miðvikudagur, desember 08, 2004

Á kafi.......

Það sést lítið af gamla þessa dagana. Viðveran er heima og vinnan er bækurnar.
Þrjú próf eru búin af fjórum. Hefur gengið misvel eftir fögum en vonandi nógu vel. Á eftir að fá einkunnir....kyngj.
Kærkomið í bili þegar þessu lýkur.

Hún Arna mín sá ástæðu til að hressa uppá myglaðan pabba sinn og sendi mér þennan:

Húsbóndinn á heimilinu var í rosa stuði og ákvað að taka til og ryksuga. Hann tók líka til föt af sér og setti í þvottavélina (góðir sem vita hvað það er)
Hann kallar á húsfreyjuna og spyr á hvaða hita hann eigi að stilla vélina til að þvo peysuna sína. Húsfreyjan kallar á móti: Hvað stendur á henni? Hann svarar: "Húsasmiðjan" :)

Var einhver að segja að kallar gætu ekki þvegið.

2 ummæli:

Eygló sagði...

Hahahaha... snilldin.. Gangi þér vel að lesa undir prófið síðasta og gangi þér svo hrúgu vel á laugardaginn!! Þú rúllar þessu upp! U can do it! manstu GÆS!!! Hehe .. Þín uppáhalds Eygló

Heidar sagði...

Og hvað svo? Er brandarinn búinn......? Ég er t.d. í peysu sem stendur á 4x4 B&L.

;-) hehehehe