Undarleg árátta að borða skemmdan mat.....segja sumir. Við hinir sem höfum smekk fyrir rammíslenskum gæðamat eins og kæstri skötu, teljum hana aftur á móti hið mesta hnossgæti.
Við Hlynur bróðir höfum farið til nokkurra ára í Gallerý fisk í skötuveislu. Að þessu sinni var hún alveg passleg og vestfirski hnoðmörinn sérlega góður. Ég var með einhverja magalumbru þegar ég mætti á staðinn, en eftir skötuna var öll lumbra farin veg allrar veraldar, allra meina bót skatan. Svo sótti ég youngsterinn minn til vinkonu sinnar, við skruppum svo saman í smá innanbæjarleiðangur, þann síðasta fyrir jólin.
Erum nú komin heim í sveitina okkar. Mikið af snjónum farið og gatan hér næstum auð. Arna kemur í kvöld með restina af skvísunum sínum. Danía Rut fékk smá forskot og fékk að fara með afa sínum og ömmu í sveitina í gær. Hún nýtur sín hér, enda dekruð eins og prinsessa af ömmu sinni.
Komið að Bónusinnkaupum fyrir morgundaginn. Ýmislegt sem vantar til að viðhalda jólahefðunum sem hér ríkja. Við látum okkur hafa að fara í Bónus í Hveragerði, búðin þar er mun betri en hér.
2 ummæli:
youngsterinn ;) Heeh
Eigið annars öll gleðileg jól og við hlökkum til að mæta á morgun :)
Komið frá henni sjálfri. Hlakka líka til morgundagsins.Gaman að vera öll saman og njóta matar og nærandi samfélags.
Skrifa ummæli