fimmtudagur, október 27, 2005

Maður er manns gaman!

Það sannaðist einu sinni enn í mínu lífi í gærkvöldi þegar vinir og vandamenn kíktu til mín í tilefni þess að ég fyllti eitt árið í viðbót.
Vinir eru Guðsgjöf. Það er gott að finna sig hluta af heild. Gott að telja sér trú um að maður sé samþykktur eins og maður er í góðra vina hópi.

Eyland í mannlegum samskiptum er óspennandi hlutskipti. Það er nokkuð sem maður skildi forðast. Það brýtur á einni eyju í hafi, það er ekkert sem hlífir, enginn skerjagarður, engar aðrar eyjar sem taka á móti úthafsöldunni með þér. Þannig sé ég vini. Þeir eru skerjagarður.

Ég á nógu langa ævi að baki til að hafa lært þá lexíu að gera greinarmun á vinum og “vinum” innan gæsalappa. Þar er reynslan ólygnust eins og máltækið segir.
Vinir ganga með þér alla leið, en “vinir” hverfa gjarnan af veginum þegar hvessir.
Árin hafa kennt mér að meta alvöru vináttu meira en flest annað. Það er blankur maður sem ekki kann það .
Já maður er manns gaman.
Ég naut gærkvöldsins.
Takk fyrir komuna öll.

2 ummæli:

Karlott sagði...

Ég er svo ungur að árum... að ég er enn að læra þetta með vináttuna, hve mikilvæg hún er.
Þetta er góð samlíking hjá þér Erling með eyjar og skerjagarð! Að vera eyðieyja, tel ég ekki vera hlutskipti sem margur mundi vilja velja sér, því auðvitað er þetta spurning um val!
Ég átti allavegana góða stund í gær og er ég Guði þakklátur fyrir þá vini sem ég hef eignast í gegnum fallega frumburðinn þinn, ómetanlegt!

Takk takk

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir mig og mína og til hamingju með daginn í fyrradag. Takk fyrir að vera frábær pabbi og afi:):) Þín dóttir Arna..... stolta ungamamman!!!!