þriðjudagur, desember 21, 2004

Ég er búðarsjúkur......!

Mættur snemma í morgun í Smáralindina. Hafði búðina næstum út af fyrir mig, gat valsað um án þess að vera að kafna í mannmergð.
Það var þó af hagkvæmnisástæðum en ekki að ég gæti ekki beðið með það lengur fram á daginn. Ég er nefnilega búðarsjúkur. Alveg satt.
Það er að segja mér leiðist þær sjúklega mikið og þess vegna er ég þannig séð búðarsjúkur.
Það skondna við þessa búðarferð mína í morgun í Smáralindina var að ég var króaður af af sjónvarpsfólki sem þurfti að vita hvernig mér þætti að vakna svona snemma í skammdeginu...? Til að fara í búðir.
Klukkan var samt orðin meira en tíu.
Eftir að hafa tjáð mig um svefnvenjur mínar í skammdeginu við sjónvarpsfólkið og tjáð þeim að ég væri bara vanur að vakna svona snemma og kominn út í bíl, fattaði ég hvað þetta var skondið. Erling búðarsjúki mættur í Smáralindina snemma dags að versla, og gripinn glóðvolgur svo allir gætu séð að Erling búðarsjúki var mættur.
Erling búðarsjúki fer nefnilega einu sinni á ári í búðir....... þá til að kaupa jólagjafir.

Skemmtilegt þetta líf.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahahahaa.....ýkt skondið. Pabbi í Smáralindinni klukkan 10 að morgni. En snjallt hjá þér að fara svona snemma til að losna við að vera eins og sardína í dós. Jæja, sjáumst eftir 6 daga:):) Þín dóttir Arna

Nafnlaus sagði...

Þetta er gott orð BÚÐARSJÚKUR hahaha ....
Ég held að ég sé líka svona búðarsjúk...fæ heimþrá ef ég þarf að vera lengur en klukkutíma í svona "sardínudósum"
En lífið er yndislegt...
kveðja
Sirrý litla

Heidar sagði...

He he. Sá fréttina og sagði við mína: "Skömmin, hann er búinn að vera að blekkja okkur öll árin, þykist ekki hafa gaman að búðarferðum en vaknar eldsnemma (hann er í fríi) til að komast í búðirnar."

Ég er þakklátur sjónvarpinu að færa okkur sannleikann í þessu máli. Nú skil ég hvers vegna hann nennti að keyra í heilan klukkutíma til að ná í veskið sitt sem hann gleymdi: "Hann þurfti nefnilega að komast í BÚÐIR"!! Búðarsjúkur? Svo sannarlega!