fimmtudagur, desember 06, 2007

Köben

Þá er komið að okkar árlegu ferð til fyrrum höfuðstaðarins okkar. Við höfum farið til nokkurra ára í desember til Kaupmannahafnar í jólastemninguna sem þar er. Jólatívolíið er að verða hluti af jólaundirbúningnum hjá okkur. Það er mikil stemning að dvelja í borginni þegar jólin nálgast. Þar eru listamenn á hverju götuhorni annað hvort að spila, syngja, selja myndirnar sínar eða framkvæma einhverja gjörninga, bara gaman. Svo er alltaf gott að setjast niður á einhverjum veitingastaðnum, slappa af og fylgjast með mannlífinu og snæða góðan mat.

Við komum heim á mánudagskvöldið svo þetta er svona löng helgi. Má vel vera að við hendum einni færslu inn á síðurnar okkar ef tækifæri gefst, rétt til að láta vita hvað það verður gaman hjá okkur.
Hafið það gott á meðan.

1 ummæli:

Íris sagði...

Vona að þið séuð að hafa það úber gott í Köben :)