farsællega. Björn Ingi Hrafnsson gegndi allt of mikilvægri oddastöðu til að hægt væri að byggja eitthvað á þessu samstarfi, stóð enda ekki undir henni. Lítilmennskan reið ekki við einteyming.
Hvað á að gera við svona fólk í pólitík?
Nú errrrr fjandinn laus .......aftur.
miðvikudagur, október 10, 2007
Tómas....
....bróðir minn..... öðru nafni Hjalli, gerði boð eftir mér. Ég segi Tómas því hann hefur ekki verið mikið upp á Guðshöndina gegnum tíðina (sjáanlega, sem segir samt ekkert um hjartalagið). Hann þurfti að segja mér nokkuð sem hann hafði ekki skýringu á aðra en að Kristur sjálfur hlyti að hafa kíkt á hann á sjúkrabeðið, eins og hann orðaði það sjálfur. Efasemdamanninum vantaði skýringu....
Hann var vakandi um miðja aðfararnótt 8. október, gat ekki sofið vegna hroðalegra verkja. Þá fannst honum að einhver kæmi inn á stofuna til hans. Því fylgdi mikil hlýja og velllíðan og það magnaðasta, verkirnir hurfu.
Maga vesenið er nánast úr sögunni og verkurinn sem var að drepa hann í mjöðminni er horfinn og hefur ekki enn komið aftur.....!
Hann bað mig um að skila þakklæti til ykkar allra fyrir bænirnar og jafnframt að það mætti hætta að biðja og fara að þakka fyrir skjót viðbrögð. Sagði að sér hefði verið sagt það einhvernveginn þarna um nóttina.
Trúarleg upplifun sem hann reynir á ögurstund. Ekki ólíkt fjölda annarra vitnisburða. Líklegasta skýringin er sú að Guð er ekki moðreykur heldur raunverulegt afl sem grípur inn í kringumstæður þegar neyðin er stærst, þá er líklega hjálp Hans næst.... án verðskuldunar, án fyrirhafnar og vinnu.
Hann er bjartsýnn á lífið, ég er ánægður með það.
Hann var vakandi um miðja aðfararnótt 8. október, gat ekki sofið vegna hroðalegra verkja. Þá fannst honum að einhver kæmi inn á stofuna til hans. Því fylgdi mikil hlýja og velllíðan og það magnaðasta, verkirnir hurfu.
Maga vesenið er nánast úr sögunni og verkurinn sem var að drepa hann í mjöðminni er horfinn og hefur ekki enn komið aftur.....!
Hann bað mig um að skila þakklæti til ykkar allra fyrir bænirnar og jafnframt að það mætti hætta að biðja og fara að þakka fyrir skjót viðbrögð. Sagði að sér hefði verið sagt það einhvernveginn þarna um nóttina.
Trúarleg upplifun sem hann reynir á ögurstund. Ekki ólíkt fjölda annarra vitnisburða. Líklegasta skýringin er sú að Guð er ekki moðreykur heldur raunverulegt afl sem grípur inn í kringumstæður þegar neyðin er stærst, þá er líklega hjálp Hans næst.... án verðskuldunar, án fyrirhafnar og vinnu.
Hann er bjartsýnn á lífið, ég er ánægður með það.
sunnudagur, október 07, 2007
Lífið....
....er sannarlega eins og veðrið. Það skiptast á skin og skúrir. Við áttum góðan og ánægjulegan dag í gær og stóran í hugum okkar margra. Það var barnablessun í fjölskyldunni, Erling Elí, litli kúturinn var “borinn fram” eins og við höfum kallað þá athöfn. Athöfnin líkist skírn en þó með einni undantekningu sérstaklega, barnið er ekki ausið vatni. Forskriftin er frá Kristi sjálfum þegar hann bannaði lærisveinunum að reka burtu börnin og tók þau þess í stað í fang sér og blessaði þau.
Mér á óvart en til ánægju fólu foreldrar litla kútsins mér þann heiður að blessa litla nafna minn. Ég hafði gaman af athöfninni vitandi að blessun Guðs fer ekki í manngreinarálit þó preststimpilinn vanti í kladdann minn.
Veislan var þeim hjónunum til sóma eins og við var að búast. Tertan vakti athygli fyrir hversu flott hún var, ekki síst þegar í ljós kom að höfundur hennar var húsmóðirin sjálf.
Mér datt nú ekkert nær sanni í hug en “sjaldan fellur eplið langt frá eikinni”, svona í allri auðmýkt. Tertur móður hennar eru rómaðar langt út fyrir fjölskylduna. Það var margt um manninn en íbúðin rúmaði þetta vel.
Við kíktum á Hjalla bróðir minn eftir þetta. Hann lítur betur út en er algjörlega lamaður vinstra megin ennþá. Hörð lífsreynsla fyrir hann og líklega erfiðari fyrir það að hugsunin er algjörlega í lagi. Hann er beygður og bað um fyrirbænir. Ég sagði honum frá öllum sem biðja fyrir honum og hann bað mig um að færa ykkur þakkir fyrir það. Kem því hér með til skila. Við áttum svo bænastund saman bræðurnir og Erlan mín, það var gott.
Hjalli hefur átt við háan blóðþrýsting að stríða í mörg ár, mjög háan. Hann var settur á blóðþynningarlyf um daginn til að undirbúa hann fyrir rafstuð til að stilla hjartsláttinn.
Í gærkvöldi vorum við hjá Sigrúnu konunni hans og hún sýndi mér lyfið. Þegar ég las fylgiskjalið sem fylgdi lyfinu kom í ljós að lyfið má alls ekki gefa fólki með of háan blóðþrýsting........!
Ég veit ekki hvað þetta þýðir eeeen...... ætla sannarlega að komast að því.
Ekki er ein báran stök hjá honum. Hann skilar ekki því sem hann borðar, og hefur ekki gert í þennan hálfa mánuð frá því hann lamaðist. Hann er mjög kvalinn vagna þessa. Þetta er mjög alvarlegt ef það lagast ekki. Biðjið sérstaklega fyrir þessu.
Síðastliðinn fimmtudag fórum við Hansi bróðir í veiði í Vola eða Volalæk eins og sumir kalla hann. Voli er vatnsfall sem allir hafa keyrt yfir en fáir vita nokkuð um. Hann liggur um tíu kílómetra hér austur af Selfossi þar sem Flóaveituskurðurinn rennur við Þingborg. Þar suður allt fram í sjó er falleg veiðiá full af sjóbirtingi. Hún heitir reyndar fjórum nöfnum, nyrst er Bitrulækur þá Voli svo Hróarskeldulækur og syðst er Baugsstaðaós. Ferðin var frábær, veiddum vel. Sjóbirtingurinn var nýrunninn, silfraður og fallegur. Þeir stærstu voru um sex pundin.
Það er oft ótrúleg sjón að sjá hann taka, gjörólíkt laxinum. Hann stekkur upp úr vatninu og á það til að þeytast hylinn á enda hálfur upp úr vatninu. Sá stærsti minn gerði þetta og þeyttist næstum upp á bakkann. Ég kom með sjö birtinga heim og Hansi nær tíu.
Þetta verður endurtekið....!
Það er sól og bjart úti. Ölfusáin skartar sínu fegursta hér út um gluggann minn. Það er líka sól í sálinni, svo margt góðra hluta, þó ekki alveg heiðskýrt. Heilablóðfall bróður míns varpar skugga á tilveruna.
Biðjum áfram, þetta er ekki búið.
Mér á óvart en til ánægju fólu foreldrar litla kútsins mér þann heiður að blessa litla nafna minn. Ég hafði gaman af athöfninni vitandi að blessun Guðs fer ekki í manngreinarálit þó preststimpilinn vanti í kladdann minn.
Veislan var þeim hjónunum til sóma eins og við var að búast. Tertan vakti athygli fyrir hversu flott hún var, ekki síst þegar í ljós kom að höfundur hennar var húsmóðirin sjálf.
Mér datt nú ekkert nær sanni í hug en “sjaldan fellur eplið langt frá eikinni”, svona í allri auðmýkt. Tertur móður hennar eru rómaðar langt út fyrir fjölskylduna. Það var margt um manninn en íbúðin rúmaði þetta vel.
Við kíktum á Hjalla bróðir minn eftir þetta. Hann lítur betur út en er algjörlega lamaður vinstra megin ennþá. Hörð lífsreynsla fyrir hann og líklega erfiðari fyrir það að hugsunin er algjörlega í lagi. Hann er beygður og bað um fyrirbænir. Ég sagði honum frá öllum sem biðja fyrir honum og hann bað mig um að færa ykkur þakkir fyrir það. Kem því hér með til skila. Við áttum svo bænastund saman bræðurnir og Erlan mín, það var gott.
Hjalli hefur átt við háan blóðþrýsting að stríða í mörg ár, mjög háan. Hann var settur á blóðþynningarlyf um daginn til að undirbúa hann fyrir rafstuð til að stilla hjartsláttinn.
Í gærkvöldi vorum við hjá Sigrúnu konunni hans og hún sýndi mér lyfið. Þegar ég las fylgiskjalið sem fylgdi lyfinu kom í ljós að lyfið má alls ekki gefa fólki með of háan blóðþrýsting........!
Ég veit ekki hvað þetta þýðir eeeen...... ætla sannarlega að komast að því.
Ekki er ein báran stök hjá honum. Hann skilar ekki því sem hann borðar, og hefur ekki gert í þennan hálfa mánuð frá því hann lamaðist. Hann er mjög kvalinn vagna þessa. Þetta er mjög alvarlegt ef það lagast ekki. Biðjið sérstaklega fyrir þessu.
Síðastliðinn fimmtudag fórum við Hansi bróðir í veiði í Vola eða Volalæk eins og sumir kalla hann. Voli er vatnsfall sem allir hafa keyrt yfir en fáir vita nokkuð um. Hann liggur um tíu kílómetra hér austur af Selfossi þar sem Flóaveituskurðurinn rennur við Þingborg. Þar suður allt fram í sjó er falleg veiðiá full af sjóbirtingi. Hún heitir reyndar fjórum nöfnum, nyrst er Bitrulækur þá Voli svo Hróarskeldulækur og syðst er Baugsstaðaós. Ferðin var frábær, veiddum vel. Sjóbirtingurinn var nýrunninn, silfraður og fallegur. Þeir stærstu voru um sex pundin.
Það er oft ótrúleg sjón að sjá hann taka, gjörólíkt laxinum. Hann stekkur upp úr vatninu og á það til að þeytast hylinn á enda hálfur upp úr vatninu. Sá stærsti minn gerði þetta og þeyttist næstum upp á bakkann. Ég kom með sjö birtinga heim og Hansi nær tíu.
Þetta verður endurtekið....!
Það er sól og bjart úti. Ölfusáin skartar sínu fegursta hér út um gluggann minn. Það er líka sól í sálinni, svo margt góðra hluta, þó ekki alveg heiðskýrt. Heilablóðfall bróður míns varpar skugga á tilveruna.
Biðjum áfram, þetta er ekki búið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)