laugardagur, desember 25, 2004

Gleðileg friðarjól.

Loksins komin einu sinni enn. Hátíðleikinn allsstaðar hvert sem litið er. Allir fínt klæddir og í góða skapinu sínu. Besti matur ársins á borðum. Friður og stóísk ró. Andi jólanna yfir öllum. Færir hugann til baka um 35 – 40 ár þegar ég var barn í foreldrahúsum, þangað sem fyrirmynd jólanna minna er komin. Þá var desember lengri mánuður en í dag.....! Þá létu jólin bíða eftir sér. Eftirvæntingin óbærileg á köflum. "Jólastundin okkar" stytti aðfangadag svolítið en samt var hann ofboðslega langur. Klukkuspilið í útvarpinu hljómaði eins og frelsandi engill, biðin á enda. Bara eftir að borða jólamatinn og svo loksins hátindurinn........ pakkarnir.
Jú þetta voru pakkajól þá eins og nú. Innihaldið kannski fábrotnara en gleðin jafnríkjandi þá og nú yfir innihaldinu..... Ekki minni.
En það er hátíðleikinn sem stendur upp úr í minningunni. Þessi friður og heilagleiki sem ég man svo vel og sæki svo fast að prýði okkar heimili á jólum.
Og sannarlega er það þannig, ég er ánægður og þakklátur fyrir það

Gleðileg jól öll sömul.

Engin ummæli: