fimmtudagur, október 20, 2005

Nú verður

aðeins andað léttar. Miðannarprófin búin. Nokkrar einkunnir komnar og minn bara kátur. Erlan mín er ekki heima, fór út að borða með móður sinni, systrum og nokkrum frænkum. Þær eru góðar í að finna sér eitthvað til að hefða þessar skvísur. Eitt skipti er nóg, þá er komin hefð, t.d. á næsta ári :-s
Við feðginin Eygló og Hrund ætlum að hafa það gott og skemmta okkur yfir gömlum myndböndum úr fjölskylduferðum. Ýmislegt skondið lókal þar. Er ekki viss um að öllum þætti þetta eins fyndið og okkur. En hláturinn lengir lífið, nema maður kafni úr honum auðvitað.
Ekkert leserí í kvöld.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það var sko hlegið.. Ekkert smá gaman að skoða þessi myndbönd :) Rennibrautarferðir, Hrund að dýfa sér eða ekki dýfa sér útí laug, Arna að detta beint á nefið og ég að brosa með víravirki uppí munninum!! Gaman að góðum minningum :) Kveðja þín dóttir Eygló