miðvikudagur, mars 12, 2008

Kraftaverk í fjölskyldunni?

Ég hef heyrt mikið talað um kraftaverk undanfarið. Þær sögur höfða misvel til mín eins og þeir vita sem þekkja mig best . Ég neita alls ekki tilvist kraftaverka enda trúgjarn með afbrigðum. Sumt flokka ég hiklaust með kraftaverkum sem við upplifum á lífsleiðinni.
Ég hef alltaf talið mig sérstakan gæfumann. Sumum sem þekkja sögu okkar hjónanna gæti þótt þetta sérstök yfirlýsing. Enda svo sem ekki hægt að líta framhjá því að stundum hefur pusast yfir borðstokkinn hjá okkur í ólgusjó lífsins, samt bara smá skvettur.
Það hefur aldrei pusast svo mikið að fleyið kæmist nálægt því að sökkva eða bæri varanlegan skaða. Við lítum á pusið sem vökvun. Þeirra hluta sem kallast reynsla og af henni inneign sem er okkur mikils virði.

Mesta gæfan er að vera umkringdur fólkinu sínu þar sem samheldni og kærleikur umvefur samfélagið. Börn, barnabörn og tengdabörn, ein heild, ein fjölskylda.... If you mess with me, you mess with my family...... mottóið okkar.

Stærstu kraftaverk sem ég veit til að gerist hér á jörð er þegar nýtt líf kviknar í móðurkviði.
Það bætist ofan á yfirflæði gæfu okkar Erlu þegar þannig kraftaverk verður í fjölskyldunni.

Ég fékk loksins leyfi til að tilkynna komu nýs einstaklings í fjölskylduna okkar, barn Eyglóar og Bjössa er áætlað í þennan heim síðari hluta september.
Ég er auðvitað löngu búinn að óska þeim til hamingju með þessa gleðifregn en geri það samt hér aftur. INNILEGA til hamingju bæði tvö og við hin líka.
Eyglóin mín farðu vel með ykkur.......

6 ummæli:

Eygló sagði...

Oh takk fyrir elsku pabbi :) Þetta er BARA gleði og svo æðislegt bara og Guðsgjöf :) Við erum svakalega spennt! Hafðu það best pabbi og litla krílið biður að heilsa afa sínum :) 11.afkomandinn ykkar mömmu :) Þín yfir sig hamingjusama Eygló

Íris sagði...

Já, það er ekki hægt að neita því að þetta er mesta kraftaverkið. Alveg með ólíkindum að fylgjast með þessu kraftaverki verða til. Innilega til hamingju með litla 11. afkomandann! Hlakka mikið til að sjá hann (afkomandann sko.... hehe)
Sjáumst vonandi sem fyrst!
Þín elsta
Íris

Hrafnhildur sagði...

Yndislegar fréttir! Til hamingju með þessa stækkun ykkar yndislegu fjölskyldu.
Kveðja úr Mos

Nafnlaus sagði...

Æðislegt, innilega til hamingju öll með þetta kraftaverk :)
kær kveðja
Hafrún Ósk

Nafnlaus sagði...

Frábært!
Hjartanlegar hamingjuóskir.
Mbkv Sys

Nafnlaus sagði...

Elsku pabbi, til hamingju með 7. barnabarnið sem er á leiðinni til okkar:) Bara gaman að þessu:) Eigðu góðan dag:) Arnan