laugardagur, janúar 14, 2012

Betri helmingurinn á afmæli

Það tikka á okkur árin sem betur fer og afmælisdagar fjölskyldunnar verða fleiri og fleiri eftir því sem okkur fjölgar. Erlan er mikið afmælisbarn og ég elska það þó ég sé ekki á sama kaliberi með það sjálfur. "Það er gott að elska" söng Bubbi. Það er fallegt lag og texti sem ég hef oft persónugert við okkur sjálf. Ég set þá Erluna í textann og sjálfan mig sem flytjanda. Ég verð að hafa þennan háttinn á þar sem ég hef ekki rödd sem nýtur sín nema í sturtunni.

Erlunni var úthlutað það krefjandi hlutverk að verða lífsförunautur minn. Það var mín gæfa. Hún hefur mótað mig gegnum tíðina með einlægni sinni og hreinlyndi og dregið fram í mér mínar bestu hliðar.
Skaparanum hugnaðist að velja mér frábæra konu sem er auðvelt að elska og sem dekrar mig oft meira en ég hef gott af. Hún er frábær móðir stelpnanna okkar, amma, tengdamamma eða önnur hlutverk sem hún sinnir af fágætri kostgæfni.

Ég hlakka til áranna framundan Erla mín og vona að Guð gefi okkur þau mörg.
"Föruneytið" ákvað að labba saman þangað sem sólin sest, þú manst.... tvær krumpaðar...!

Engin ummæli: