Bjarnardóttir" átti síðasta færsla auðvitað að heita. Endaði með kúlu í stað deyfipílu. Það var ekki við þetta ráðið. Birnir eru ekki gæludýr og eins gott að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Annars áttum við afar notalegan og rólegan þjóðhátíðardag. Veðrið fallegt svo af bar og góðar heimsóknir á pallinn. Teddi og Kata ásamt Theu sátu með okkur og nutu sólar og kaffiveitinga á pallinum. Svo komu Rúnar og Júlíana í heimsókn. Þau voru á hraðferð svo þau stoppuðu stutt. Rúnar kom með kúlur sem ég hafði beðið hann um að renna fyrir mig. Ég ætla að nota þær í sófaborð sem ég ætla að smíða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli