mánudagur, desember 31, 2007

Lokaorð ársins

Góðu ári senn lokið. Við hæfi er að þakka fyrir skemmtilegar stundir, vináttu og gefandi samfélag. Ég þakka Guði fyrir ykkur öll vinir mínir og ættingjar. Árið var gjöfult og gott, ekki síst fyrir andann og sálina. Aðeins áfall bróður míns varpar skugga á það. Reyndar fékk ég hringingu frá honum áðan þar sem hann sagði mér að hann hefði getað hreyft hendina í fyrsta skipti gærkvöldi og aftur í dag. Sú frétt var góð áramótagjöf. Kannski er lífgjöf bróður míns stærsti viðburður ársins í mínum huga, hann hefði getað dáið.
Hetja ársins í mínum huga er faðirinn sem lét lífið í ójöfnum leik við sterkan straum Sogsins þegar hann reyndi að bjarga syni sínum frá drukknun......!

Nýtt ár kemur með nýjar væntingar og fullt af nýjum tækifærum sem við skulum taka við með þökkum, og nýta okkur. Annað er sóun.
Þegar litið er til þess hversu lífið er í raun stutt þarf maður að vanda sig við forgangsröðun. Tímamótin má nota til góðs. Betri rækt í garðinn sinn er gott áramótaheit. Eftir því sem árin tikka sé ég glitta betur og betur í gullið í samferðafólki mínu. Það gull vil ég pússa á nýju ári. Jafnframt skýrist sýnin á þá sem skreyta sig annarra fjöðrum, en þannig er lífið.
Verum góð hvert við annað á nýju ári, fyrirgefum misgjörðir og gleymum þeim.

Gleðileg nýtt ár lesendur mínir, verð að halda áfram með humarinn......

3 ummæli:

Heidar sagði...

Vona að humarinn hafi verið ljúffengur og kætt bragðlaukana sem og annað sem á borð var borið. Hef reyndar reynslu af því að eta af því borði og efast því ekki eitt augnablik um ljúffengt bragð réttanna. :)

Um leið og við þökkum samfylgdina á liðnu ári, óskum við ykkur Erlu, gleðilegs nýs árs, megi nýtt ár verða ykkur gjöfult og blessunarríkt.


Kær kveðja,
Heiðar & Sigrún

Nafnlaus sagði...

,,Betri rækt í garðinn sinn er gott áramótaheit,,

Tek svo sannarlega undir það og finnst þetta gott áramótaheit. Takk fyrir allar góðar stundir á árinu 2007. Hlökkum til að hittast á nýju ári.

Kveðja frá Akureyri
Bjössi og Eygló

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir allar góður stundirnar á árinu sem nú er liðið. Frábært að heyra með Hjalla, Guð er góður. Vona að nýja árið verði stútfullt af blessunum þér til handa:) Þín Arna

P.S. Humarsúpan var alveg geggjaðslega góð;);)