Hún varð 49 ára í gær, konan sem hefur gefið mér æviárin sín. Hún hefur staðið með mér í meðvindi og mótvindi. Já já stundum hefur blásið í kringum okkur. Nú er logn.
Hún er traust, elskuleg, umhyggjusöm, elskuð af mörgum. Hópurinn okkar orðinn stór, telur 15 með okkur
Ég er lánsamur maður
2 ummæli:
Til hamingju með frábæru konuna þína pabbi. Hún er bara best í heimi og geimi. Elska ykkur bæði:) Arnan
Þú átt svo endalaust fallega konu pabbi =) Að innan sem að utan! Bara bestust og ég er svo heppin að hún er mamma mín =)
Reyndar eruð þið bæði heppin að eiga hvort annað!
Elska ykkur hellings helling!
Þín Eygló
Skrifa ummæli