Við erum heima í dag, bæði. Ekki mikið að gera hjá mér í vinnunni og þannig er líka með Erluna. Jólabréfið tilbúið og fer í póst í dag. Síðustu bréfin að renna út úr prentaranum í þessum pikkuðu orðum.
Hér er búið að snjóa mikið og jafnfallinn snjór líklega orðinn um 25 sm. Miklar snjóhengjur á trjánum svo það er jólalegt um að litast. Ég tók göngutúr upp með á í morgun og smellti nokkrum myndum. Umhverfið var dulúðugt í birtingunni, frostþoka og sérstök birta. Ég er samt að vona að ekki sé komin snjóatíð eins og í fyrra. Þá snjóaði að manni fannst endalaust í marga mánuði og færðin eftir því. Dagurinn verður notaður í að klára gestaherbergið og fleira smálegt sem hefur beðið.
Í kvöld er svo árlegt kaffihús í höfuðborginni. Við höfum farið í nokkur ár saman á kaffihús á aðventunni, ég og dæturnar, og fengið okkur heitt kakó og kaffi og eitthvað jólalegt með. Kakóið er vinsælla hjá kvenþjóðinni en ég er allur í kaffinu. Ég hlakka til samfélagsins með þeim.
Njótið dagsins.
3 ummæli:
Við mæðgurnar hlökkum líka til kvöldsins.. Ég er bara að vona að Erlu Rakel verði ekki svo illt í mallanum sínum að ég þurfi að fara heim á undan öllum... En þetta verður gaman!
Eygló og Erla Rakel :):)
Ég hlakka líka mikið til :) Verður rosa gaman!!
Hlakki, hlakki, hlakki til:):) Arna
Skrifa ummæli