sunnudagur, september 11, 2005

Í tilefni dagsins...

Tengdasonur minn Karlott er 30 ára. Við vorum í þessari flottu veislu áðan þar sem þau hjónin héldu uppá herlegheitin með glæsibrag. Honum áskotnaðist ýmislegt í tilefni dagsins. Mest bar þó á ýmsu veiðidóti, m.a. veiðistöng og ýmislegt með því. Hann ætlar að fara að hnýta flugur, sem er allt í lagi meðan hann lofar að þær verði ekki flottari en mínar. - Kannski ósanngjarnt að setja honum svona þröngar skorður....

Til hamingju með daginn Karlott minn – og veiddu vel á verðandi flugurnar þínar. Við nánari umhugsun, þá mega þær alveg verða flottari en mínar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

TAKK FYRIR MIG : )

Glæsilegar gjafir, ég er hálf orðlaus... Hvernig vissi fólk að ég hafði gaman að veiða? haha

Gat ekki staðist það... en,

...1.a flugan er fædd, hún heitir: ,,Brumið".
Skal ekki lofa stórfisk á hana, en hver veit hvað gerist?

Ætti ég að þora að reyna gera betri flugur en tilvonandi lögfræðingurinn, mar yrði kannski bara lögsóttur fyrir ólöglega samkeppni og allt : )

Með kastkveðju og töku,
Karlott

Íris sagði...

Takk æðislega fyrir komuna og manninn!! Hann er ekki enn kominn niður úr skýjunum. Var strax búinn að hnýta fyrstu fluguna í gær einhvern tímann eftir miðnættið.
Alveg frábært fyrir hann að hafa eitthvað að gera í vetur þegar ég er föst við lesturinn!!
Veislan tókst bara vel! Takk aftur fyrir komuna, það hefði ekki verið nein veisla án gestanna!! Og að sjálfsögðu eru það gestirnir sem gera þetta svo skemmtilegt þó svo að gjafirnar séu líka mjög skemmtilegar ;)
Sjáumst og gangi þér súper vel!!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með tengdasoninn. Hann er bara alveg að ná þér..... í aldri.. hehehehe, bara grín.. Sjáumst, þín Arna

Erling.... sagði...

Já kominn á fertugsaldurinn og ég bara fjörutíu og eitthvað.....!