Aðventan held ég sé í hugum flestra tími kertaljósa og huggulegheita og ég held að það sé einmitt formúlan að því að gera þennan tíma að tíma tilhlökkunar og eftirvæntingar eins og hann þarf að vera.
Það hefur oftast verið þannig í mínu lífi að þessi tími hefur verið frekar rólegur miðað við árið í heild, nema síðustu árin sem hafa einkennst af prófatörn á þessum tíma og svo núna er ég á kafi í framkvæmdum svo það fer lítið fyrir rólegheitunum þessa dagana.
Ég ætla samt að taka einn aðventufrídag þar sem við Erlan gerum ekkert nema njóta lífsins og dinglumst í bænum, hittum krakkana og gerum eitthvað úber skemmtilegt, svo maður sletti aðeins.
Vinnudagur í dag og sjáum svo til. Njótið dagsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli