föstudagur, júlí 01, 2011

Nú er úti veður vott

Ekki það að ég sé einhver rigningarhatari, ég hefði bara þegið að hafa þurrt lengur. Ég er að atast í kofanum, smá breytingar utandyra svo nú get ég nagað mig í handarbökin fyrir að hafa ekki haft vaðið fyrir neðan mig og tekið með regnföt.

"Enginn er verri þó hann vökni" var mamma vön að segja og ég hef sjálfur oft tekið mér þessi orð í munn vegna einhverra vælukjóa svo nú þýðir ekkert að vera að þessu væli sjálfur heldur hundskast út og reyna að gera eitthvað af viti... Hipp hipp þó þetta sé nú enginn smá skúr, það er ekki hundi út sigandi.

Sjitt.

Engin ummæli: