mánudagur, nóvember 26, 2007

Ég hef...

...í sjálfu sér ekki miklu við síðustu færslu að bæta og kannski ekki heldur sérstaka þörf að sannfæra þá sem ekki taka við því sem ég lagði á borð, og þó. Það ýtir við mér að uppgötva hversu fast ranghugmynd getur skorðað sig.

Ég get bætt við til frekari skýringar að þetta er í raun sama sem gerist og þegar maður andar frá sér í köldu veðri, það myndast gufa, loftið þéttist. Andardrátturinn verður hinsvegar ekki að gufu í heitu veðri. Eini munurinn er hitastigið úti, líkamshitinn er sá sami.
Þetta er lang líklegasta skýringin hvers vegna þessar ljóskúlur sjást ekki á myndum frá kotmótum, sjaldan frost. Ef farið er í gripahús, hesthús eða fjós í köldu veðri er loft mjög rakamettað. Þessar ljóskúlur sjást einmitt á myndum teknum við þannig aðstæður, hef aðgang að slíkum. Ég hef í fórum mínum myndir teknar við Bæjarins bestu í súld, þar eru kúlurnar. Erla tók myndir í Boston í mjög röku lofti, þar eru samskonar kúlur. Síðan á ég myndir teknar eftir úðabrúsann minn eins og ég sagði frá í pistlinum. Þar eru kúlurnar í tonnavís, nákvæmlega samskonar og englamyndirnar. Kannski á ég engla á úðabrúsum......Því má líka bæta við að ryk í lofti getur framkallað samskonar myndir, eitt rykkorn = einn “engill”
Eins og sést á myndunum af mótinu falla kúlurnar hvergi bakvið hluti, þær eru alltaf í forgrunni sem helgast af því að þetta eru svífandi agnir sem lýsast upp af flassinu mjög nálægt linsunni sem skýrir líka hversvegna engar myndanna eru eins.

Einhversstaðar segir máltækið að hver sé sæll í sinni trú. Þannig verður það að vera, ég verð ekki gerður ábyrgur fyrir því.

Ég hinsvegar er ekki blindur á eitt. Ef Guð er að senda einhverja bylgju yfir Ísland þá er hæpið að Hann sé að gera það að gamni sínu. Ef Hann er að framkvæma tákn og undur til að staðfesta sjálfan sig þá er hann líklega að gróðursetja tré sem hann ætlar að bera ávöxt.
Þó það séu að koma jól held ég að þetta sé ekki jólatré sem við eigum að skreyta. Ég tel að engu manngerðu eigi að bæta við. Held það skemmi fyrir raunverulegum ávöxtum sem því er ætlað að bera.

Ef staðfest óútskýranleg tákn taka að gerast, þá er það fréttnæmt. Ég bið bara um að þessi englahugmynd komist ekki í fréttir því hún getur kollvarpað trúverðugleika raunverulegri hluta sem verða þá ekki teknir gildir....... Ég er að blikka rauðu ljósi.

Er að velta fyrir mér hvort ég ætti að opna myndasíðu sérstaklega með þessum myndum svo hver geti dæmt fyrir sig....?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já sýndu þessar myndir einhvers staðar. Væri gott fyrir fólk að sjá hvað verið er að tala um. Love U, Arnan

Íris sagði...

Jebbs, endilega skella inn myndunum

Nafnlaus sagði...

Þarna er ég alveg sammála þér. Þó svo að mér hafi ekki líkað framsetningin á fyrri pistlinum þá kvitta ég sæll og glaður undir í þetta skiptið.
kveðja Davíð

Karlott sagði...

GÓÐUR!

ps. Vona og trúi að sérhver kristinn karl og kona hlaupi ekki eftir hverju sem er í trúargeiranum og hinu andlega, heldur eins og í Biblíunni segir: reynið andana...

Meistari blekkinganna er í ,,akkorðsvinnu" við að hala inn léttlgleyptar, auðtrúa sálir en bitastæðastu eru hinu kristnu.

Vökum og biðjum. Gefum meistara blekkinganna ekkert færi.

Það er bara að velja eða hafna.

Höfnum blekkingum og fúski - veljum þann sem hefur hin einu og sönnu meistararéttindi...

... Jesú Krist!