mánudagur, mars 17, 2008

Frjálst fall.....

...krónunnar er eitthvað sem nær óhjákvæmilega átti eftir að gerast þar sem hún er búin að vera alltof sterk, alltof lengi. Hætt er við að höfuðverkur og timburmenn þjaki margan þessa stundina. Vorkenni þó mest þeim sem hafa nýlega tekið erlend neyslulán fyrir flotta jeppanum sínum eða einhverju öðru álíka gáfulegu. það er erfitt að horfast í augu við flónsku, verst ef hún er eigin. En svona er íslenskt þjóðfélag, gegnsýrt af sýndarmennsku.

Erlend lán eru líkt og hlutabréfamarkaðurinn háð sveiflum markaða. Því skiptir öllu máli hvenær það er tekið. Á sama hátt og ekki er vit í að kaupa hlutabréf þegar verðið er hæst er ekkert vit í að taka erlent lán þegar krónan er sterk, en hún hefur verið í sögulegu hámarki undanfarin misseri. Þarna ráða sömu lögmál.
Ef fram heldur sem horfir og krónan heldur áfram að falla getur hinsvegar farið að skapast umhverfi til að t.d. breyta húsnæðislánum í erlend lán, það gæti orðið "fundið fé". Kauptækifæri, eins og þeir segja á hlutabréfamarkaði.

Vona samt allra vegna að krónan rétti úr kútnum aftur þó varla sé von á því í bráð. Hún gæti verið að leiðrétta sig, ef svo er, er lækkunin komin til að vera.

2 ummæli:

Íris sagði...

Verst að þegar krónan er svona veik þá hætta bankarnir að lána í erlendri mynt. Heyrði að Frjálsi væri hættur því nú þegar.
Ekki gott ástand samt og vonandi nær krónan að rétta sig af!
sjáumst samt vonandi fljótlega ;)
Þín elsta
Íris

Hafrún Ósk sagði...

Já, og Glitnir er búinn að taka út alla linka í erl.lán og reiknivélar fyrir það - erlend lán eru HORFIN þar !!
Hrikalega glatað af bönkunum.

En, gleðilega páska :)