laugardagur, desember 01, 2007

LEXOR....

....á eins árs starfsafmæli í dag 1. desember. Það er ekki lengur reyfabarn heldur tekið að braggast og farið að labba meðfram ef svo má að orði komast. Í byrjun voru tveir starfsmenn auk mín en nú eru þeir átta auk mín og Erlu sem annast bókhald og laun. Verkefnin vantar ekki. Þau virðast koma á færibandi. Ég verð að segja að allt hefur gengið eftir sem lagt var upp með. Við höfum aldrei þurft að auglýsa, þó í byrjun hafi staðið á endum að annað verkefni tæki við af öðru. Það gekk þó alltaf eftir og nú bíða að jafnaði nokkur verkefni.

Það verður þó að segjast að byggingadeildin hefur verið annasamari en lögfræðin. Það var eitthvað sem ég vissi fyrirfram. Lögfræðin er þess eðlis að markaðssetningin vinnst hægt og rólega í réttu hlutfalli við gæði verkanna sem maður skilar af sér. Ég kvarta ekki. Eftir því sem málunum fjölgar virðast fleiri og fleiri setja sig í samband vegna ýmissa vandamála, aðallega byggingamála. Þetta er líka í samræmi við það sem lagt var upp með svo ég er hæstánægður með framvinduna þeim megin.

Í tilefni dagsins ætlum við starfsmennirnir að gera okkur glaðan dag með því að gera jólahlaðborði Hótels Loftleiða skil.
Ég lít til næsta starfsárs væntandi.

Njótið helgarinnar......

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku pabbi minn:)
Hjartanlega mikið til hamingju með 1 árs afmæli litla barnsins sem er farið að labba. Frábært hvað það gengur vel með fyrirtækið þitt. Þú ert frábær, þín Arna

Íris sagði...

Já, innilega til hamingju með daginn, frábært hvað það gengur vel! Hlakka nú samt til þegar þú ferð að taka masterinn ;) Vona að þú gerir það einn daginn :)
Sjáumst
Íris

Nafnlaus sagði...

Já innilega til hamingju og gangi þér allt í haginn.

bestu kveðjur

Kiddi Klettur