föstudagur, mars 20, 2009

Einn góður fyrir helgina

Mafíuforingi, ásamt lögfræðingi sínum var mættur hjá bókaranum sínum og var ekki kátur. Hvar eru fimmtíu milljónirnar sem þú dróst þér? Bókarinn svaraði engu. Mafíósinn spurði aftur. Hvar eru fimmtíu milljónirnar sem þú dróst þér? Lögfræðingurinn ákvað að skerast í leikinn og sagði. Herra, þú veist að maðurinn er heyrnarlaus og mállaus og getur ekki skilið þig. Ég skal túlka fyrir þig. Lögfræðingurinn notaði táknmál til að spyrja bókarann hvar féð væri og bókarinn svaraði á táknmáli að hann kæmi af fjöllum og vissi ekki hvað hann væri að tala um. Lögfræðingurinn túlkaði aftur til mafíósans - hann veit ekkert hvað þú ert að tala um. Mafíósinn dró þá upp níu millimetra skammbyssu og rak hana í andlitið á bókaranum og sagði reiður - spurðu hann aftur hvar í andskotanum peningarnir mínir séu!
Lögfræðingurinn gerði eins og honum var sagt og logandi hræddur bókarinn svaraði: Ókey ókey. Peningarnir eru faldir í brúnni ferðatösku í skúrnum í garðinum heima hjá mér... Mafíósinn leit á lögfræðinginn óþolinmóður og spurði: - Nú hvað sagði hann...?
Lögfræðingurinn svaraði: - Hann sagði þér að fara í rassgat og að þú þyrðir ekki að skjóta.......!

3 ummæli:

Eygló sagði...

Hahahahaha! Góður!

Karlott sagði...

,,hlátur"!! Þessi var góður : )

ArnaE sagði...

Múhahahahahahaha:)