sunnudagur, júní 15, 2008

Útskrift HR

Það var hátíðarstund í gær í Vodafone höllinni að Hlíðarenda. Háskólinn í Reykjavík var að útskrifa nemendur sína á ýmsum sviðum. Skólafélagar mínir úr lagadeild sem héldu strax áfram með masterinn stóðu þarna útskrifaðir með mastersgráðuna sína. Flott hjá þeim. Ég var hins vegar ekki viðstaddur þarna þess vegna.

Ástæða veru minnar þarna var Íris dóttir mín. Hún var að útskrifast með BA gráðu í lögfræði. Það var skrítið að horfa á stelpuna sína ganga fram og taka við prófskírteini í lögfræði. Föðurleg ánægja bærðist í brjósti mínu og stolt yfir þessum árangri hennar.
Hún hefur sýnt fádæma elju og dugnað við námið, með tvær litlar dætur fyrri hlutann og meðgöngu og lítinn strák að auki seinni hlutann. Þetta virðist ekki hafa komið niður á einkunnum hennar sem voru henni til sóma. Tók gamla í nefið.

Ég verð að geta þess hér, Karlott til hróss, að hann á gríðarlega stóran hluta í þessu öllu saman, því án skilnings og hjálpar hans hefði þetta aldrei gengið upp. Ég hef dáðst að þeim hjónunum, og verið ánægður með, hvernig þau hafa staðið saman að þessu eins og ein manneskja. Það verður gaman að sjá þau uppskera eljuna síðar meir. Í framhaldi af útskriftinni var flott veisla heima hjá þeim. Þar komum við saman fólkið hennar og fögnuðum með henni.
Innilegar hamingjuóskir elskurnar mínar, þetta er glæsilegt, ykkur til sóma.

Systursonur minn, Maggi, hennar Gerðu, var líka að útskrifast með BA í lögfræði. Ég átti því líka stolta systur í Hlíðarendanum í gær. Til hamingju með áfangann, þetta er flott.
Það fer að verða varasamt að bögga okkur fjölskylduna sýnist mér........

Við fórum svo austur í gærkvöldi til að fagna með Christinu sem var að útskrifast sem kennari úr kennaraháskólanum. Henni gekk mjög vel, með fínar einkunnir. Sérstaklega flott einkunnin fyrir lokaritgerðina 10.0 varla hægt að gera betur! Til hamingju með flottan árangur.
Gylfi hélt fyrir hana þessa fínu veislu í skálanum sem hún vissi ekkert um. Gaman að svoleiðis, tala af reynslu.
Vorum svo í kofanum í nótt. Heiðar og Sigrún kíktu á okkur í gærkvöld, áttum notalegt spjall frameftir með þeim.

Góð helgi að baki. Hlakka til vikunnar framundan........

2 ummæli:

Íris sagði...

Takk fyrir þetta pabbi!! Gaman að lesa hvernig þú upplifðir þessa stund :) Er mjög ánægð með árangurinn og tek undir þetta með Karlott. Mun ekki segja það of oft að hann á þessa gráðu með mér!
Sjáumst vonandi sem fyrst aftur!
Þín Íris

Nafnlaus sagði...

Hjartanlegar hamingjuóskir með telpuna.
Flottir krakkar hjá okkur eins og öll hin þó þau hafi ekki náð sér í gráður.
Og humarinn, ég klippti svona þríhyrning í skelina, mjórri endann (á þríhyrningnum) aftur við sporð og fór svo með puttann undir fiskinn og lyfti honum ofan á skelina, nema lét hann vera fastan á endanum.
Grillaði hann svo þannig.
Mbkv. sys