Það er skelfilegt að fylgjast með fréttum frá Noregi. Ungur norðmaður gerir sjálfan sig að einum versta fjöldamorðingja sögunnar. Flestir þeirra sem létust voru innan við tvítugt.
Hversu ruglaður ætli hægt sé að verða af áróðri og hatri? Nógu ruglaður til að sprengja og myrða nærri hundrað manns - ekki af stofni þeirra sem hann hataði mest heldur af eigin stofni, sitt eigið fólk.
Skömmina tekur úr þegar hann segist vera kristinn maður. Ætli hans sjúka huga detti í hug að morðin á hans eigin fólki geri hann að betri fulltrúa kristinna manna gegn múslimum?
Þetta er óskiljanlegt og djöfullegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli