föstudagur, september 02, 2005

Trúmaður..

Mikil er (auð) trú Sturla Böðvarssonar samgönguráðherra.
Einhver fræðingur sagði honum að innanlandsflug myndi leggjast af ef völlurinn yrði fluttur til Keflavíkur. Það er stærsta ástæðan fyrir því að hann leggst algerlega gegn þeirri hugmynd, sem er samt sú langviturlegasta sem upp hefur komið í umræðunni um blessaðan völlinn. Hvernig dettur manninum í hug að kokgleypa svona rök.
Heldur hann að landsmenn séu svo aðframkomnir að þeir víli fyrir sér að setjast upp í glæsilega nútíma rútu í ca. hálftíma. Nú veit ég eins og aðrir landsmenn að hann verður að horfa til næstu kosninga og reyna að gera landanum til hæfis, annað getur kostað hann vinnuna. En eins og Trump segir "þú verður stundum að taka áhættu í lífinu, ellegar halda þig við leikskólann".
Ég hef þá trú að ákvörðun um færslu vallarins til Keflavíkur færðu honum til muna fleiri atkvæði en svona fuður.

Völlurinn á auðvitað að fara til Keflavíkur. Það sparast milljarðatugir sem annars færu í að byggja upp annan flugvöll. Það má nota þá milljarða til að tvöfalda fleiri stofnbrautir í vegakerfinu
– og allir yrðu ánægðir með Sturlu.

Engin ummæli: