Erlunni var úthlutað það krefjandi hlutverk að verða lífsförunautur minn. Það var mín gæfa. Hún hefur mótað mig gegnum tíðina með einlægni sinni og hreinlyndi og dregið fram í mér mínar bestu hliðar.
Skaparanum hugnaðist að velja mér frábæra konu sem er auðvelt að elska og sem dekrar mig oft meira en ég hef gott af. Hún er frábær móðir stelpnanna okkar, amma, tengdamamma eða önnur hlutverk sem hún sinnir af fágætri kostgæfni.
Ég hlakka til áranna framundan Erla mín og vona að Guð gefi okkur þau mörg.
"Föruneytið" ákvað að labba saman þangað sem sólin sest, þú manst.... tvær krumpaðar...!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli