ekki metin er til fjár. Einkunnir allar í höfn eftir erfiða önn. Gott að labba sér inn í jólin með það.
Ég fékk skötu í hádeginu. Sú sterkasta sem ég hef smakkað, sló öll met, oft þó fengið hana hressilega áður. Ég held að skinnið hafi bráðnað úr gómnum á mér. Allavega er ennþá blóðbragð.....Kannski aðeins ýkt.
Erla er að pakka jólagjöfum hér frammi í eldhúsi, hún er yndislegt eintak. Mér sýnist jólin ætla að koma þó ekki sé búið að eyða miklum tíma í stress og jólapanik. Það er kominn jólaglampi í augun á henni enda leitun að öðru eins jólabarni.
Það er gott, því jólin eru og eiga að vera tilhlökkunarefni. Verst þykir mér hvað kaupmönnum hefur tekist að stela miklu af jólunum frá frelsaranum sem fæddist á Betlehemsvöllum og gert þau að dansiballi mammons (sem sumir segja (Rúv að kenna), að ég sé að taka þátt í....hrmpf) .
Eina svarið við þessu er að passa sjálfan sig og taka ekki þátt í þessum stríðsdansi. Það er víst með það eins og annað, maður hefur val. Ég hef allavega valið gamla hátíðleikann, fjárhirðana og boðskapinn um fæddan frelsara í borg Davíðs og frið og fögnuð á jörðu sem engillinn boðaði á völlum Betlehems.
Sjálfsagt er að gleðjast og gleðja aðra með gjöfum en gott er að stilla á meðalhófið í gjafaflóðinu.
Nú er Eyglóin okkar komin að norðan. Hún verður hjá okkur um jólin, sama jólabarnið og móðir hennar. Íris og Karlott verða hjá okkur á morgun með litlu afastelpurnar sínar, svo koma Arna og Davíð með sínar litlu afastelpur um áramótin. Hrund mín er að vinna í kvöld, hörkudugleg framkvæmdakona. Það væri ekki hægt annað, jafnvel fyrir sjálfan Grinch, en að smitast af þessari fölskvalausu jólagleði sem ég finn svo skemmtilega hjá þeim öllum mæðgunum, yndislegar allar.
Gerið eins og ég gott fólk, njótið daganna.
1 ummæli:
Gleðileiga jólahátíð kæri vinur. Bið að heilsa öllum stúlkunum þínum. Ég ætla sannarlega að njóta dagana, þeir eru stórkostleg Guðsgjöf. Hugsaðu þér Erling, að fá að halda hátið með þeim sem maður elskar mest. Það verður aldrei metið til fjár. Vinarkveðja. Teddi.
Skrifa ummæli