þriðjudagur, desember 28, 2004

Mesta þörf sögunnar....

á neyðaraðstoð, eru skilaboðin til okkar af hörmungunum í Asíu. Það er staðreynd að fjarlægðin gerir okkur ómeðvitaðri um þær hörmungar sem yfir dynja úti í hinum stóra heimi og manni finnst einhvernvegin alltaf að aðrir muni hjálpa.
Allt sem nú þarf er samansafn af mjög mörgum þúsundköllum..... þar sem hver einn þúsundkall hefur sama vægi og hinir.

Við erum að fara að halda áramót. Við Íslendingar höldum áramót með meiri klassa en annarsstaðar þekkist í veröldinni.
Flest kaupum við eitthvað af púðri til að brenna þetta kvöld.
Hvernig væri nú að líta upp úr nægtabúrinu og til þessara hörmunga og svara kallinu um aðstoð. Væri ekki púðurpeningurinn þetta árið betur kominn í lyf eða mat fyrir þetta hrjáða fólk.
Væri nokkuð svo galið að sýna börnunum okkar í verki hvar áherslan liggur hjá okkur.
Hvatning mín til okkar er að brenna ekki peningunum þetta árið heldur leggja sömu upphæð og annars væri brennd á gamlárskvöld, í púkkið til hjálpar. Rauði krossinn er með söfnun í gangi. Með því að hringja í síma 907 2020 skuldfærirðu einn þúsundkall til söfnunarinnar.

Ég held að enginn hér muni eiga verri áramót fyrir vikið en kannski munu einhverjir eiga þau raunverulega betri.......... vegna þess að einhver norður á íslandi ákvað að gefa eina handfylli, fyrir púðurpeningana sína.

Eigið góðan dag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góð hugmynd!! En það er satt að maður fattar kannski ekki alveg hvað neyðin er stór vegna fjarlægðarinnar! Hugsa að ég fari eftir þessari hugmyndhjá þér!
Sjáumst á eftir.
Kv. Íris og co