Það hefur ekki verið mikill tími til að slá garðinn það sem af er sumri. Þó hefur hann ekki orðið neitt í líkingu við það sem hann var í fyrrasumar þegar ég þurfti að slá hann allan með orfinu því sláttuvélin réð ekki við hann.
Dagskráin í dag var meðal annars að slá garðinn þar sem hann er orðinn leiðinlega loðinn. Einu vonbrigðin hvað það varðar er að nú er steypiregn og það hefur tíðkast hér að slá í sól en ekki grenjandi rigningu.
Út vil ek samt og sleginn skal garðurinn. Hef annars verið að setja upp smá sólhús við kofann í sveitinni. Glerjaði í gær og það styttist í að ég geti opnað á milli húsanna.
Njótið sumarrigningarinnar gott fólk, ég er farinn út.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli