föstudagur, desember 03, 2004

Blessað barnalán.....

Og enn bætist við hópinn okkar. Yndisleg lítil stúlka (kemur á óvart) Katrín Tara Karlottsdóttir fæddist í morgun klukkan korter yfir sex.
Stóra systirin svaf hjá afa sínum og ömmu í nótt og vaknaði við þessar fréttir.
Þar með tilkynnti hún okkur afar hróðug að hún væri orðin stóra systir og núna ætti hún orðið litlu systir eins og Danía Rut. Hefur sennilega raskað eitthvað jafnaðarhugmyndum hennar og sanngirniskennd. Íris mín og Karlott, innilega til hamingju með nýja gullmolann.
Þær eru nefnilega gullmolar í gegn allar.


Þetta tilkynnir hér með ættfaðirinn
Afi hinn stolti

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með aukinn gullforða!!! Ferð að nálgast Fort Knox.
Kkv. Gittan Glaðværa.

Erling.... sagði...

Þekki ekki manninn, en hlýtur að vera einhver snillingur fyrst gullið rennur honum svona ljúflega í fang..

Nafnlaus sagði...

Bara til útskýringar þá er Fort Knox svona eins og seðlabankinn okkar - sem sagt gullforðabúr Bandaríkjanna og er þar geymd ein og ein gullstöng.
KKv. Gittan Glaðværa.

Erling.... sagði...

Nú ég sem hélt að þetta væri einhver verðugur keppinautur :)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með nýjasta barbabarnið - baráttukveðjur í prófunum. ´Eg hef trú á þér.
Kv,Kata

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með nýjasta barnabarnið - baráttukveðjur í prófunum. ´Eg hef trú á þér.
Kv,Kata

ps. vara eitthvað sifjuð áðan, hehe ;)

Heidar sagði...

STELPA ?????? Það getur ekki verið. :-)

Innilega til hamingju, enn eykst auður ykkar.

Erling.... sagði...

Barbabrella

Kletturinn sagði...

Innilega til hamingju líka.

Í höllu hljómar stúlknakór
hans hátign sæll og glaður
Ættin hans er orðin stór
og vænkast afans hagur.

Sumar stórar og aðrar minni
gleðja ömmunnar hjarta
Stelpur aftur og enn að sinni
skapa þeim framtíð bjarta.


Drottinn blessi ykkur blessað barnalánið og þangað til ég eignast mín eigin barnabörn er ég alveg til í að eiga með ykkur smá í ykkar. Enda á ég formlega eins og einn lítinn yndismeyjarfingur.

Kærar kveðjur, Kiddi Klettur