miðvikudagur, október 10, 2007

Tómas....

....bróðir minn..... öðru nafni Hjalli, gerði boð eftir mér. Ég segi Tómas því hann hefur ekki verið mikið upp á Guðshöndina gegnum tíðina (sjáanlega, sem segir samt ekkert um hjartalagið). Hann þurfti að segja mér nokkuð sem hann hafði ekki skýringu á aðra en að Kristur sjálfur hlyti að hafa kíkt á hann á sjúkrabeðið, eins og hann orðaði það sjálfur. Efasemdamanninum vantaði skýringu....

Hann var vakandi um miðja aðfararnótt 8. október, gat ekki sofið vegna hroðalegra verkja. Þá fannst honum að einhver kæmi inn á stofuna til hans. Því fylgdi mikil hlýja og velllíðan og það magnaðasta, verkirnir hurfu.
Maga vesenið er nánast úr sögunni og verkurinn sem var að drepa hann í mjöðminni er horfinn og hefur ekki enn komið aftur.....!
Hann bað mig um að skila þakklæti til ykkar allra fyrir bænirnar og jafnframt að það mætti hætta að biðja og fara að þakka fyrir skjót viðbrögð. Sagði að sér hefði verið sagt það einhvernveginn þarna um nóttina.

Trúarleg upplifun sem hann reynir á ögurstund. Ekki ólíkt fjölda annarra vitnisburða. Líklegasta skýringin er sú að Guð er ekki moðreykur heldur raunverulegt afl sem grípur inn í kringumstæður þegar neyðin er stærst, þá er líklega hjálp Hans næst.... án verðskuldunar, án fyrirhafnar og vinnu.

Hann er bjartsýnn á lífið, ég er ánægður með það.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá !!
Mér finnst svo æðislegt að heyra svona sannanir á að Guð sé til.

Takk fyrir að segja frá þessu hér :)

kær kveðja
Hafrún Ósk