fimmtudagur, október 13, 2005

Ætti ég....

að fara í verkfræði.......? Ég var á kynningu á valgreinum fyrir 6. og síðustu önnina. Margt sniðugt í boði. Ég hef tekið ákvörðun um að skrifa BA ritgerð og taka vinnurétt og kauparétt. Svo hef ég val um að taka enskt lagamál (veitir sennilega ekki af, líkist meira golfrönsku en ensku) eða jafnvel kúrs í verkfræðideild sem heitir rekstrar-verkfræði, fæ það metið beint í laganámið. Mér sýnist að sá kúrs komi vel til álita. Hann snýst um að greina fyrirtæki, kaupa fyrirtæki í rekstri, stofna ný fyrirtæki og rekstur þeirra. Mér sýnist síðasta önnin verða nokkuð spennandi. Ég hef reyndar líka tekið ákvörðun um að taka masterinn í beinu framhaldi á næsta ári.
Annars er ég að klára miðannarprófin núna, næst síðasta próf í fyrramálið. Þetta er tarnavinna sem gengur yfir.

Blessuð.

1 ummæli:

Íris sagði...

Líst vel á þetta með rekstrar-verkfræðina! Ég var einmitt að skoða um daginn valfögin fyrir 6. önnina og fannst það ekki spennandi. Kannski maður geti þá tekið eitthvað skemmtilegra en er í boði bara í lagadeildinni :D
Gangi þér vel ;)