þriðjudagur, júní 17, 2008

Björn Bjarnarson

Það er mikill munur á aðstæðum núna eða um daginn þegar björninn var skotinn. Þá var þoka og björninn á ferð og auðvelt að missa sjónar á honum. Hann var miklu nær þéttri byggð. Hann var við veg þar sem m.a. hjólreiðafólk var á ferð. Það var fullt af fólki að þvælast þarna í kring. Hann var soltinn og sýndi viðbrögð á þann veg að hann hljóp að fólki sem kom of nálægt.


Þessi björn er aftur á móti saddur af eggjaáti og liggur á meltunni eins og dýr gera eftir át. Hann er fjarri þéttri mannabyggð. Hann er fjarri þjóðvegi og það er bjart yfir og auðvelt að fylgjast með ferðum hans, ef hann fer eitthvað af stað.
Hvítabirnir eru alfriðuð dýr og í útrýmingarhættu. Ég er því mjög hlynntur þessum aðgerðum núna að reyna að fanga hann í stað þess að skjóta.

Ég áttaði mig samt ekki alveg á fréttinni um að erfitt gæti verið að flytja hann til síns heima vegna reglna um flutning dýra yfir landamæri, þess í stað yrði hann líklega fluttur í dýragarðinn í Kaupmannahöfn....!!!! Hver skilur svona?

Ég var líka hissa á fréttum um að 16 hvítabirnir hefðu heimsótt okkur á síðastliðnum 30 árum. Ég man ekki eftir svo mörgum! En hvað um það, það verður gaman að fylgjast með aðgerðinni.
Vildi helst að ég væri þáttakandi í þessu.

Engin ummæli: