mánudagur, október 22, 2007

Góðar fréttir

Sigrún hans Hjalla hringdi áðan þegar við vorum á leiðinni yfir Hellisheiði í þvílíkri úrhellisrigningu og roki að ég man ekki eftir öðru eins.
Tilefnið var gott. HJALLI FÆRÐI VINSTRI FÓTINN FRAM FYRIR ÞANN HÆGRI OG TYLLTI Í HANN.....!
Sigrún var að vonum ánægð og sagði mér að starfsfólkið talaði um kraftaverk............! Ég sagði henni að þetta skrifaðist bara á himnaföðurinn, enda sannfærður um að máttur bænarinnar er að reisa hann á fæturnar aftur. Mér heyrist að Hjalli sé sömu sannfæringar.

Kannski eru þetta betri fréttir en ég þorði að vonast eftir svona snemma, en trúarskammtur minn, sem betur fer, hvorki eykur við eða takmarkar mátt Guðs. Hann vinnur ekki sitt verk eftir duttlungum manna þó margir vilji meina að svo sé.
Sköpunin í öllum sínum mikilfengleika hvort sem þú trúir sköpunarsögu Biblíunnar bókstaflega eða þróunarkenningunni hefði líklega seint orðið sú sem hún er ef hún hefði byggst á trú eða vantrú manna. Enda, hvora kenninguna sem þú aðhyllist þá voru menn ekki til lengst af.

Minni ykkur á orð Hjalla, að þakka......

Ég varð að segja ykkur þetta.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá vá vá vá!!! æðislegar fréttir!!:)

Bara kraftaverk sent að ofan - algjörlega!

Frábært!

kveðja frá Svíþjóð
Hrundin þín

Íris sagði...

Alveg magnað!!! Vá hvað Guð er góður!! Takk fyrir að segja okkur frá þessu!!
kv. Íris

Hrafnhildur sagði...

Vá... Ég fæ alveg tár í augun! Dásamlegar fréttir. Guð er ALgóður.
kv. Hrafnhildur

Nafnlaus sagði...

DÁSAMLEGT!!!!!
Gerða sys

Nafnlaus sagði...

Vegir og hugsanir herrans sagðar órannsakanlegar. Ég trúi þeim orðum og þakklátur hugsa til alls þess góða sem Guð er að gera. Oft langt umfram það sem við þorum að vona og oft á allt öðrum stöðum en við búumst við. Bara frábært.

kveðja Kiddi Klettur

Íris sagði...

Elsku pabbi!!
Innilega til hamingju með daginn!! Vonandi er hann búinn að vera góður og að kvöldið verði enn betra!
Sjáumst á morgun ;)
Þín elsta dóttir
Íris

Petra Rut, Katrín Tara og Erling Elí segja líka til hamingju ;)

Ella Gitta sagði...

Ef þú klifrar upp á hæsta hús landsins og hoppar fram af, og um leið og þú hoppar ÖSKRAR þú:"Ég trúi ekki á þyngdarlögmálið".... þá er þyngdarlögmálinu eiginlega bara nokk sama hvort þú trúir á það eða ekki - það hefur sín áhrif á þig, hvað sem trú þinni líður.

Stundum er Guð þannig - ekkert of upptekinn af því hvort við trúum á Hann, á bara við okkur í rólegheitunum og hefur sín áhrif á okkur - með eða án trúar okkar.