miðvikudagur, október 19, 2005

LABRÚMMMM.

Ég var á leið í próf, ók eftir Bústaðaveginum, nokkuð yfirvegaður eftir lesturinn undanfarna daga. Kominn að Borgarspítalanum vakti eitthvað óeðlilegt athygli mína. Kranabóma. Hreyfing bómunnar var öðruvísi. Það er talað um að fella bómuna þegar menn láta hana síga, þessi var að falla of hratt. Ég gleymdi augnablik að ég var að fara í próf og var kominn á staðinn augnabliki eftir að bóman féll. Kranamaðurinn var heill á húfi og, Guðsmildi, bóman lenti ekki á neinum. Þetta var bílkrani af stærri gerðinni og var að hífa kranabómu á byggingakrana, það féllu því tvær bómur til jarðar, yfir Háaleitisbrautina að bílastæðunum við Borgarspítalann. Það var hálfgerður skrekkur í mér þegar ég gekki inn í prófið, ég er búinn að umgangast svona verkfæri á tvo áratugi. Ég sem sagt horfði á þetta í beinni....úr stúku. Þetta hefði getað farið verr.
Hann er hollur sá er hlífir.

1 ummæli:

Karlott sagði...

ÆÆÆ

Já sem betur fer skaðaðist enginn!
Las í fréttum að tveir bílar voru rétt hjá þegar bóman féll og þurfti annar þeirra að bakka frá á ofsa hraða svo bóman skellti ekki á hann.... Mannskaði hefði alveg örygglega orðið ef hún hefði lent á bílnum....
Sem betur fer varstu ekki vitni að slíku! : )

Gúd lak