laugardagur, júlí 30, 2011

Í morgunsárið

Ég skrapp til strandar í morgun. Ástæðan fyrir því er að nú er vatni úr Vola veitt vestur flóann og það skilar sér niður í fjöru á ýmsum stöðum. Ég hafði grun um að þetta aukna vatn gæti freistað sjóbirtings til að ganga á fleiri stöðum en ella svo ég skrapp í læk sem rennur vestan við Stokkseyri til að tékka á þessu. Vatnið er mun meira en venja er en engan sá ég fiskinn. Það var enda von því einhver hefur haft þennan sama grun og ég því búið var að girða fyrir ósinn með neti. Það var því engin furða að ekki sæist fiskur fyrir ofan.

Þessi helgi ætlar að verða blaut eins og flestar aðrar verslunarmannahelgar enda ástæðulaust að vera að bregða út af vananum. Ég hefði þó alveg verið til í sumar og sól.
Við bregðum undir okkur betri fætinum á eftir og skreppum í ættargrillið okkar systkinanna og bætum aðeins á bumbuna. Annars er Íris búin að mana okkur í átak, 100 daga burpees. Það er einhver crossfit æfing sem ég hef grun um að sé ekki mjög bumbuvæn en mín er antik því hún er orðin svo gömul, maður étur þá bara aðeins meira til að varðveita hana ;-)

Engin ummæli: