...ákaflega bjartur og fagur. Enn einu sinni sit ég hér í sófanum mínum á Föðurlandi með dyrnar opnar og hlusta á þrastasönginn og hin vorhljóðin öll sem ég kann svo vel að meta. Hér hefur skaparinn vandað sig sérstaklega við samsetningu tilverunnar, var ég kannski búinn að segja ykkur það einhverntíman? Rigningin í gærkvöldi er jarðvegur ferskleikans sem núna blasir við og vorhljóðin óma hér í kyrrðinni, logn sól, flugnasuð og þrastasöngur... og hanagal.
Við horfðum á Júróvision í gærkvöldi og vorum eins og flestir Íslendingar stolt af þjóð okkar og þessu fallega lagi sem við sendum út til að sigra heiminn. Það viðurkennist að það vottaði fyrir tapsæri þegar rann upp fyrir okkur að lagið okkar var við það að sleikja botninn í vinsældakapphlaupinu sem háð er eftir að allir hafa lagt sitt á vogarskálarnar. Um leið er það kómískt að hafa upplifað aftur gamla Gleðibankafílinginn fyrir keppnina en við vorum nokkuð viss um að lenda allavega í öðru sæti og jafnvel fyrsta. Skemmtileg kómedía.
Erlan, þessi elska sem hefur fylgt mér svo lengi er ekki í vandræðum með hvernig á að eyða svona morgnum, hún sefur, og fer létt með það. Ég aftur á móti hvorki tími því eða get það. Svona er nú gott að geta gert það sem manni er kærast en þessi staður er til þess ætlaður.
Að vísu hvíla nú á mér nokkrar skyldur sem trufla aðeins í mér letigenið. Það liggur fyrir að gera "nokkur" handtök hér, eins og að bera á húsin, taka saman niðurhoggin tré og greinar sem liggja enn þar sem þau duttu í vor og svo þarf ég að klára millibygginguna. Æjh... þetta hleypur ekkert frá mér, eða svo segir mér gestur minn sem eyðir þessum morgni með mér... og ég trúi henni. Hún kíkir oft við hér og við eigum gjarnan fínasta samfélag saman þangað til ég hef ekki samvisku í annað en að vísa henni á dyr og oft þverskallast hún við að fara þrátt fyrir það. Ég hugsa að ég leyfi henni að vera með okkur í dag, hún er svo þægilegur gestur.
En frú Leti þú hypjar þig í fyrramálið!!!
Jæja best að hætta þessu tölvuveseni og bjóða gestinum með mér út á pall í sólina og vorið.
Njótið dagsins vinir.
sunnudagur, maí 27, 2012
fimmtudagur, maí 17, 2012
Bylting á bökkunum
Dýrin eru ekki vitlaus og um margt lík okkur mannskepnunni. Mér er tíðrætt um þau nágranna okkar Nínu og Geira hér á blogginu mínu. Þau eru eins og lesendum mínum er kunnugt, óðalsbændur og hafa eignarhald sitt á hreinu gagnvart öðrum íbúum eyjarinnar. Þau eru harðstjórar og stjórna þegnum sínum með valdi og yfirgangi og leyfa sér að fara í fuglgreinarálit því gæsirnar eru lægstar í virðingarstiganum og bugta sig og beygja, eins og hundar í virðingarstiganum.
Þessir stjórnhættir heyra auðvitað undir lögmálið að sá sterkasti ræður sem er algengast í náttúrunni. Hins vegar er fylgifiskur þessa lögmáls að máttur margsins er meiri en sterkasti einstaklingurinn. Þetta veit hugsandi mannskepnan og nýtir sér stundum eins og sást t.d. í búsáhaldabyltingunni okkar margumtöluðu.
Það að skynlausar (eða hvað) skepnur geri uppreisn hlýtur að teljast svolítið merkilegt fyrirbæri.
Ég sagði í síðasta pistli að gæsirnar væru húmoristarnir í þessum fuglheimum. Við urðum áhorfendur að uppákomu í eynni í gær sem kannski kollvarpar þeirri hugmynd minni. Engu var líkara en að um skipulagða uppákomu væri að ræða. Gæsirnar komu að úr öllum áttum og sóttu að þeim hjónum. Ég taldi 23 gæsir sem gerðu aðsúg að þeim frá báðum hliðum í einu og hröktu Geira frá hreiðrinu meðan hann varðist á hægri og vinstri með vængjum og gogg í lengri tíma þangað til hann lagðist niður og virtist alveg búinn á því. Þá sneru þær sér að Nínu á hreiðrinu sem lamdi og barði frá sér þangað til hún gafst upp líka. Í framhaldi af þessu var heill hópur gæsa sperrtar á vappi innan um Nínu á hreiðrinu og Geira liggjandi úti í móa og virtist sem valdatíma þeirra væri lokið, þau liftu ekki einu sinni upp litlufjöður til að sýna vald sitt.
Það á þó eftir að koma í ljós hvort þetta voru bara skipulögð mótmæli til að sýna að þolinmæðin væri á þrotum eða hvort þetta var bylting og valdarán og nýtt stjórnmálaafl sé tekið við í eynni, Það væri þá saga til næsta hreiðurs, svo ég taki nú ekki dýpra í árinni.
Þessir stjórnhættir heyra auðvitað undir lögmálið að sá sterkasti ræður sem er algengast í náttúrunni. Hins vegar er fylgifiskur þessa lögmáls að máttur margsins er meiri en sterkasti einstaklingurinn. Þetta veit hugsandi mannskepnan og nýtir sér stundum eins og sást t.d. í búsáhaldabyltingunni okkar margumtöluðu.
Það að skynlausar (eða hvað) skepnur geri uppreisn hlýtur að teljast svolítið merkilegt fyrirbæri.
Ég sagði í síðasta pistli að gæsirnar væru húmoristarnir í þessum fuglheimum. Við urðum áhorfendur að uppákomu í eynni í gær sem kannski kollvarpar þeirri hugmynd minni. Engu var líkara en að um skipulagða uppákomu væri að ræða. Gæsirnar komu að úr öllum áttum og sóttu að þeim hjónum. Ég taldi 23 gæsir sem gerðu aðsúg að þeim frá báðum hliðum í einu og hröktu Geira frá hreiðrinu meðan hann varðist á hægri og vinstri með vængjum og gogg í lengri tíma þangað til hann lagðist niður og virtist alveg búinn á því. Þá sneru þær sér að Nínu á hreiðrinu sem lamdi og barði frá sér þangað til hún gafst upp líka. Í framhaldi af þessu var heill hópur gæsa sperrtar á vappi innan um Nínu á hreiðrinu og Geira liggjandi úti í móa og virtist sem valdatíma þeirra væri lokið, þau liftu ekki einu sinni upp litlufjöður til að sýna vald sitt.
Það á þó eftir að koma í ljós hvort þetta voru bara skipulögð mótmæli til að sýna að þolinmæðin væri á þrotum eða hvort þetta var bylting og valdarán og nýtt stjórnmálaafl sé tekið við í eynni, Það væri þá saga til næsta hreiðurs, svo ég taki nú ekki dýpra í árinni.
laugardagur, maí 12, 2012
Landnám
Landnámsmenn "helguðu" sér land og bara með þeim gjörningi "áttu" þeir landið sem innan helgunarinnar féll. Þannig var eignarrétturinn skilgreindur í þá daga. Enginn átti landið og lög heimiluðu að menn helguðu sér land með þessum hætti. Ingólfur Arnarson helgaði sér t.d. land frá Ölfusárósum til Þingvalla og þaðan í Hvalfjarðarbotn. hann sem sé átti allt Reykjanesið og Bláfjallasvæðið, Ölfusið, Kjósina og Hvalfjörðinn sunnanverðan með löglegum hætti. Afsalið var yfirlýsing um helgun landsins, það væri sæmileg jörð í dag.
Þessi réttur eins og hann birtist þarna flokkast væntanlega undir náttúrurétt sem er einskonar frumréttur. Sem dæmi má nefna berjamó þar sem margir koma saman og týna ber. Enginn á berin á lynginu áður en þau eru týnd en um leið og það er komið í krukku þá á sá berin sem lagði vinnu í að týna þau þó hann hafi ekki átt þau nokkrum mínútum fyrr og hafi ekki borgað fyrir þau. Náttúruréttur er samt sanngjarn því hann samþykkir ekki óhóf (spurning með Ingólf?). Það er hætt við að ef einhver týndi mörg tonn af berjum í berjalandinu og kláraði upp það sem væri annars til skiptana, er ekki jafnvíst að allir samþykktu eignarréttinn á því hlassi eins og berjakrukkunni með tveimur kílóunum í.
Mér datt þessi náttúruréttur í hug þegar ég var enn einu sinni að fylgjast með Geira í hólmanum í gær. Hann hefur greinilega helgað sér land sem hann telur sig hafa eignarrétt yfir. hann er mjög aggresífur þegar einhver vogar sér yfir landamerkin hans. Í gær var hann sérlega pirraður og þeyttist endanna á milli og barði og beit... gæsir auðvitað.
Það kómíska var að gæsirnar virtust gera sér grein fyrir að hægt væri að epsa hann því þær skiptust á að fara inn í landið hans á sitt hvorum endanum og létu hann þeytast á milli og engu líkara en að þetta væri leikur hjá þeim þó Geira - fúla, væri ekki skemmt. Gæsirnar hafa því vinninginn þegar kemur að því að hafa gaman.
Já svona geta nú litlu hlutirnir í lífinu verið stórskemmtilegir.
Njótið dagsins.
Þessi réttur eins og hann birtist þarna flokkast væntanlega undir náttúrurétt sem er einskonar frumréttur. Sem dæmi má nefna berjamó þar sem margir koma saman og týna ber. Enginn á berin á lynginu áður en þau eru týnd en um leið og það er komið í krukku þá á sá berin sem lagði vinnu í að týna þau þó hann hafi ekki átt þau nokkrum mínútum fyrr og hafi ekki borgað fyrir þau. Náttúruréttur er samt sanngjarn því hann samþykkir ekki óhóf (spurning með Ingólf?). Það er hætt við að ef einhver týndi mörg tonn af berjum í berjalandinu og kláraði upp það sem væri annars til skiptana, er ekki jafnvíst að allir samþykktu eignarréttinn á því hlassi eins og berjakrukkunni með tveimur kílóunum í.
Mér datt þessi náttúruréttur í hug þegar ég var enn einu sinni að fylgjast með Geira í hólmanum í gær. Hann hefur greinilega helgað sér land sem hann telur sig hafa eignarrétt yfir. hann er mjög aggresífur þegar einhver vogar sér yfir landamerkin hans. Í gær var hann sérlega pirraður og þeyttist endanna á milli og barði og beit... gæsir auðvitað.
Það kómíska var að gæsirnar virtust gera sér grein fyrir að hægt væri að epsa hann því þær skiptust á að fara inn í landið hans á sitt hvorum endanum og létu hann þeytast á milli og engu líkara en að þetta væri leikur hjá þeim þó Geira - fúla, væri ekki skemmt. Gæsirnar hafa því vinninginn þegar kemur að því að hafa gaman.
Já svona geta nú litlu hlutirnir í lífinu verið stórskemmtilegir.
Njótið dagsins.
miðvikudagur, maí 09, 2012
Vorið vann
Eins og veðrið lét leiðinlega við okkur í gær er eins og það sé að biðjast afsökunar á ónæðinu núna því blíðan er með þeim ósköpum að sól skín í heiði og lognið er svo algert að það verður ekki lygnara á tunglinu. Ég dró fánann að húni í morgun, það er við hæfi að flagga fyrir vorinu eftir baráttu gærdagsins. Ég myndi setja gullmedalíu um hálsinn á því ef ég bara vissi hvernig ég færi að því. Fáninn liggur samt slappur niður fánastöngina og hreyfir sig ekki.
Það er samt ekki á vísan að róa með íslenskt veður. Kannski tek ég of djúpt í árinni því eins og ég sagði ykkur í gær var morguninn svona fallegur eins og núna þangað til við sáum eitt og eitt veifandi snjókorn svífa framhjá glugganum. Það kom á óvart og ekki minnkaði undrunin þegar þeim fjölgaði ört í hundslappadrífu sem litaði umhverfið í vetrarbúning, það er vor og liturinn á að vera grænn eins og núna.
Þessi "sunnudagur" okkar verður stóískur letidagur sem er ekki erfitt á svona fallegum vordegi við snark í eldinum. letilegt tikk gömlu klukkunnar okkar og söngfuglasverminn hér á Föðurlandi. Erlan nýtur hvíldarinnar í tætlur og tekur náttfatadag á þetta, það merkir að hún er fullkomlega afslöppuð.Við förum ekki heim fyrr en seinnipartinn og svo tekur atið við í fyrramálið.
Við búum svo vel að hafa nóg að sýsla og erum þakklát fyrir það.
Það er samt ekki á vísan að róa með íslenskt veður. Kannski tek ég of djúpt í árinni því eins og ég sagði ykkur í gær var morguninn svona fallegur eins og núna þangað til við sáum eitt og eitt veifandi snjókorn svífa framhjá glugganum. Það kom á óvart og ekki minnkaði undrunin þegar þeim fjölgaði ört í hundslappadrífu sem litaði umhverfið í vetrarbúning, það er vor og liturinn á að vera grænn eins og núna.
Þessi "sunnudagur" okkar verður stóískur letidagur sem er ekki erfitt á svona fallegum vordegi við snark í eldinum. letilegt tikk gömlu klukkunnar okkar og söngfuglasverminn hér á Föðurlandi. Erlan nýtur hvíldarinnar í tætlur og tekur náttfatadag á þetta, það merkir að hún er fullkomlega afslöppuð.Við förum ekki heim fyrr en seinnipartinn og svo tekur atið við í fyrramálið.
Við búum svo vel að hafa nóg að sýsla og erum þakklát fyrir það.
þriðjudagur, maí 08, 2012
Átök árstíðanna
Viðvera í kofanum á Föðurlandi er himnesk. Frúin situr hér við hliðina á mér og þykist lesa bók en er meira hálfdottandi ofan í hana, það er allavega augljóst að hún er ekki í lestrarmaraþoni.
Morguninn heilsaði með sól og ágætis hitatölum sem sameiginlega gáfu okkur undir fótinn með göngutúr og útiveru. Við nýttum gærkvöldið í góðan göngutúr og ákváðum þá að fara aftur í dag og þá upp í haga að fornum sið. Góða veðrið hélst ekki lengi því það kólnaði hratt, vetur minnti aðeins á sig og eftir hádegið í dag var farið að snjóa og það drjúgt. Á tímabili var hundslappadrífa og allt hvítt. Staðreyndin er samt sú að það er kominn maí og ef sólin nær á annað borð að kíkja milli skýja þá er svona föl fljót að láta undan. Sú var líka raunin, það var hægt að sjá snjóinn bráðna, svo snögglega hvarf hann og bunurnar af þakbrúninni sýndu öðru frekar hversu mikil bráðnunin var.
Veran okkar hér er helgarfrí þó ekki sé helgi. Það getur stundum hentað betur að taka okkur pásu á virkum dögum en um helgar því við erum jú, með öðrum íhlaupum, ísbændur, og bændur eru ekki alltaf að spá í klukkuna eða dagatalið.
Ástæðan fyrir því að við getum kíkt á netið hér er síminn minn, en hann hefur þann ágæta eiginleika að nýtast sem ráder og því hægt að tengjast netinu þráðlaust eins og heima hjá sér, snilldin ein verð ég að segja.
Nú er allur snjór horfinn og dottið á dúnalogn. Fuglasinfónían er byrjuð aftur en hún þagnaði í snjókomunni enda varla ástæða fyrir greyin að syngja hástöfum í snjóbyl. Mér sýnist á öllu að fyrirheit dagsins um útiveru geti orðið að veruleika ef þetta heldur svona áfram. Ég verð þó að velja um tvennt... að leyfa frúnni að sofa, já hún er steinsofnuð, eða vekja hana í göngutúr.
Morguninn heilsaði með sól og ágætis hitatölum sem sameiginlega gáfu okkur undir fótinn með göngutúr og útiveru. Við nýttum gærkvöldið í góðan göngutúr og ákváðum þá að fara aftur í dag og þá upp í haga að fornum sið. Góða veðrið hélst ekki lengi því það kólnaði hratt, vetur minnti aðeins á sig og eftir hádegið í dag var farið að snjóa og það drjúgt. Á tímabili var hundslappadrífa og allt hvítt. Staðreyndin er samt sú að það er kominn maí og ef sólin nær á annað borð að kíkja milli skýja þá er svona föl fljót að láta undan. Sú var líka raunin, það var hægt að sjá snjóinn bráðna, svo snögglega hvarf hann og bunurnar af þakbrúninni sýndu öðru frekar hversu mikil bráðnunin var.
Veran okkar hér er helgarfrí þó ekki sé helgi. Það getur stundum hentað betur að taka okkur pásu á virkum dögum en um helgar því við erum jú, með öðrum íhlaupum, ísbændur, og bændur eru ekki alltaf að spá í klukkuna eða dagatalið.
Ástæðan fyrir því að við getum kíkt á netið hér er síminn minn, en hann hefur þann ágæta eiginleika að nýtast sem ráder og því hægt að tengjast netinu þráðlaust eins og heima hjá sér, snilldin ein verð ég að segja.
Nú er allur snjór horfinn og dottið á dúnalogn. Fuglasinfónían er byrjuð aftur en hún þagnaði í snjókomunni enda varla ástæða fyrir greyin að syngja hástöfum í snjóbyl. Mér sýnist á öllu að fyrirheit dagsins um útiveru geti orðið að veruleika ef þetta heldur svona áfram. Ég verð þó að velja um tvennt... að leyfa frúnni að sofa, já hún er steinsofnuð, eða vekja hana í göngutúr.
sunnudagur, maí 06, 2012
Hver röndóttur..
Það þýðir lítið að vera að lofa okkur sól og láta Kára blása ísköldu í staðinn, þannig var það líka í gær, full sól í kortunum en kalt. Bærinn var troðfullur af fólki að spóka sig á sunnlenskum sveitadögum. Hátíð sem minnti á landbúnaðarsýninguna í gamla daga, sem við bræðurnir fórum á með pabba og mömmu. Þá var reyndar fleira sýnt en tæki og tól til landbúnaðar því svín, beljur, hestar og hænsn voru líka til sýnis. Það varð fleygt og lengi hlegið að því þegar ég sagði mömmu frá því með andakt að ég hefði séð gyltu sem var svo "svakalega feit að hún er næstum eins feit og þú mamma". Þetta áttu alls ekki að vera áhrýnisorð heldur lýsingarorð, mamma var sem betur fer nógu þroskuð til að vita það og hló manna mest, hún var yndismamma.
Ég er að fýlast út í Kára núna vegna þess að það er sunnudagur og þeir eru venjulega bestu söludagar vikunnar í ísnum. Kuldinn hefur samt líklega haft meira vægi í gær því fólk var úti við að skoða sýninguna og því kannski ekki það fyrsta sem þeim datt í hug að fá sér ís komandi norpin af norðangjóstinum í bílinn aftur.
Í dag er það hinsvegar hefðbundnara, fólk úti að keyra í heitum bíl og gluggaveðrið, sólin og birtan æsa upp íslöngunina. Já það er ákveðin sálfræði í þessu eins og öðru.
Það verður samt ekki horft framhjá því að vorið er að banka uppá og komin glufa á dyrnar jafnvel. Trén eru að laufgast og grasið nálgast sláttuhæð, mánuði á undan miðað við í fyrra.
Danni bróðir var hér í gærkvöldi og við fylgdumst smá stund með nágrönnunum Nínu og Geira. Þau virðast vera orpin, allavega haga þau sér þannig. Við sáum tilþrifin hans Geira vel því í tvígang lét hann til sín taka, annarsvegar við máf sem gerðist of nærgöngull og svo enn eitt þreytandi gæsarkvikindið sem vogaði sér innfyrir landamerkin hans. Það þolir hann ekki og því fer sem fer, skyndileg árás og fiður fær að fjúka því Geiri er fantur, sérstaklega ef pirrandi gæsir eiga í hlut.
Vorið er minn tími og ég verð að viðurkenna að kofinn er farinn að toga í mig fastar og fastar. Fuglasinfónían þar er byrjuð og bara tilhugsunin um að slappa af þar með Erlunni minni togar í mig eins og segull togar í stál. Ég þarf að fara að finna tíma til að skreppa. Samt er það einhvernveginn þannig að ef mikið er að gera þá kostar það ákveðið samviskubit að fara ef verkefnin bíða á meðan. Svona er að vinna hjá sjálfum sér, frídagar verða því svolítill lúxus stundum og oft erfitt að semja við vinnuveitandann um frí. Ég er samt ákveðinn í að gera atlögu að honum og athuga með hvort hægt sé að lofa manni að skreppa í vikunni.
Hann er algjör röndóttur fantur ef það gengur ekki upp.
Ég er að fýlast út í Kára núna vegna þess að það er sunnudagur og þeir eru venjulega bestu söludagar vikunnar í ísnum. Kuldinn hefur samt líklega haft meira vægi í gær því fólk var úti við að skoða sýninguna og því kannski ekki það fyrsta sem þeim datt í hug að fá sér ís komandi norpin af norðangjóstinum í bílinn aftur.
Í dag er það hinsvegar hefðbundnara, fólk úti að keyra í heitum bíl og gluggaveðrið, sólin og birtan æsa upp íslöngunina. Já það er ákveðin sálfræði í þessu eins og öðru.
Það verður samt ekki horft framhjá því að vorið er að banka uppá og komin glufa á dyrnar jafnvel. Trén eru að laufgast og grasið nálgast sláttuhæð, mánuði á undan miðað við í fyrra.
Danni bróðir var hér í gærkvöldi og við fylgdumst smá stund með nágrönnunum Nínu og Geira. Þau virðast vera orpin, allavega haga þau sér þannig. Við sáum tilþrifin hans Geira vel því í tvígang lét hann til sín taka, annarsvegar við máf sem gerðist of nærgöngull og svo enn eitt þreytandi gæsarkvikindið sem vogaði sér innfyrir landamerkin hans. Það þolir hann ekki og því fer sem fer, skyndileg árás og fiður fær að fjúka því Geiri er fantur, sérstaklega ef pirrandi gæsir eiga í hlut.
Vorið er minn tími og ég verð að viðurkenna að kofinn er farinn að toga í mig fastar og fastar. Fuglasinfónían þar er byrjuð og bara tilhugsunin um að slappa af þar með Erlunni minni togar í mig eins og segull togar í stál. Ég þarf að fara að finna tíma til að skreppa. Samt er það einhvernveginn þannig að ef mikið er að gera þá kostar það ákveðið samviskubit að fara ef verkefnin bíða á meðan. Svona er að vinna hjá sjálfum sér, frídagar verða því svolítill lúxus stundum og oft erfitt að semja við vinnuveitandann um frí. Ég er samt ákveðinn í að gera atlögu að honum og athuga með hvort hægt sé að lofa manni að skreppa í vikunni.
Hann er algjör röndóttur fantur ef það gengur ekki upp.
föstudagur, maí 04, 2012
Níu líf
Vinir okkar Nína og Geiri mættu hér við hreiðrið sitt eins og öll árin á undan þrátt fyrir orðróm í fyrra um að dagar þeirra væru taldir. Þau koma alltaf á óvart. Ég var búinn að sjá álftapar útí í eyju en taldi það ekki vera þau Nínu og Geira því þau voru ekkert að sniglast við hreiðrið. Það var ekki fyrr en ég sá kallinn taka sprett á eftir gæs með útbreidda vængina sem ég þekkti taktana, Geira er meinilla við lágstéttargæsir enda sjálfur af óðalsættum og lætur þær hafa það óþvegið hvert sinn sem þær nálgast óðalið þeirra Nínu.
Í gærkvöldi sat Nína á hreiðrinu og lét fara vel um sig. Ég veit ekki hvort hún verpir en þau hafa ekki komið upp ungum síðustu árin þó þau hafi verið við hreiðrið og líkast að þau sitji á eggjum, ég held þau séu komin úr ungeign. Þau eru líklega orðin fjörgömul enda hafa þau átt heima þarna í eyjunni frá því löngu áður en við fluttum hingað sagði mér gömul kona, nágranni okkar, sem er dáin núna.
Það er orðið eitthvað svo heimilislegt að eiga þau fyrir nágranna og fylgjast með háttalagi þeirra svo það verður leiðinlegt þegar þau bregða búi og hætta þessu. Þau koma samt alltaf ár eftir ár eins og þau eigi níu líf, ég er alveg sáttur við það.
Njótið dagsins vinir.
Í gærkvöldi sat Nína á hreiðrinu og lét fara vel um sig. Ég veit ekki hvort hún verpir en þau hafa ekki komið upp ungum síðustu árin þó þau hafi verið við hreiðrið og líkast að þau sitji á eggjum, ég held þau séu komin úr ungeign. Þau eru líklega orðin fjörgömul enda hafa þau átt heima þarna í eyjunni frá því löngu áður en við fluttum hingað sagði mér gömul kona, nágranni okkar, sem er dáin núna.
Það er orðið eitthvað svo heimilislegt að eiga þau fyrir nágranna og fylgjast með háttalagi þeirra svo það verður leiðinlegt þegar þau bregða búi og hætta þessu. Þau koma samt alltaf ár eftir ár eins og þau eigi níu líf, ég er alveg sáttur við það.
Njótið dagsins vinir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)