Ég veit ekki hvort þetta hefur eitthvað að gera með mig, eða hvort þetta er bara venjulega óheppni, en fartölvan mín krassaði. Harðdiskurinn fór og ég var ekki búinn að vera duglegur að taka afrit af honum. Það sem verra er, að ég var í miðri verkefnavinnu sem gildir til lokaprófs. Vona að strákarnir hjá EJS kunni sitt fag og nái að sækja það sem þar er. Buddan getur þó hrósað happi að vélin er enn í ábyrgð.
hrmf.....!!!!
3 ummæli:
Átsj með stóru Ái!! Vona virkilega að ekkert sé glatað, þetta er verulega slæmt að láta svona lítinn hlut geyma svona mikið af upplýsingum og mikilvægum gögnum...
Samskipti manns og tölvu hanga á bláþræði... eða núllum og eittum, veit ekki.. hm!
Eftir að Íris sagði mér frá þessu Erling, þá spurði ég hana hvort við séum með vara disk, hún hváði nei, en það var tekin ákvörðun að taka afrit af disknum sem allra fyrst!!!
Hvernig er staðan með veiði þessa helgina?
Eru menn kannski fastir við handritun næstu daga þar til tölvan kemst úr viðgerð?
Kemstu eitthvað frá á laugardaginn? Ég er laust frá kl. 06:00 til ... En, sunnudagurinn er bókaður fyrir Írisi...
Hafðu endilega samband við mig Erling ef þú hefur tækifæri á að skreppa!
Með samúðar- og veiðikveðjum,
Karlott
Já, þetta getur alltaf gerst og maður veit aldrei hvenær það gerist! :( En núna er ég búin að taka backup af minni tölvu, væri ekki alveg til í að hún myndi krassa og ég gæti ekki fengið gögnin aftur!
Ömurlegt að lenda í þessu, við höfum það fyrir reglu hjá okkur að eiga bara fleiri harða diska og tvöfalt af öllu sem skiptir einhverju máli. Vona að gögnin þín hafi ekki glatast. Kv. Hrafnhildur
Skrifa ummæli