sunnudagur, október 02, 2005

Helgin góð...

Angan af gamalkunnri sveitalykt fyllti húsið okkar þennan morguninn. Erla og dæturnar tóku slátur í gær, ég var afar ánægður með þetta framtak þeirra, dugnaðarforkar. Afraksturinn kraumaði í potti og skapaði þennan ágæta ilm núna í morgunsárið.
Þetta er ódýr og afskaplega góður matur. Erlu fannst reyndar sviðin ekki fögur þó þau brostu sínu fegursta upp úr pottunum í gærkvöldi. Allt verður þetta samt dýrindisfæða.
Veit ekki hvort ég eigi að segja frá því en..... ég skrapp aðeins í veiði í gær, setti inn nokkrar myndir á http://veidimadurinn.blogspot.com/.
Laganámið gengur vel, er núna á kafi í verkefni í verðbréfamarkaðsrétti. Einkunnir eru ásættanlegar, ef allt gengur að óskum verð ég á endanum lögfræðingur.
Ég verð bara að segja að ég er ánægður með lífið eins og það er.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já við vorum ekkert smá duglegar að taka slátur enda hellings vinna þar á ferð.. Mamma var líka eins og herforingi :) Ekkert smá dugleg! hafðu það súper.. Lov U Þín dóttir Eygló