föstudagur, maí 15, 2009

Sit sveittur

Má segja í orðsins fyllstu merkingu. Það er heitt utandyra núna. Ég sit yfir tilboðsgerð.... inni. Ég sem hélt að ég kæmist út eftir prófin. Er að reyna að gera einhverja vitlega tölu í verkefni austur í sveitum. Það getur verið hausverkur þegar engar magntölur eru til staðar og verkefnið viðamikið.
Ég var annars í sveitinni í gær. Var að klára ýmislegt sem ég átti eftir að gera í kofanum. Vorverk eiginlega. Þar er alltaf jafn ljúft að vera.
Svo vorum við að fá úthlutað "garði" hjá sveitarfélaginu. Þar er pláss fyrir einhverja grænmetisræktun til að uppskera í haust. Bara gaman að því..... og frábærlega gott auðvitað, beint úr garðinum.

Jæja skyldan kallar. Það verður að vinna fyrir saltinu í grautinn í sumar.

Engin ummæli: