Ég er sammála Pétri Blöndal og nokkrum skoðanabræðrum hans á Alþingi, að stöðva þarf byggingu tónlistarhússins við höfnina. Þetta fyrirbæri kostar litla 25 milljarða - tuttugu og fimm þúsund milljónir.....!
Meðan við þurfum að skera niður lífeyri gamla fólksins, stytta skólagöngu unga fólksins, fækka lögreglumönnum, skera niður heilbrigðiskerfið og skerða þjónustu á öllum sviðum, getum við ekki haldið áfram svona bruðli eins og ekkert hafi í skorist.
Það má bara setja upp hlið og selja inn í tóma salina til að sýna næstu kynslóðum hvernig sukk kynslóðin hagaði sér. Sama mætti gera víðar. Til dæmis Bakkavararhúsið í Fljótshlíð, kaupþingsforstjórahúsið í Borgarfirðinum o.fl. staði.
Ég veit það af gamalli reynslu að þegar kreppir að skóinn, verður að bregðast við með viðeigandi hætti.
Sparnaður og aðhald er ein góð aðferð til að eiga meira fyrir nauðsynjum.
1 ummæli:
Heyr heyr!
Alveg sammála : )
Skrifa ummæli