þriðjudagur, september 27, 2005

Kaldur veiðitúr.

Við Hlynur fórum í árlegan veiðitúr um helgina. Jafn hryllilega
gaman sem endranær. Við höfum báðir læknisvottorð uppá alvarlega veiðisýki
Gæsin lét ekki sjá sig. Hefur verið búin að
frétta af okkur.....! Tók bara því fleiri myndir.

5° frost á fallegum haustmorgni. Ég farinn að ókyrrast enda orðið bjart.









Er hægt annað en heillast. Tekið áleiðis í Þórsmörk, við fórum þó ekki þangað.









Haustlitir í "Föðurlandi" í Fljótshlíð. Tjörnina gróf ég fyrir 4 árum, í henni er fiskur...!










Gunnar hafði lög að mæla, "Fögur er hlíðin" Vinsæll staður í dag eins og forðum.
Fyrir þá sem ekki vita þá eru Tindfjöll í baksýn. Þau voru einu sinni eldkeila líkt og Hekla þangað til þau sprungu líkt og St'Helena í BNA í miklu hamfaragosi fyrir, að talið er, 250 þúsund árum síðan. Gosið var risastórt eða um þrír rúmkílómetrar. Ummerkin eru greinileg þarna sem við vorum og eins í Þórsmörk. Ljóst berg sem víða sést, oft margra metra þykkt, liggur í flögum og kallast "Flikruberg"
Gaman að horfa á þessa skarðatinda og ímynda sér þá keilu í laginu.

4 ummæli:

Kletturinn sagði...

Klukk gamli veiðimaður.

= fimm tilgangslausar staðreyndir um þig og að klukka aðra fimm.

Karlott sagði...

Að vera í kyrrð náttúrinnar, fylgjast með henni vakna. Að sjá hana teygja sig í átt til sólar og horfa á birtu hennar smeygja sér yfir holt og hæðir, bræðandi næturfrostið og ylja köldum kinnum er eitt af þessum stundum sem maður skynjar mikilleik skapar okkar... Með öðrum orðum: þetta er flott!

Hvað er þetta með þetta klukk-æði...

Nafnlaus sagði...

Sæll kæri mágur.

Þú ert góður ljósmyndari og myndirnar þínar lýsa Íslenskri náttúru afar vel.

Haltu áfram og takk fyrir að leyfa okkur hinum að njóta.

Guð gefi þér góðan og yndislegan dag.

kveðja,
litlan

Erling.... sagði...

Er þetta klukk ekki bara klikk...!