Ég næ ekki hvernig sú ákvörðun stjórnarflokkanna að leggja ESB málið fyrir Alþingi getur kallast niðurstaða. Hvernig á Alþingi að samþykkja að ríkisstjórn fari í aðildarviðræður þegar hún er svona gersamlega ósammála um málið. Ef Alþingi segir já - hvað ætla VG þá að gera. Ætla þeir að senda Samfylkinguna suðureftir eina og standa svo fastir gegn öllu sem kemur þar fram. Ég sé ekki annað en að í raun séu þessar stjórnarmyndunarviðræður gjaldþrota.
Fyrir utan hvað það er orðið með öllu óskiljanlegt, hvað þau leyfa sér að vera lengi að þessu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli