miðvikudagur, júní 04, 2008

Ísbjarnarblús

Ég var 8 ára þegar ísbjörn gekk á land í Grímsey forðum. Fréttin hræddi mig svo óskaplega að ég átti verulega bágt. Ísland var svo lítil eyja að ég var sannfærður um að þeir hefðu verið fleiri og væru komnir suður yfir heiðar. Ég dró þessa ályktun sjálfur og spurði auðvitað ekki fullorðna fólkið, enda orðinn átta. Mamma bað mig að erindast eitthvað út á verkstæði, átti að flytja pabba einhver skilaboð. Man alltaf hvað ég hljóp hratt því mér fannst ísbjörn vera másandi á hlaupum á eftir mér á leiðinni heim.

Ísbirnir eru stórhættulegir fólki. Við eigum ekki roð í þá ef þeir ákveða að éta mann. Það er auðvelt að sitja heima í stofu og átelja lögregluna skagfirsku fyrir að láta skjóta björninn. Það var þoka og hann var í nánd við þétta byggð, svangur bangsinn.
Mér segir svo hugur að skagfirska lögreglan hefði fengið á sig stærri ákúrur ef hún hefði látið bangsa fara og hann hefði fundið fólk á förnum vegi og satt hungrið á skagfirsku mannakjöti.

Fólk sem lætur hæst ætti að setja sig í spor þessara manna sem þurftu að taka ákvörðun á staðnum frammi fyrir þessu vali.
Ég veit að þeir eru friðaðir... en þeir eru líka fljótir að drepa. Deyfilyf var ekki til staðar né þekkingin hvernig ætti að fara með slíkt. Það var gott og rétt að hann var skotinn, annað var ekki hægt í stöðunni.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég sammála þér Erling!

Ísbirnir eru stórhættulegir og hið hárétta í stöðunni var að fella hann!
Kannski undir öðrum kringumstæðum væri hægt að framkvæma eitthvað annað, t.d. að bjarga honum eða finna stað fyrir hann í holu í húsdýragarðinum... hehehe.
Nei, þetta var hárétt ákvörðun hjá lögreglunni og þeim sem komu að henni.
Ánægður með þetta!

Með hrollkveðju,
Karlott

Íris sagði...

Algjörlega sammála þessu! Ekki hægt að taka áhættuna með að hann nái í fólk og éti það!

Hrafnhildur sagði...

Ég er hjartanlega sammála þér kæri frændi, þetta var algjörlega óvænt uppákoma og enginn tími fyrir einhverja áætlun. Fullt af fólki á svæðinu sem í raun var í bráðri hættu. Hugsið ykkur ef hjólreiðamaður en ekki olíubílstjóri hefði hitt hann á veginum...? sjá: http://www.visir.is/article/20080604/FRETTIR01/209851802

Kveðja úr Mos.