fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Grasekkill.....

Veit ekki almennilega hvernig ég á að haga mér svona frúarlaus. Hún er farin frá mér, sem betur fer ekki nema í fimm daga. Ég var nú búinn að nefna við hana að elda fyrir hvern dag og merkja það vel svo ég gæti tekið það úr kistunni hvern morgun og sett það í örbylgjuna þegar ég kæmi heim. Ég sá ekkert slíkt í kistunni áðan....
Maður verður þá bara í megrun þessa daga, ég má svo sem við því.

Þær fóru saman saumaklúbburinn hennar en þær eru búnar að stefna að þessari ferð í nokkur ár held ég. Vonandi skemmta þær sér vel, þó auðvitað verði ekki eins gaman hjá þeim og hefði orðið ef við karlarnir hefðum verið með......klárt mál ???? eða hvað.
Ég hef raunar einhverja óljósa hugmynd um að þeim þyki jafnvel gott að hafa okkur heima í þetta sinnið, þetta á víst að vera jólagjafainnkaupaferð ásamt einhverju pínu- agnarlitlu öðru. Þekkjandi mína frú, veit ég að henni finnst betra að versla án mín..... þó ekki skilji það nokkur annar en hún, geri ég ráð fyrir.

Da da ra....Ég veit ekki alveg..... hvernig maður aktar. Það þarf víst að fara í búð, ég er nú ekki vanur því, en einhverju verður maður að næra sig á svo mikið er víst. Ég verð orðinn of hungraður ef ég bíð eftir henni, föstudagur á morgun svo laugardagur,sunnudagur, mánu og þriðju, alveg klárt mál, ég verð að styrkja kaupmanninn. Skil ekki þessa útlandasýki kvenna.
Svo er þessi uppvöskunarvél hennar. Hún hefur aldrei kennt mér á hana svo það verður orðinn stór haugurinn....! Ég segi nú bara, sér eru nú hver þægindin.
Þvottavélin, hún er þarna inni í þvottahúsi. Ég hef einu sinni á ævinni sett í þvottavél, fyrir mörgum árum, setti mýkingarefni í staðinn fyrir þvottarefni...... Eins gott að maður sæki þurrkarann í viðgerð á morgun því það er augljóst mál að það er ekki hægt að þvo þvott nema hann þorni í kjölfarið, annars myglar hann. Þó ég sæki þurrkarann á morgun stend ég samt frammi fyrir vanda. Hún hefur aldrei kennt mér á hann. Já satt, ég kann ekki á hann.
Það er hætt við að það verði líka komið þvottafjall þegar hún kemur heim. Ekki að það sé eitthvað vandamál, hún verður fljót að redda því.....

En eitt kann ég vel, að ryksuga. Ætli ég ryksugi ekki bara á hverjum degi svo ég geti sagt með góðri samvisku að ég hafi verið aktífur við heimilisstörfin meðan hún var úti.
Nokkrar nýjar myndir.......

Annars bara HJÁÁÁLP

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha góður!
Ég skal sjá um uppþvottavéina en ég get ekki þvegið þvott! Voðalega erum við góð saman haha:)

ég er einmitt að reyna að finna út hvernig ég á að þvo kjól sem ég er að fara að lána Eygló og ég get svarið það, ég kann ekki einu sinni að lesa út úr leiðbeiningunum á miðanum inní kjólnum:S

Við sjáum hvernig þetta fer..

-Hrund

Íris sagði...

Hahahahaahaahaha :)
Bara snilld! Gott Hrund getur hjálpað við uppþvottavélina, svo er bara að hafa smekk þegar þið borðið og farið varlega svo fötin verði ekki of skítug :) Hehe
En ég svo sem efast ekkert um að þið Hrund bjargið ykkur ;)
Hlakka til að kíkja næst á ykkur :)
kv. Íris

Nafnlaus sagði...

Æ,æ,æ,æ, mikið lifandisskelfing áttu nú bágt.....
Þið skuluð bara passa að skíta ekki mikið út og þá ætti þetta að sleppa í 5 daga, og kaupa örbylgjumat í Bónus eða pulsu með öllu í sjoppunni.

-Og nú eru bara 3 dagar og x klukkutímar eftir..

Svo, bítið bara á jaxlinn, hún verður komin heim áður en þið vitið af... :):)
sys