laugardagur, mars 29, 2008

I fly away....

Til Egyptalands. Við ákváðum fyrir mörgum árum að fara í eftirminnilega ferð þegar við yrðum "þrítug", eða þegar við urðum "tuttugu og fimm" því þá gátum við ekkert farið. Árin eru innan gæsalappa vegna þess að ég er auðvitað að tala um hjúskaparafmæli. Það verður alltaf ljósara með hverju árinu hversu tíminn er afstæður. Árin hafa verið fljót að líða, samt svo ógnarmargt drifið á dagana.
Eins og ég hef áður sagt erum við Erla ekki bara lífsförunautar heldur sálufélagar og bestu vinir.
Það tel ég mestu gæfu sem nokkrum hjónum getur hlotnast. Galdurinn.... er auðvitað sá að ég fann hana á undan öllum öðrum, að öðrum konum ólöstuðum.
Þessvegna er ég lukkulegur að fara með henni í ferðalag í tilefni svona margra ára.
Hlakka til samfélagsins við hana og framandi umhverfis.
Þið biðjið kannski fyrir okkur sem munið eftir því.... Nílarkrókódíllinn er sá stærsti í veröldinni.

Njótið daganna hér heima.

2 ummæli:

Eygló sagði...

Oh hvað ég hlakka til að fá ykkur heim :):):) Þín hamingjusama Eygló

Nafnlaus sagði...

Jibbíkóla þið eruð alveg að koma heim, ég hlakka SVO til!
-youngsterinn