Það glittir í smá vonarglætu hjá borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Ég hef ekki getað skilið hversvegna Hanna Birna var ekki fyrir löngu gerð að oddvita og borgarstjóraefni. Ég sá í henni sterkan leiðtoga fyrir mörgum árum síðan. Loksins að eitthvað var gert af viti.
Ég vona að henni verði gefinn vinnufriður svo hún geti farið að koma einhverju skikki á borgarmálin sem eru orðin öllum kjörnum fulltrúum þar til skammar. Ég var farinn að hallast að því að vinstri meirihlutinn væri orðinn illskárri kostur.
Sjáum hvað setur, hef trú á henni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli