Þetta var góð törn. Bráðum sex vikur stanslaust með nefið ofan í tölvunni eða bókunum. Í dag var síðasta prófið þetta vorið. Fyrsta önnin að baki í mastersnáminu. "Bara" þrjár eftir. Það getur verið að ég eigi samt bara eina önn eftir í fögum. Það er ekki alveg útilokað að ég skrifi "stærri" ritgerðina. Ef svo færi, taka skrifin tvær annir. það veltur á hvort ég fæ leyfi til að skrifa um ákveðið efni sem mig langar til að skrifa um. Vandamálið er að það er í frumvarps formi ennþá og gengur ekkert að þoka því í gegnum þingið. Þetta eru ný byggingar- og skipulagslög. BA ritgerðin mín var um svipað efni byggð á núverandi lögum. Það var alltaf hugmyndin að skrifa mastersritgerðina á grunni nýju laganna sem gengur illa að gera að lögum.....
Þetta kemur allt í ljós. Ég er kátur með prófalokin núna hvað sem framhaldið verður. Á morgun verður brunað á Akureyri. Rúnar er að halda upp á fimmtugsafmælið sitt. Það er stór áfangi og vert að halda upp á það.
Svo tekur við að reyna að vinna fyrir næsta skólaári. Ég vona að eitthvað verði að gera hjá mér. Ef þig vantar smið - þá hringirðu í mig. Ef þig vantar lögfræðing sérstaklega varðandi byggingatengd mál - þá hringirðu í mig.....
Einfalt... og þægilegra verður það ekki.
3 ummæli:
Mig vantar smið =) Það varðar gluggakistur ;)
Eigum við kannski að semja.....!
Já hvernig væri það ;)
Skrifa ummæli