fimmtudagur, desember 16, 2004

Eggjasölukonur....???

Maður sér fyrir sér konur í kjólum á torginu með fullar körfur af eggjum þegar maður heyrir þetta orð. Konur að selja samferðafólki sínu hænuegg.
Nútíma eggjasölukonur eru ekki að selja hænuegg, nei þær selja konuegg. Mikil eftirspurn er eftir konueggjum. Svo mikil að það er verið að auglýsa eftir þeim........til útungunar.
Þetta hljómar eins og falskur tónn Er þetta ekki einum of langt gengið? Hvernig þróast svona lagað? Verður hægt að tala um góðar varpkonur? Verður til eggjamarkaður... mikið úrval eggja, eigum gott úrval eggja á verði frá .....? Eða, egg á hálfvirði, lítilsháttar útlitsgölluð.

Þetta er kannski háðskur húmor en ef að er gáð. Hversu lágt er hægt að leggjast? Hvar ætlar maðurinn að stoppa. Ég á erfitt með að ímynda mér að konur láti ginnast af þessu. Er þetta ekki eins og að selja sjálfa sig.
Ég get skilið þegar fólk gefur egg til nákomins ættingja eða inn í sérstakar kringumstæður að vel hugsuðu máli, en vil ekki sjá þetta verða að söluvöru. Þetta á að koma við kvikuna í fólki, þetta er lífið sjálft en ekki söluvara frekar en annað mansal.
Fuglarnir verja eggin sín alveg eins og ungana sína af því að þau eru afkvæmi þeirra.
Hvar liggur munurinn?
Maður spyr sig.

1 ummæli:

Kletturinn sagði...

Sannarlega er ég sammála þessu. Kannski endar þetta eins og harmleikurinn í henni Ameríku þar sem kona stal áttamánaða meðgengnu barni úr kviði móður sinnar og við aðgerðina drap móðurina. Ótrúleg grimmd.