á neyðaraðstoð, eru skilaboðin til okkar af hörmungunum í Asíu. Það er staðreynd að fjarlægðin gerir okkur ómeðvitaðri um þær hörmungar sem yfir dynja úti í hinum stóra heimi og manni finnst einhvernvegin alltaf að aðrir muni hjálpa.
Allt sem nú þarf er samansafn af mjög mörgum þúsundköllum..... þar sem hver einn þúsundkall hefur sama vægi og hinir.
Við erum að fara að halda áramót. Við Íslendingar höldum áramót með meiri klassa en annarsstaðar þekkist í veröldinni.
Flest kaupum við eitthvað af púðri til að brenna þetta kvöld.
Hvernig væri nú að líta upp úr nægtabúrinu og til þessara hörmunga og svara kallinu um aðstoð. Væri ekki púðurpeningurinn þetta árið betur kominn í lyf eða mat fyrir þetta hrjáða fólk.
Væri nokkuð svo galið að sýna börnunum okkar í verki hvar áherslan liggur hjá okkur.
Hvatning mín til okkar er að brenna ekki peningunum þetta árið heldur leggja sömu upphæð og annars væri brennd á gamlárskvöld, í púkkið til hjálpar. Rauði krossinn er með söfnun í gangi. Með því að hringja í síma 907 2020 skuldfærirðu einn þúsundkall til söfnunarinnar.
Ég held að enginn hér muni eiga verri áramót fyrir vikið en kannski munu einhverjir eiga þau raunverulega betri.......... vegna þess að einhver norður á íslandi ákvað að gefa eina handfylli, fyrir púðurpeningana sína.
Eigið góðan dag.
þriðjudagur, desember 28, 2004
laugardagur, desember 25, 2004
Gleðileg friðarjól.
Loksins komin einu sinni enn. Hátíðleikinn allsstaðar hvert sem litið er. Allir fínt klæddir og í góða skapinu sínu. Besti matur ársins á borðum. Friður og stóísk ró. Andi jólanna yfir öllum. Færir hugann til baka um 35 – 40 ár þegar ég var barn í foreldrahúsum, þangað sem fyrirmynd jólanna minna er komin. Þá var desember lengri mánuður en í dag.....! Þá létu jólin bíða eftir sér. Eftirvæntingin óbærileg á köflum. "Jólastundin okkar" stytti aðfangadag svolítið en samt var hann ofboðslega langur. Klukkuspilið í útvarpinu hljómaði eins og frelsandi engill, biðin á enda. Bara eftir að borða jólamatinn og svo loksins hátindurinn........ pakkarnir.
Jú þetta voru pakkajól þá eins og nú. Innihaldið kannski fábrotnara en gleðin jafnríkjandi þá og nú yfir innihaldinu..... Ekki minni.
En það er hátíðleikinn sem stendur upp úr í minningunni. Þessi friður og heilagleiki sem ég man svo vel og sæki svo fast að prýði okkar heimili á jólum.
Og sannarlega er það þannig, ég er ánægður og þakklátur fyrir það
Gleðileg jól öll sömul.
Jú þetta voru pakkajól þá eins og nú. Innihaldið kannski fábrotnara en gleðin jafnríkjandi þá og nú yfir innihaldinu..... Ekki minni.
En það er hátíðleikinn sem stendur upp úr í minningunni. Þessi friður og heilagleiki sem ég man svo vel og sæki svo fast að prýði okkar heimili á jólum.
Og sannarlega er það þannig, ég er ánægður og þakklátur fyrir það
Gleðileg jól öll sömul.
fimmtudagur, desember 23, 2004
Jólagjöfin mín í ár...
ekki metin er til fjár. Einkunnir allar í höfn eftir erfiða önn. Gott að labba sér inn í jólin með það.
Ég fékk skötu í hádeginu. Sú sterkasta sem ég hef smakkað, sló öll met, oft þó fengið hana hressilega áður. Ég held að skinnið hafi bráðnað úr gómnum á mér. Allavega er ennþá blóðbragð.....Kannski aðeins ýkt.
Erla er að pakka jólagjöfum hér frammi í eldhúsi, hún er yndislegt eintak. Mér sýnist jólin ætla að koma þó ekki sé búið að eyða miklum tíma í stress og jólapanik. Það er kominn jólaglampi í augun á henni enda leitun að öðru eins jólabarni.
Það er gott, því jólin eru og eiga að vera tilhlökkunarefni. Verst þykir mér hvað kaupmönnum hefur tekist að stela miklu af jólunum frá frelsaranum sem fæddist á Betlehemsvöllum og gert þau að dansiballi mammons (sem sumir segja (Rúv að kenna), að ég sé að taka þátt í....hrmpf) .
Eina svarið við þessu er að passa sjálfan sig og taka ekki þátt í þessum stríðsdansi. Það er víst með það eins og annað, maður hefur val. Ég hef allavega valið gamla hátíðleikann, fjárhirðana og boðskapinn um fæddan frelsara í borg Davíðs og frið og fögnuð á jörðu sem engillinn boðaði á völlum Betlehems.
Sjálfsagt er að gleðjast og gleðja aðra með gjöfum en gott er að stilla á meðalhófið í gjafaflóðinu.
Nú er Eyglóin okkar komin að norðan. Hún verður hjá okkur um jólin, sama jólabarnið og móðir hennar. Íris og Karlott verða hjá okkur á morgun með litlu afastelpurnar sínar, svo koma Arna og Davíð með sínar litlu afastelpur um áramótin. Hrund mín er að vinna í kvöld, hörkudugleg framkvæmdakona. Það væri ekki hægt annað, jafnvel fyrir sjálfan Grinch, en að smitast af þessari fölskvalausu jólagleði sem ég finn svo skemmtilega hjá þeim öllum mæðgunum, yndislegar allar.
Gerið eins og ég gott fólk, njótið daganna.
Ég fékk skötu í hádeginu. Sú sterkasta sem ég hef smakkað, sló öll met, oft þó fengið hana hressilega áður. Ég held að skinnið hafi bráðnað úr gómnum á mér. Allavega er ennþá blóðbragð.....Kannski aðeins ýkt.
Erla er að pakka jólagjöfum hér frammi í eldhúsi, hún er yndislegt eintak. Mér sýnist jólin ætla að koma þó ekki sé búið að eyða miklum tíma í stress og jólapanik. Það er kominn jólaglampi í augun á henni enda leitun að öðru eins jólabarni.
Það er gott, því jólin eru og eiga að vera tilhlökkunarefni. Verst þykir mér hvað kaupmönnum hefur tekist að stela miklu af jólunum frá frelsaranum sem fæddist á Betlehemsvöllum og gert þau að dansiballi mammons (sem sumir segja (Rúv að kenna), að ég sé að taka þátt í....hrmpf) .
Eina svarið við þessu er að passa sjálfan sig og taka ekki þátt í þessum stríðsdansi. Það er víst með það eins og annað, maður hefur val. Ég hef allavega valið gamla hátíðleikann, fjárhirðana og boðskapinn um fæddan frelsara í borg Davíðs og frið og fögnuð á jörðu sem engillinn boðaði á völlum Betlehems.
Sjálfsagt er að gleðjast og gleðja aðra með gjöfum en gott er að stilla á meðalhófið í gjafaflóðinu.
Nú er Eyglóin okkar komin að norðan. Hún verður hjá okkur um jólin, sama jólabarnið og móðir hennar. Íris og Karlott verða hjá okkur á morgun með litlu afastelpurnar sínar, svo koma Arna og Davíð með sínar litlu afastelpur um áramótin. Hrund mín er að vinna í kvöld, hörkudugleg framkvæmdakona. Það væri ekki hægt annað, jafnvel fyrir sjálfan Grinch, en að smitast af þessari fölskvalausu jólagleði sem ég finn svo skemmtilega hjá þeim öllum mæðgunum, yndislegar allar.
Gerið eins og ég gott fólk, njótið daganna.
þriðjudagur, desember 21, 2004
Ég er búðarsjúkur......!
Mættur snemma í morgun í Smáralindina. Hafði búðina næstum út af fyrir mig, gat valsað um án þess að vera að kafna í mannmergð.
Það var þó af hagkvæmnisástæðum en ekki að ég gæti ekki beðið með það lengur fram á daginn. Ég er nefnilega búðarsjúkur. Alveg satt.
Það er að segja mér leiðist þær sjúklega mikið og þess vegna er ég þannig séð búðarsjúkur.
Það skondna við þessa búðarferð mína í morgun í Smáralindina var að ég var króaður af af sjónvarpsfólki sem þurfti að vita hvernig mér þætti að vakna svona snemma í skammdeginu...? Til að fara í búðir.
Klukkan var samt orðin meira en tíu.
Eftir að hafa tjáð mig um svefnvenjur mínar í skammdeginu við sjónvarpsfólkið og tjáð þeim að ég væri bara vanur að vakna svona snemma og kominn út í bíl, fattaði ég hvað þetta var skondið. Erling búðarsjúki mættur í Smáralindina snemma dags að versla, og gripinn glóðvolgur svo allir gætu séð að Erling búðarsjúki var mættur.
Erling búðarsjúki fer nefnilega einu sinni á ári í búðir....... þá til að kaupa jólagjafir.
Skemmtilegt þetta líf.
Það var þó af hagkvæmnisástæðum en ekki að ég gæti ekki beðið með það lengur fram á daginn. Ég er nefnilega búðarsjúkur. Alveg satt.
Það er að segja mér leiðist þær sjúklega mikið og þess vegna er ég þannig séð búðarsjúkur.
Það skondna við þessa búðarferð mína í morgun í Smáralindina var að ég var króaður af af sjónvarpsfólki sem þurfti að vita hvernig mér þætti að vakna svona snemma í skammdeginu...? Til að fara í búðir.
Klukkan var samt orðin meira en tíu.
Eftir að hafa tjáð mig um svefnvenjur mínar í skammdeginu við sjónvarpsfólkið og tjáð þeim að ég væri bara vanur að vakna svona snemma og kominn út í bíl, fattaði ég hvað þetta var skondið. Erling búðarsjúki mættur í Smáralindina snemma dags að versla, og gripinn glóðvolgur svo allir gætu séð að Erling búðarsjúki var mættur.
Erling búðarsjúki fer nefnilega einu sinni á ári í búðir....... þá til að kaupa jólagjafir.
Skemmtilegt þetta líf.
mánudagur, desember 20, 2004
Mikill vill meira...
Ákveðin þróun er í gangi hér á landi sem sennilega verður ekki stoppuð.
Gjáin milli fátækra og ríkra er að stækka. Afhverju er þessu svona misskipt. Við opnum ekki svo fjölmiðil öðruvísi en að fregna um útþenslu fjármagnseigenda. Hvaðan fá þeir peningana? Þeir blása út eins og blöðrur sem blásið er í meðan skuldarar krumpast saman eins og blöðrur sem hleypt er úr. Ástæðan er auðvitað ofureinföld. Fjármagnið flyst stöðuglega frá skuldurum til fjármagnseigenda. Annar hópurinn borgar vexti en hinn þiggur vexti. Þetta er bara eins og tveir vatnstankar, úr öðrum þeirra rennur stöðuglega yfir í hinn. Allir sjá auðvitað hvað þá gerist. Munurinn verður meiri og meiri dag frá degi. Árlega skipta milljarðarnir um vasa með þessum ósýnilega og lúmska hætti. Ekki er nóg með að fólk þurfi að taka sér lán fyrir ýmsum nauðsynjum hjá þeim sem eiga fé heldur dynja látlaust hvatningarnar og gylliboðin um allskyns lánakjör fyrir hinu og þessu sem fólki er talið trú um að sé nauðsyn. Þessi markaðssetning á fjármagni er svo lúmsk og óvægin að langflestir spila með. Bakvið allt þetta er hinn óseðjandi hvoftur mikils sem vill meira. Þetta er heilaþvottur af verstu gerð og óhollt fyrir ungt fólk að alast upp við þetta. Allstaðar er kroppað í budduna.
Ég skil ekki hversvegna ekki er kennt í skólum hvernig fara á með peninga. Innprentun alveg frá grunnskóla og upp úr. Fag sem myndi festa þessi einföldu sannindi inn í kollinn á börnunum að græddur er geymdur eyrir og gera þeim ljóst hvað það kostar mikið að skulda.
Algengt er að krakkar uppúr tvítugu séu orðnir svo skuldsettir að varla er von um að þeir haldi sjó og vísast að þeir lenda fyrr en síðar í gjaldþroti.
Þetta er hörmuleg staðreynd.
Eina leiðin til að stoppa eða hægja á þessari þróun er að gera þeim sem núna eru að vaxa úr grasi grein fyrir þessu og fólk hætti að taka þátt í þessari gengdarlausu neyslu og endalausu lántökum. Að öðrum kosti verður hér mikill stéttamunur. Gríðarlegt ríkidæmi og sárasta fátækt. Þetta er rétt handan hornsins og sér þess þegar merki.
Meðan þetta er ekki kennt í skólum er besta forvörnin að við kennum börnunum okkar þetta sjálf. Takið þau reglulega í kennslustund, varið þau við og verið fyrirmyndin sem þau þurfa. Það getur orðið of seint að byrgja brunninn seinna. Þau munu þakka ykkur það síðar.
Njótið aðventunnar áfram.
Gjáin milli fátækra og ríkra er að stækka. Afhverju er þessu svona misskipt. Við opnum ekki svo fjölmiðil öðruvísi en að fregna um útþenslu fjármagnseigenda. Hvaðan fá þeir peningana? Þeir blása út eins og blöðrur sem blásið er í meðan skuldarar krumpast saman eins og blöðrur sem hleypt er úr. Ástæðan er auðvitað ofureinföld. Fjármagnið flyst stöðuglega frá skuldurum til fjármagnseigenda. Annar hópurinn borgar vexti en hinn þiggur vexti. Þetta er bara eins og tveir vatnstankar, úr öðrum þeirra rennur stöðuglega yfir í hinn. Allir sjá auðvitað hvað þá gerist. Munurinn verður meiri og meiri dag frá degi. Árlega skipta milljarðarnir um vasa með þessum ósýnilega og lúmska hætti. Ekki er nóg með að fólk þurfi að taka sér lán fyrir ýmsum nauðsynjum hjá þeim sem eiga fé heldur dynja látlaust hvatningarnar og gylliboðin um allskyns lánakjör fyrir hinu og þessu sem fólki er talið trú um að sé nauðsyn. Þessi markaðssetning á fjármagni er svo lúmsk og óvægin að langflestir spila með. Bakvið allt þetta er hinn óseðjandi hvoftur mikils sem vill meira. Þetta er heilaþvottur af verstu gerð og óhollt fyrir ungt fólk að alast upp við þetta. Allstaðar er kroppað í budduna.
Ég skil ekki hversvegna ekki er kennt í skólum hvernig fara á með peninga. Innprentun alveg frá grunnskóla og upp úr. Fag sem myndi festa þessi einföldu sannindi inn í kollinn á börnunum að græddur er geymdur eyrir og gera þeim ljóst hvað það kostar mikið að skulda.
Algengt er að krakkar uppúr tvítugu séu orðnir svo skuldsettir að varla er von um að þeir haldi sjó og vísast að þeir lenda fyrr en síðar í gjaldþroti.
Þetta er hörmuleg staðreynd.
Eina leiðin til að stoppa eða hægja á þessari þróun er að gera þeim sem núna eru að vaxa úr grasi grein fyrir þessu og fólk hætti að taka þátt í þessari gengdarlausu neyslu og endalausu lántökum. Að öðrum kosti verður hér mikill stéttamunur. Gríðarlegt ríkidæmi og sárasta fátækt. Þetta er rétt handan hornsins og sér þess þegar merki.
Meðan þetta er ekki kennt í skólum er besta forvörnin að við kennum börnunum okkar þetta sjálf. Takið þau reglulega í kennslustund, varið þau við og verið fyrirmyndin sem þau þurfa. Það getur orðið of seint að byrgja brunninn seinna. Þau munu þakka ykkur það síðar.
Njótið aðventunnar áfram.
fimmtudagur, desember 16, 2004
Eggjasölukonur....???
Maður sér fyrir sér konur í kjólum á torginu með fullar körfur af eggjum þegar maður heyrir þetta orð. Konur að selja samferðafólki sínu hænuegg.
Nútíma eggjasölukonur eru ekki að selja hænuegg, nei þær selja konuegg. Mikil eftirspurn er eftir konueggjum. Svo mikil að það er verið að auglýsa eftir þeim........til útungunar.
Þetta hljómar eins og falskur tónn Er þetta ekki einum of langt gengið? Hvernig þróast svona lagað? Verður hægt að tala um góðar varpkonur? Verður til eggjamarkaður... mikið úrval eggja, eigum gott úrval eggja á verði frá .....? Eða, egg á hálfvirði, lítilsháttar útlitsgölluð.
Þetta er kannski háðskur húmor en ef að er gáð. Hversu lágt er hægt að leggjast? Hvar ætlar maðurinn að stoppa. Ég á erfitt með að ímynda mér að konur láti ginnast af þessu. Er þetta ekki eins og að selja sjálfa sig.
Ég get skilið þegar fólk gefur egg til nákomins ættingja eða inn í sérstakar kringumstæður að vel hugsuðu máli, en vil ekki sjá þetta verða að söluvöru. Þetta á að koma við kvikuna í fólki, þetta er lífið sjálft en ekki söluvara frekar en annað mansal.
Fuglarnir verja eggin sín alveg eins og ungana sína af því að þau eru afkvæmi þeirra.
Hvar liggur munurinn?
Maður spyr sig.
Nútíma eggjasölukonur eru ekki að selja hænuegg, nei þær selja konuegg. Mikil eftirspurn er eftir konueggjum. Svo mikil að það er verið að auglýsa eftir þeim........til útungunar.
Þetta hljómar eins og falskur tónn Er þetta ekki einum of langt gengið? Hvernig þróast svona lagað? Verður hægt að tala um góðar varpkonur? Verður til eggjamarkaður... mikið úrval eggja, eigum gott úrval eggja á verði frá .....? Eða, egg á hálfvirði, lítilsháttar útlitsgölluð.
Þetta er kannski háðskur húmor en ef að er gáð. Hversu lágt er hægt að leggjast? Hvar ætlar maðurinn að stoppa. Ég á erfitt með að ímynda mér að konur láti ginnast af þessu. Er þetta ekki eins og að selja sjálfa sig.
Ég get skilið þegar fólk gefur egg til nákomins ættingja eða inn í sérstakar kringumstæður að vel hugsuðu máli, en vil ekki sjá þetta verða að söluvöru. Þetta á að koma við kvikuna í fólki, þetta er lífið sjálft en ekki söluvara frekar en annað mansal.
Fuglarnir verja eggin sín alveg eins og ungana sína af því að þau eru afkvæmi þeirra.
Hvar liggur munurinn?
Maður spyr sig.
sunnudagur, desember 12, 2004
Þrýstingsfall á mælunum......
Lífið er sinfonía. Sumir kaflar stríðir og strembnir, aðrir mildir og angurværir.
Eftir ómstríðan og kraftmikinn kafla undanfarið var gott að svífa á mjúku tónunum um helgina. Við sem sagt áttum pantað jólahlaðborð á Hótel Flúðum eftir prófin.
Það var ljúft. Vinir okkar Heiðar og Sigrún nutu þeirrar ánægju að vera með okkur :)
Það kom skemmtilega á óvart hvað þetta hótel er fallegt og ríkulega búið. Hlaðborðið var hlaðið kræsingum, flestum góðum, þó misgóðum eins og gengur eftir tegundum og smekk. Hrátt hangikjöt fangaði mína bragðkirtla framar öðru sem á boðstólum var, eins var gaman að smakka hrátt marinerað lambakjöt. Allavega nutum við ánægjulegrar kvöldstundar þarna með vinum okkar í sveitarómantíkinni.
Við vöknuðum svo endurnærð í morgun þarna í sælunni og kíktum í morgunverðinn.
Þar var annað nýnæmi sem ég hef hvergi séð á morgunverðarhlaðborði á hóteli fyrr. Vöffludeig og sjóðheitt vöfflujárn við hliðina. Það var smart hjá þeim að bjóða uppá svona vöfflu self service með morgunmatum. Þeir fá fjórar stjörnur hjá mér fyrir frumlegheit.
Á heimleiðinni kíktum við aðeins í Eden í Hveragerði og skoðuðum aldingarðinn hans Braga. Kíktum þar á ljósmyndasýningu með mjög flottum ljósmyndum eftir Raxa á mogganum og Óskar Andra sem ég þekki ekki deili á.
Við vorum öll sammála um að teygja aðeins á þessum ljúfu nótum svo við ákváðum að renna niður að Ölfusárósi. Þar er nýlegur veitingastaður sem heitir Hafið bláa, ber nafn með rentu því hann stendur einn og sér þarna á fjörukambinum út við úfið Atlantshafið. Þar settumst við inn og keyptum okkur kaffibolla og nutum útsýnisins. Stórbrotið brim að leika sér við að flengja fjörugrjótið með fílefldum hrömmum sínum, mávar að berjast gegn rokinu og seltunni og selur sem lét eins og hann ætti heima þarna í rótinu.
Datt í hug kötturinn okkar. Ósanngjarnt hvað lífið er skepnunum miserfitt (mannskeppnan þar ekki undanskilin)
Við Erla enduðum helgina svo með heimsókn til Írisar og Karlotts og dætranna þeirra tveggja. Þar fengum við heitt súkkulaði og með því osta og fleira góðmeti, ummmm, eins og þetta á að vera á aðventunni.
Mitt mat: Frábært.
Eftir ómstríðan og kraftmikinn kafla undanfarið var gott að svífa á mjúku tónunum um helgina. Við sem sagt áttum pantað jólahlaðborð á Hótel Flúðum eftir prófin.
Það var ljúft. Vinir okkar Heiðar og Sigrún nutu þeirrar ánægju að vera með okkur :)
Það kom skemmtilega á óvart hvað þetta hótel er fallegt og ríkulega búið. Hlaðborðið var hlaðið kræsingum, flestum góðum, þó misgóðum eins og gengur eftir tegundum og smekk. Hrátt hangikjöt fangaði mína bragðkirtla framar öðru sem á boðstólum var, eins var gaman að smakka hrátt marinerað lambakjöt. Allavega nutum við ánægjulegrar kvöldstundar þarna með vinum okkar í sveitarómantíkinni.
Við vöknuðum svo endurnærð í morgun þarna í sælunni og kíktum í morgunverðinn.
Þar var annað nýnæmi sem ég hef hvergi séð á morgunverðarhlaðborði á hóteli fyrr. Vöffludeig og sjóðheitt vöfflujárn við hliðina. Það var smart hjá þeim að bjóða uppá svona vöfflu self service með morgunmatum. Þeir fá fjórar stjörnur hjá mér fyrir frumlegheit.
Á heimleiðinni kíktum við aðeins í Eden í Hveragerði og skoðuðum aldingarðinn hans Braga. Kíktum þar á ljósmyndasýningu með mjög flottum ljósmyndum eftir Raxa á mogganum og Óskar Andra sem ég þekki ekki deili á.
Við vorum öll sammála um að teygja aðeins á þessum ljúfu nótum svo við ákváðum að renna niður að Ölfusárósi. Þar er nýlegur veitingastaður sem heitir Hafið bláa, ber nafn með rentu því hann stendur einn og sér þarna á fjörukambinum út við úfið Atlantshafið. Þar settumst við inn og keyptum okkur kaffibolla og nutum útsýnisins. Stórbrotið brim að leika sér við að flengja fjörugrjótið með fílefldum hrömmum sínum, mávar að berjast gegn rokinu og seltunni og selur sem lét eins og hann ætti heima þarna í rótinu.
Datt í hug kötturinn okkar. Ósanngjarnt hvað lífið er skepnunum miserfitt (mannskeppnan þar ekki undanskilin)
Við Erla enduðum helgina svo með heimsókn til Írisar og Karlotts og dætranna þeirra tveggja. Þar fengum við heitt súkkulaði og með því osta og fleira góðmeti, ummmm, eins og þetta á að vera á aðventunni.
Mitt mat: Frábært.
laugardagur, desember 11, 2004
miðvikudagur, desember 08, 2004
Á kafi.......
Það sést lítið af gamla þessa dagana. Viðveran er heima og vinnan er bækurnar.
Þrjú próf eru búin af fjórum. Hefur gengið misvel eftir fögum en vonandi nógu vel. Á eftir að fá einkunnir....kyngj.
Kærkomið í bili þegar þessu lýkur.
Hún Arna mín sá ástæðu til að hressa uppá myglaðan pabba sinn og sendi mér þennan:
Húsbóndinn á heimilinu var í rosa stuði og ákvað að taka til og ryksuga. Hann tók líka til föt af sér og setti í þvottavélina (góðir sem vita hvað það er)
Hann kallar á húsfreyjuna og spyr á hvaða hita hann eigi að stilla vélina til að þvo peysuna sína. Húsfreyjan kallar á móti: Hvað stendur á henni? Hann svarar: "Húsasmiðjan" :)
Var einhver að segja að kallar gætu ekki þvegið.
Þrjú próf eru búin af fjórum. Hefur gengið misvel eftir fögum en vonandi nógu vel. Á eftir að fá einkunnir....kyngj.
Kærkomið í bili þegar þessu lýkur.
Hún Arna mín sá ástæðu til að hressa uppá myglaðan pabba sinn og sendi mér þennan:
Húsbóndinn á heimilinu var í rosa stuði og ákvað að taka til og ryksuga. Hann tók líka til föt af sér og setti í þvottavélina (góðir sem vita hvað það er)
Hann kallar á húsfreyjuna og spyr á hvaða hita hann eigi að stilla vélina til að þvo peysuna sína. Húsfreyjan kallar á móti: Hvað stendur á henni? Hann svarar: "Húsasmiðjan" :)
Var einhver að segja að kallar gætu ekki þvegið.
föstudagur, desember 03, 2004
Blessað barnalán.....
Og enn bætist við hópinn okkar. Yndisleg lítil stúlka (kemur á óvart) Katrín Tara Karlottsdóttir fæddist í morgun klukkan korter yfir sex.
Stóra systirin svaf hjá afa sínum og ömmu í nótt og vaknaði við þessar fréttir.
Þar með tilkynnti hún okkur afar hróðug að hún væri orðin stóra systir og núna ætti hún orðið litlu systir eins og Danía Rut. Hefur sennilega raskað eitthvað jafnaðarhugmyndum hennar og sanngirniskennd. Íris mín og Karlott, innilega til hamingju með nýja gullmolann.
Þær eru nefnilega gullmolar í gegn allar.
Þetta tilkynnir hér með ættfaðirinn
Afi hinn stolti
Stóra systirin svaf hjá afa sínum og ömmu í nótt og vaknaði við þessar fréttir.
Þar með tilkynnti hún okkur afar hróðug að hún væri orðin stóra systir og núna ætti hún orðið litlu systir eins og Danía Rut. Hefur sennilega raskað eitthvað jafnaðarhugmyndum hennar og sanngirniskennd. Íris mín og Karlott, innilega til hamingju með nýja gullmolann.
Þær eru nefnilega gullmolar í gegn allar.
Þetta tilkynnir hér með ættfaðirinn
Afi hinn stolti
miðvikudagur, desember 01, 2004
Ég hef lært lexíu.....!
Kannski kemur það aldrei. Ég er búinn að sjá og heyra nógu marga tala um drauma sína og framtíðarþrár. Hugmyndir sem síðan fjarar undan með útsoginu og verða aldrei annað en blautur sandur sem segir sögu af því sem hefði getað orðið en varð ekki vegna eins orðs........ “seinna”.
Nostalgía þýðir fortíðarhyggja. Fortíðarhyggja er svo sem ágæt ef minningarnar eru sætar og ylja. En það gefur ekki framtíðardraumnum tækifærið sem hann þarf til að rætast.
Eini möguleikinn er að nota núið og framkvæma. Núið er að skrifa söguna þína.
Það er eina tíðin sem þú ræður einhverju um. Með öðrum orðum, leggðu af stað, því allar ferðir byrja á fyrsta skrefinu, og síðan annað koll af kolli eitt í einu.
Alltof margir líta til baka þegar húmar að hjá þeim og sjá þá að “seinna” kom ekki, því það gekk allan tímann á undan þeim og fjarlægðin í það styttist aldrei.
Gerðu það sem hugur þinn stefnir til. Sparkaðu "seinna" út af veginum þínum. Notaðu tímann. Oftast eru stærstu hindranirnar ímyndanir í höfðinu á þér.
Kannski kemur “seinna” ekkert.
Nostalgía þýðir fortíðarhyggja. Fortíðarhyggja er svo sem ágæt ef minningarnar eru sætar og ylja. En það gefur ekki framtíðardraumnum tækifærið sem hann þarf til að rætast.
Eini möguleikinn er að nota núið og framkvæma. Núið er að skrifa söguna þína.
Það er eina tíðin sem þú ræður einhverju um. Með öðrum orðum, leggðu af stað, því allar ferðir byrja á fyrsta skrefinu, og síðan annað koll af kolli eitt í einu.
Alltof margir líta til baka þegar húmar að hjá þeim og sjá þá að “seinna” kom ekki, því það gekk allan tímann á undan þeim og fjarlægðin í það styttist aldrei.
Gerðu það sem hugur þinn stefnir til. Sparkaðu "seinna" út af veginum þínum. Notaðu tímann. Oftast eru stærstu hindranirnar ímyndanir í höfðinu á þér.
Kannski kemur “seinna” ekkert.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)