Ernirnir fyrir vestan.
Þeir eru friðaðir. Þeir fljúga fugla hæst. Þeir eru sterkir. Þeir veiða. Þeir eru samt eins og allt annað í sköpuninni, settir undir fallvaltleika lífsins. Þeir fá byltur. Þeir slasast, vængbrotna og deyja.
Bylturnar drepa ekki alltaf. En vængbrotinn Örn veiðir ekki. Það þarf spelkur á vænginn og aðhlynningu. Vængurinn grær og Örninn flýgur aftur til veiða.
Hann var í spelkum þegar þeir drápu hann, það þurfti ekki.
Óðalið hans hefur ekki borið sitt barr síðan.
Veiðilendurnar eru þar enn, en enginn að veiða.
Þetta er hugleiðing um mistök mannanna. Um afleiðingu þess þegar andleg dómgreind er látin víkja fyrir trénuðum venjum. Um alvarleikann þegar fórnað er miklum hagsmunum fyrir litla.
........gera menn svona?
þriðjudagur, mars 29, 2005
sunnudagur, mars 27, 2005
Grundvöllur kristninnar – ekkert minna en það.
Hefði Páskadagur ekki komið á eftir aftökunni á föstudeginum langa hefði engin kristin trú orðið til. Hún hefði dáið á krossinum. Upprisan undirstrikaði á ótrúlegan hátt lokaorð Krists á krossinum
Miklu fleiri heimildir eru til um upprisuna en lesa má af síðum nýja testamentisins. Mörg hundruð manns sáu Jesú eftir upprisuna. Nægjanlega sterkar og margar heimildir til að mjög margir fræðimenn líta á upprisuna sem sögulega staðreynd. Ef upprisan hefði ekki verið staðfest af svo mörgum væri kristin trú líklega ekki heldur til.
Þessir þriggja daga merkilegustu atburðir sögunnar lögðu grunn að kristinni trú heimsins í dag. Kristin trú tengist nafni Krists. Spurning hvort gamla lögmálið var kristin trú í skilningi orðanna, er ekki réttara aða tala um Guðstrú gamla testamentisins.
Kristin trú byggist á náð.
Miklu fleiri heimildir eru til um upprisuna en lesa má af síðum nýja testamentisins. Mörg hundruð manns sáu Jesú eftir upprisuna. Nægjanlega sterkar og margar heimildir til að mjög margir fræðimenn líta á upprisuna sem sögulega staðreynd. Ef upprisan hefði ekki verið staðfest af svo mörgum væri kristin trú líklega ekki heldur til.
Þessir þriggja daga merkilegustu atburðir sögunnar lögðu grunn að kristinni trú heimsins í dag. Kristin trú tengist nafni Krists. Spurning hvort gamla lögmálið var kristin trú í skilningi orðanna, er ekki réttara aða tala um Guðstrú gamla testamentisins.
Kristin trú byggist á náð.
föstudagur, mars 25, 2005
"Það er fullkomnað"
Í lok þessa langa og stranga föstudags féllu þessi orð. Orðin sem höfðu lífgefandi áhrif fyrir allt mannkyn, á afa minn forðum, fólkið hans, mig og mitt fólk.
Þetta er dagurinn sem gamla lögmálið var uppfyllt í eitt skipti fyrir öll, og synd mannkynsins negld á krossinn með stærstu fórn allra tíma - til aflausnar í eitt skipti fyrir öll. “Sjá Guðs lambið sem ber synd heimsins”
Þetta er dagurinn sem náðin fæddist. Lykilorðið að eilífðinni sett í okkar hendur, ekki þurfti lengur að fórna fyrir syndir, heldur skyldi hver vera hólpinn sem trúir.
Þetta er líklega sá dagurinn sem er einnig sá misskildasti í kristinni trú. Þetta er ekki sorgardagur. Við finnum til vegna misþyrmingarinnar og illskunnar, en gleðjumst yfir takmarkinu sem náðist þennan dag. Menn hafa týnt sér í manna setningum, tilbúinni speki, rugla saman gamla lögmálinu og náðinni sem fylgdi gífurlegum krafti þessara orða á krossinum. Landskjálftar urðu, myrkur varð um allt landið, þverhandar þykkt musteristjaldið rifnaði upp úr og niður. Þessi orð undirstrikuðu sigur, takmarki áætlunar Guðs með soninn var náð. Mannkyni var færð náðin, þú ert hólpinn fyrir trú.
Þetta er dagurinn sem er sá þýðingarmesti í sögu kristninnar. Lykildagur.
Því þetta er dagurinn sem breytti sögunni, - fyrir mig - og fyrir þig.
Verkið var fullkomnað.
Þetta er dagurinn sem gamla lögmálið var uppfyllt í eitt skipti fyrir öll, og synd mannkynsins negld á krossinn með stærstu fórn allra tíma - til aflausnar í eitt skipti fyrir öll. “Sjá Guðs lambið sem ber synd heimsins”
Þetta er dagurinn sem náðin fæddist. Lykilorðið að eilífðinni sett í okkar hendur, ekki þurfti lengur að fórna fyrir syndir, heldur skyldi hver vera hólpinn sem trúir.
Þetta er líklega sá dagurinn sem er einnig sá misskildasti í kristinni trú. Þetta er ekki sorgardagur. Við finnum til vegna misþyrmingarinnar og illskunnar, en gleðjumst yfir takmarkinu sem náðist þennan dag. Menn hafa týnt sér í manna setningum, tilbúinni speki, rugla saman gamla lögmálinu og náðinni sem fylgdi gífurlegum krafti þessara orða á krossinum. Landskjálftar urðu, myrkur varð um allt landið, þverhandar þykkt musteristjaldið rifnaði upp úr og niður. Þessi orð undirstrikuðu sigur, takmarki áætlunar Guðs með soninn var náð. Mannkyni var færð náðin, þú ert hólpinn fyrir trú.
Þetta er dagurinn sem er sá þýðingarmesti í sögu kristninnar. Lykildagur.
Því þetta er dagurinn sem breytti sögunni, - fyrir mig - og fyrir þig.
Verkið var fullkomnað.
miðvikudagur, mars 23, 2005
Smá páskaþraut.
Þau voru þrjú á ferð í bifreið, ungur maður, stúlka og aldraður maður. Þau stoppuðu í Skíðaskálanum til að fá sér hádegisverð. Engann fengu þau ábætinn, en stúlkan tók upp fimm muffins kökur sem hún átti í töskunni sinni. Ungi maðurinn vildi ekki vera minni maður og tók upp þrjár eins kökur sem hann átti í sínum fórum. Gamli maðurinn lagði þá átta krónur á borðið. Með þessu ætla ég að borga fyrir minn 1/3 hluta í kökunum. Skiptið peningunum á milli ykkar þannig að þið fáið hlutfallslega rétt borgað......... Hvað fengu þau mikið???
Líklega allt of létt fyrir ykkur!
Góða skemmtun.
Líklega allt of létt fyrir ykkur!
Góða skemmtun.
mánudagur, mars 21, 2005
Á Alþingi í dag.....
Lög um veitingu ríkisborgararéttar.
1. gr. Ríkisborgararétt skal öðlast: Fischer, Robert James, f. 9. mars 1943 í Bandaríkjunum.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
Samþykkt á Alþingi 21. mars 2005.
Skák og mát.
1. gr. Ríkisborgararétt skal öðlast: Fischer, Robert James, f. 9. mars 1943 í Bandaríkjunum.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
Samþykkt á Alþingi 21. mars 2005.
Skák og mát.
sunnudagur, mars 20, 2005
Bókstafstrú.....???
Ég var spurður að því í gær hvort ég væri bókstafstrúarmaður. Varð að svara neitandi.
Ég túlka ýmislegt í ritningunni eins og t.d. sköpunarsöguna (t.d. hér á síðunni um daginn). Ég kemst ekki fram hjá því að búið er að þýða hana frá einu máli til annars. Þó ég viti að þýðingarnar séu vandaðar og margt tekið beint úr frumtextanum, kemst ég heldur ekki fram hjá því að það voru menn sem framkvæmdu það verk...... einnig þeir sem skrifuðu frumtextann.
Sem lítið dæmi má nefna, að ekki má segja að náungi þinn sé bjáni. Með gagnályktun væri hægt að halda því fram að skv. bókstafstrú væru önnur fúkyrði þá í lagi. Þú mátt segja: Þú ert fífl, asni, hálfviti, vitleysingur o.s.frv. Ástæða þess að bjáni er nefnt er sú að þýðendur völdu að nota þetta orð um tiltekið fúkyrði. Ef þeir hefðu notað orðið asni væri það orð bannað .....en ekki orðið bjáni! Tilviljun réði að þetta orð var notað.
Annað lítið dæmi: "Ekki leyfi ég konu að kenna” Vandræðasetning. Þessi orð eru gjarnan túlkuð á þann veg að þetta lýsi tíðaranda þess tíma sem þetta er skrifað, en hafi ekki gildi í dag. Af þeirri niðurstöðu má svo gagnálykta að á sama hátt má þá afgreiða mjög margt annað sem ritað er.
Held reyndar að það finnist enginn sem getur með einhverju sanni sagt að hann sé bókstafstrúar. Sá sami hlýtur að vera í miklu basli við að reyna að lifa lífinu einhvernveginn.
Svo ég er ekki bókstafstrúarmaður. Ég hinsvegar trúi meginboðskap Biblíunnar og tileinka mér hann í lífi mínu. Finnst reyndar að ég trúi svolítið öðruvísi en margur. Ég tel marga trúaða ekki skilja þátt Krists í kristinni trú. Náðina sem fylgdi honum með uppfyllingu lögmálsins í eitt skipti fyrir öll. Mér finnst flestir kristnir telja sig enn vera fasta í boðum og bönnum lögmáls gamla testamentisins, eins og þeir hafi aldrei verið leystir undan því. Kannski ekki skrítið því þetta er kennt leynt og ljóst, að ég held í flestum kirkjum.
Það er kannski einfeldni minni um að kenna að ég set hlutina svona fram, en hver er sæll í sinni trú. Í mínum huga er trúin svona einföld: Það er aðeins til eitt aðgangsorð inn í ríki Guðs, orðið TRÚ.
Það er það sem Kristur boðaði fyrst og síðast. Mín trú er að í þessu litla orði felist náðin Jesú Krists öll.
Allt annað þ.m.t. verkin eru afleiðingar trúarinnar. Trúin og þar með himnavist, er að mínu viti ekki ávöxtur þess sem ég hef gert “fyrir Guð” heldur er ávöxturinn afleiðing þess að ég trúi.
Hef reyndar mikið velt fyrir mér undanfarin ár um hvað trúin snýst, þ.e. kjarninn, og hef komist að þessari niðurstöðu sem að ofan greinir.
Aðrar kenningar eru að mínu mati fótumtroðsla á krossverki Krists.
Ráðlegg þeim sem kenna Orðið að skoða vel píslarsöguna, um hvað hún snerist
Sú kennsla er ábyrgðarmikið starf.
Ég túlka ýmislegt í ritningunni eins og t.d. sköpunarsöguna (t.d. hér á síðunni um daginn). Ég kemst ekki fram hjá því að búið er að þýða hana frá einu máli til annars. Þó ég viti að þýðingarnar séu vandaðar og margt tekið beint úr frumtextanum, kemst ég heldur ekki fram hjá því að það voru menn sem framkvæmdu það verk...... einnig þeir sem skrifuðu frumtextann.
Sem lítið dæmi má nefna, að ekki má segja að náungi þinn sé bjáni. Með gagnályktun væri hægt að halda því fram að skv. bókstafstrú væru önnur fúkyrði þá í lagi. Þú mátt segja: Þú ert fífl, asni, hálfviti, vitleysingur o.s.frv. Ástæða þess að bjáni er nefnt er sú að þýðendur völdu að nota þetta orð um tiltekið fúkyrði. Ef þeir hefðu notað orðið asni væri það orð bannað .....en ekki orðið bjáni! Tilviljun réði að þetta orð var notað.
Annað lítið dæmi: "Ekki leyfi ég konu að kenna” Vandræðasetning. Þessi orð eru gjarnan túlkuð á þann veg að þetta lýsi tíðaranda þess tíma sem þetta er skrifað, en hafi ekki gildi í dag. Af þeirri niðurstöðu má svo gagnálykta að á sama hátt má þá afgreiða mjög margt annað sem ritað er.
Held reyndar að það finnist enginn sem getur með einhverju sanni sagt að hann sé bókstafstrúar. Sá sami hlýtur að vera í miklu basli við að reyna að lifa lífinu einhvernveginn.
Svo ég er ekki bókstafstrúarmaður. Ég hinsvegar trúi meginboðskap Biblíunnar og tileinka mér hann í lífi mínu. Finnst reyndar að ég trúi svolítið öðruvísi en margur. Ég tel marga trúaða ekki skilja þátt Krists í kristinni trú. Náðina sem fylgdi honum með uppfyllingu lögmálsins í eitt skipti fyrir öll. Mér finnst flestir kristnir telja sig enn vera fasta í boðum og bönnum lögmáls gamla testamentisins, eins og þeir hafi aldrei verið leystir undan því. Kannski ekki skrítið því þetta er kennt leynt og ljóst, að ég held í flestum kirkjum.
Það er kannski einfeldni minni um að kenna að ég set hlutina svona fram, en hver er sæll í sinni trú. Í mínum huga er trúin svona einföld: Það er aðeins til eitt aðgangsorð inn í ríki Guðs, orðið TRÚ.
Það er það sem Kristur boðaði fyrst og síðast. Mín trú er að í þessu litla orði felist náðin Jesú Krists öll.
Allt annað þ.m.t. verkin eru afleiðingar trúarinnar. Trúin og þar með himnavist, er að mínu viti ekki ávöxtur þess sem ég hef gert “fyrir Guð” heldur er ávöxturinn afleiðing þess að ég trúi.
Hef reyndar mikið velt fyrir mér undanfarin ár um hvað trúin snýst, þ.e. kjarninn, og hef komist að þessari niðurstöðu sem að ofan greinir.
Aðrar kenningar eru að mínu mati fótumtroðsla á krossverki Krists.
Ráðlegg þeim sem kenna Orðið að skoða vel píslarsöguna, um hvað hún snerist
Sú kennsla er ábyrgðarmikið starf.
þriðjudagur, mars 15, 2005
Elskar allt....
Það var þetta með elskuna sem umber allt.
Allir vilja hana. Margir þykjast eiga hana, en fáir eru þeir sem hún raunverulega gistir.
Elskan er ekki endilega breiðasta brosið, fallegustu orðin, kristilegasta þelið.
Hún býr í kjarnanum, ekki yfirborðinu.
Höfum það feitletrað, bak við eyrað.
Verkin kjafta frá.
Allir vilja hana. Margir þykjast eiga hana, en fáir eru þeir sem hún raunverulega gistir.
Elskan er ekki endilega breiðasta brosið, fallegustu orðin, kristilegasta þelið.
Hún býr í kjarnanum, ekki yfirborðinu.
Höfum það feitletrað, bak við eyrað.
Verkin kjafta frá.
mánudagur, mars 14, 2005
Fáðu þér rofa....
"Svo lengi lærir sem lifir". Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Var t.d. að læra að gott væri að eiga “rofa” svona slökkvara/kveikjara, samt ekki þessa hefðbundnu. Hugmyndafræðin byggir nokkurn veginn á þessu: Tveir hópar eiga að vinna erfitt verkefni. Öðrum hópnum er sagt að bak við skáp í vinnustofunni sé rofi sem nægir að ýta á til að leysa verkefnið ef allt um þrýtur.
Hinum er ekkert sagt af rofanum. Báðir eiga að leysa verkefnið innan tiltekins tíma.
Hópurinn sem veit af rofanum er pollrólegur og vinnur verkið af öryggi og yfirvegun. Hinn hópurinn sem ekki veit af rofanum er stressaður og vinnur undir miklu álagi.
En þeir eru samt að leysa sama verkefnið. Eini munurinn er að rólegi hópurinn veit af rofanum.
Lærdómurinn af þessu er sá að ef þú ert að fara að vinna verkefni sem þú veist að verður erfitt, tala ekki um ef það er að stressa þig. Þá skaltu búa þér til rofa. Það gerirðu með því að búa alltaf til áætlun B og C ef A klikkar. Dæmi: Þú ert að fara á fund þar sem ræða á erfitt málefni, vertu þá búinn að gera ráð fyrir hvernig þú bregst við óvæntum uppákomum t.d. ef fundurinn er að fara úr skorðum. Ákveddu fyrirfram hvað þú getur sætt þig við. Vertu með plan. Eigðu tímapunkt sem þú segir stopp, hingað og ekki lengra. Eigðu útgöngu við óvæntu uppákomunum. Hafðu það í fórum þínum á fundinn. Þá áttu svona rofa sem þú veist af og getur notað, ef allt um þrýtur.
það eykur sjálfsöryggið og pollrólegheitin verða þín.
Hinum er ekkert sagt af rofanum. Báðir eiga að leysa verkefnið innan tiltekins tíma.
Hópurinn sem veit af rofanum er pollrólegur og vinnur verkið af öryggi og yfirvegun. Hinn hópurinn sem ekki veit af rofanum er stressaður og vinnur undir miklu álagi.
En þeir eru samt að leysa sama verkefnið. Eini munurinn er að rólegi hópurinn veit af rofanum.
Lærdómurinn af þessu er sá að ef þú ert að fara að vinna verkefni sem þú veist að verður erfitt, tala ekki um ef það er að stressa þig. Þá skaltu búa þér til rofa. Það gerirðu með því að búa alltaf til áætlun B og C ef A klikkar. Dæmi: Þú ert að fara á fund þar sem ræða á erfitt málefni, vertu þá búinn að gera ráð fyrir hvernig þú bregst við óvæntum uppákomum t.d. ef fundurinn er að fara úr skorðum. Ákveddu fyrirfram hvað þú getur sætt þig við. Vertu með plan. Eigðu tímapunkt sem þú segir stopp, hingað og ekki lengra. Eigðu útgöngu við óvæntu uppákomunum. Hafðu það í fórum þínum á fundinn. Þá áttu svona rofa sem þú veist af og getur notað, ef allt um þrýtur.
það eykur sjálfsöryggið og pollrólegheitin verða þín.
laugardagur, mars 12, 2005
Ella tengdamamma er 65 ára í dag.
Herji kranki einhvern á
hvað er best að gera þá
Ekkert annað betra sé
en hringja strax í Ellu Pé.
Sjúklingum hún sinnir
síkvik alla daga
Velvild aldrei linnir
ef eitthvað þarf að laga.
Stendur hún í stafni
síung alla daga
Þótt árunum hún safni
eins og skrökusaga.
Til hamingju með daginn Ella mín og takk fyrir öll árin.
Þinn tengdasonur Erling.
hvað er best að gera þá
Ekkert annað betra sé
en hringja strax í Ellu Pé.
Sjúklingum hún sinnir
síkvik alla daga
Velvild aldrei linnir
ef eitthvað þarf að laga.
Stendur hún í stafni
síung alla daga
Þótt árunum hún safni
eins og skrökusaga.
Til hamingju með daginn Ella mín og takk fyrir öll árin.
Þinn tengdasonur Erling.
miðvikudagur, mars 09, 2005
Smáatriðin skipta máli.
Ekki síst í lögfræðinni. “Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi”. Allir eiga í fórum sínum atvik eða reynslu þar sem munaði svo ofboðslega litlu. Eitt lítið smáatriði breytti sögunni okkar. Fræg er setningin: “Hengið hann ekki, bíða eftir nánari fyrirmælum”. Hér skiptir “komman” öllu máli. “Hengið hann, ekki bíða eftir nánari fyrirmælum”, - úps - hefur allt aðra merkingu en munar bara staðsetningu kommunnar.
Eitt lítið orð sem við notum mikið hefur meira vægi við lok setninga en marga grunar. Það er orðið “ennþá”.
Þetta er orð sem við ættum að nota meira. Setningarnar “Ég veit það ekki, ég kann það ekki, ég get það ekki”, o.s.frv. breytir mjög meiningu sinni ef orðinu “ennþá” er hnýtt aftan við. Prófaðu! Það setur þér ósjálfrátt nýtt markmið. Orðið innifelur áskorun á sjálfan þig og óbeint loforð til viðmælandans. Þú ætlar að kynna þér málið og “vita, geta eða kunna” það betur næst.
Ég sjálfur velti mér lítið upp úr smáatriðunum - ennþá.
Eitt lítið orð sem við notum mikið hefur meira vægi við lok setninga en marga grunar. Það er orðið “ennþá”.
Þetta er orð sem við ættum að nota meira. Setningarnar “Ég veit það ekki, ég kann það ekki, ég get það ekki”, o.s.frv. breytir mjög meiningu sinni ef orðinu “ennþá” er hnýtt aftan við. Prófaðu! Það setur þér ósjálfrátt nýtt markmið. Orðið innifelur áskorun á sjálfan þig og óbeint loforð til viðmælandans. Þú ætlar að kynna þér málið og “vita, geta eða kunna” það betur næst.
Ég sjálfur velti mér lítið upp úr smáatriðunum - ennþá.
þriðjudagur, mars 08, 2005
SVÓT greining...
SVÓT er geysiöflug aðferðafræði sem er fyrst og fremst notuð við greiningu á raunhæfi viðskiptahugmynda, ekki síst í nýsköpun þar sem ekki er hægt að styðjast við raunverulegar fyrirmyndir. Ég kynntist þessari aðferð í raunhæfu verkefni í skólanum í fyrra í kúrs sem nefndist “Stofnun og rekstur fyrirtækja”.
SVÓT stendur fyrir S = styrkur V = veikleiki Ó = ógnun T = tækifæri.
Það kom því skemmtilega á óvart að sálfræðin er líka með þessa greiningu – en aðeins á öðrum nótum , sem sagt notað á fólk.
Þekkirðu sjálfan þig? Auðveldast er að segja já, og hugsa svo ekki meira um það.
Áður en þú lest lengra staldraðu þá aðeins við, líttu inn á við og gefðu þér sjálfum heiðarlega einkunn á skalanum 1 – 10 um sjálfsmat / sjálfsálit / sjálfstraust þitt og árangur.
Stopp hér...fyrst að gefa einkunn áður en haldið er áfram......!
Ef þú gefur sjálfum þér einkunnina t.d. 6. þá segir það að einhver 40% standa eftir. Hvað eru þessi 40 prósent? Það er eitthvað sem þú sjálfur telur vannýtt eða óvirkt hjá þér. Kannski er talan lægri, sjálfsmatið lágt og þér líður þá væntanlega ekki vel með það.
Þá er samt ekkert að óttast því þá áttu bara ennþá meiri innistæðu til að sækja í, því allur ert þú 100%.
Finndu þér gott næði með blað og penna. Skiptu blaðinu niður í fjóra dálka, styrkleika / veikleika / ógnanir / tækifæri. Skoðaðu sjálfan þig vel og rækilega og skrifaðu allt niður sem fellur undir hvern lið. Gefðu þér góðan tíma til að vinna þessa vinnu því hún verður að vera vönduð (gæti tekið nokkra daga)
Þegar þetta er komið geturðu lesið sjálfan þig. Tækifæra liðurinn er sá sem verður mest spennandi eftir þessa vinnu því nú ertu líka fær um að sjá hvaða tækifæri liggja fram á veginum.
(hér er rétt að taka fram að tækifærin geta verið af öllum toga, ekki endilega að verða forstjóri þó það sé annars ágætt, heldur getur verið um að ræða að bæta sig á ýmsum sviðum mannlífsins t.d. verða betri í mannlegum samskiptum, betri stjórnandi, betra foreldri, verða ákveðnari, jákvæðari, skemmtilegri, hætta að stela eða bara hvað sem er).
Vinnan er ekki þar með búin, en stórt skref stigið. Nú þegar þú sérð tækifærin þarftu að setja þér markmið. Þá er gríðarlega mikilvægt að hafa markmiðið ögrandi, dæmi: Ef þú stekkur 1.20 í hástökki nú þegar, þá stillirðu hæðina ekki í 1.20 heldur í 1.25 en setur stefnuna á 1.70 eða þangað sem tækifærið liggur.
Einsettu þér að nálgast takmarkið í litlum áföngum, eins og þú værir að bæta þig í hástökki (æfðu þig) Viðmiðið á ekki að vera hvað aðrir eru að gera heldur á mælikvarðinn að vera þú sjálfur, (þú hækkar rána eftir því sem þú stekkur hærra) sjáðu sjálfan þig mjakast nær og nær settu marki.
Notaðu þessa aðferðafræði ef þú vilt ná í það sem upp á vantar hjá þér, eða bara til að bæta þig í því sem þú ert að gera í dag.
Gangi þér vel.
SVÓT stendur fyrir S = styrkur V = veikleiki Ó = ógnun T = tækifæri.
Það kom því skemmtilega á óvart að sálfræðin er líka með þessa greiningu – en aðeins á öðrum nótum , sem sagt notað á fólk.
Þekkirðu sjálfan þig? Auðveldast er að segja já, og hugsa svo ekki meira um það.
Áður en þú lest lengra staldraðu þá aðeins við, líttu inn á við og gefðu þér sjálfum heiðarlega einkunn á skalanum 1 – 10 um sjálfsmat / sjálfsálit / sjálfstraust þitt og árangur.
Stopp hér...fyrst að gefa einkunn áður en haldið er áfram......!
Ef þú gefur sjálfum þér einkunnina t.d. 6. þá segir það að einhver 40% standa eftir. Hvað eru þessi 40 prósent? Það er eitthvað sem þú sjálfur telur vannýtt eða óvirkt hjá þér. Kannski er talan lægri, sjálfsmatið lágt og þér líður þá væntanlega ekki vel með það.
Þá er samt ekkert að óttast því þá áttu bara ennþá meiri innistæðu til að sækja í, því allur ert þú 100%.
Finndu þér gott næði með blað og penna. Skiptu blaðinu niður í fjóra dálka, styrkleika / veikleika / ógnanir / tækifæri. Skoðaðu sjálfan þig vel og rækilega og skrifaðu allt niður sem fellur undir hvern lið. Gefðu þér góðan tíma til að vinna þessa vinnu því hún verður að vera vönduð (gæti tekið nokkra daga)
Þegar þetta er komið geturðu lesið sjálfan þig. Tækifæra liðurinn er sá sem verður mest spennandi eftir þessa vinnu því nú ertu líka fær um að sjá hvaða tækifæri liggja fram á veginum.
(hér er rétt að taka fram að tækifærin geta verið af öllum toga, ekki endilega að verða forstjóri þó það sé annars ágætt, heldur getur verið um að ræða að bæta sig á ýmsum sviðum mannlífsins t.d. verða betri í mannlegum samskiptum, betri stjórnandi, betra foreldri, verða ákveðnari, jákvæðari, skemmtilegri, hætta að stela eða bara hvað sem er).
Vinnan er ekki þar með búin, en stórt skref stigið. Nú þegar þú sérð tækifærin þarftu að setja þér markmið. Þá er gríðarlega mikilvægt að hafa markmiðið ögrandi, dæmi: Ef þú stekkur 1.20 í hástökki nú þegar, þá stillirðu hæðina ekki í 1.20 heldur í 1.25 en setur stefnuna á 1.70 eða þangað sem tækifærið liggur.
Einsettu þér að nálgast takmarkið í litlum áföngum, eins og þú værir að bæta þig í hástökki (æfðu þig) Viðmiðið á ekki að vera hvað aðrir eru að gera heldur á mælikvarðinn að vera þú sjálfur, (þú hækkar rána eftir því sem þú stekkur hærra) sjáðu sjálfan þig mjakast nær og nær settu marki.
Notaðu þessa aðferðafræði ef þú vilt ná í það sem upp á vantar hjá þér, eða bara til að bæta þig í því sem þú ert að gera í dag.
Gangi þér vel.
sunnudagur, mars 06, 2005
Enn ein helgin liðin!
Þessi var viðburðarrík. Í gær laugardag var Katrín Tara Karlottsdóttir borin fram til blessunar. Það var falleg athöfn haldin heima hjá þeim. Hafliði Kristinsson framkvæmdi þessa athöfn og fórst það vel að vanda.
Eygló og Arna voru hér hjá okkur ásamt Daníu Rut litlu. Það var gaman að hafa þær eins og alltaf.
Ég var að vinna í dag austur á Hellu. Var að hjálpa frænda mínum Magnúsi hennar Hildar systur minnar að klæða húsið þeirra að utan. Það gekk vel.
Mér skildist að þær mæðgurnar (mínar allar) hafi ekkert látið sér leiðast á meðan enda voru þær í búðum og Kolaportinu. Ekki leiðinlegt fyrir þær, stelpurnar eru jú dætur móður sinnar, svo það er búðargen í þeim.... öllum.
Arna er í danska kúrnum og það verð ég að segja að það er mikill munur á dömunni, hún er að hríðhorast.
Ég var ekki búinn að segja ykkur frá því nýjasta hjá Hrund. Hún var að stofna kór. Skólakór Fellaskóla. Þau eru byrjuð æfingar og verða með atriði við skólaslit í vor. Gaman að því.
Ný vinnu/skóla vika að hefjast, verður búin áður en við vitum af
svo notið tímann og njótið hennar vel.
Eygló og Arna voru hér hjá okkur ásamt Daníu Rut litlu. Það var gaman að hafa þær eins og alltaf.
Ég var að vinna í dag austur á Hellu. Var að hjálpa frænda mínum Magnúsi hennar Hildar systur minnar að klæða húsið þeirra að utan. Það gekk vel.
Mér skildist að þær mæðgurnar (mínar allar) hafi ekkert látið sér leiðast á meðan enda voru þær í búðum og Kolaportinu. Ekki leiðinlegt fyrir þær, stelpurnar eru jú dætur móður sinnar, svo það er búðargen í þeim.... öllum.
Arna er í danska kúrnum og það verð ég að segja að það er mikill munur á dömunni, hún er að hríðhorast.
Ég var ekki búinn að segja ykkur frá því nýjasta hjá Hrund. Hún var að stofna kór. Skólakór Fellaskóla. Þau eru byrjuð æfingar og verða með atriði við skólaslit í vor. Gaman að því.
Ný vinnu/skóla vika að hefjast, verður búin áður en við vitum af
svo notið tímann og njótið hennar vel.
föstudagur, mars 04, 2005
HLH flokkurinn
Hver eldri en tvævetra man ekki eftir þeim. Þeir voru góðir.
HLH er líka annað en hljómsveit. HLH er aðferðafræði notuð í sálfræðinni
og þýðir: Hugsun - líðan – hegðun.
Undirmeðvitundin er alltaf að vinna án þess að þú gerir þér nokkra grein fyrir því. Hún er hluti af þér en er samt eiginlega sjálfstæð. Hún hefur sjálfstæða eiginleika, t.d. er hún hlýðin, en hún er ekki rökvís. Hún vinnur með allt það sem þú segir henni. Ef þú tuðar stöðuglega um hvað þú sért ómögulegur þá er undirmeðvitundin að vinna með það með þér og líðan þín fer að mótast af því og þú ferð í raunveruleikanum að vera ómögulegur.
Þú getur alveg á sama hátt sagt sjálfum þér að þú sért aldeilis frábær og undirmeðvitundin tekur við því, trúir því og hlýðir, vinnur með það og líðanin verður allt önnur.
Aftur að HLH. Líðan þín mótast af hugsun þinni. Ef þér líður einhverra hluta illa
( í L-inu) þá skaltu bakka aðeins og skoða hvað þú varst að hugsa (ferð í fyrra H-ið) Undantekningalaust kemstu að því að þú dvaldir við eitthvað neikvætt eða leiðinlegt. Ef að hegðun þín (seinna H-ið) er eitthvað öðruvísi en hún á að vera, þarftu að skoða líðan þína (ferð í L-ið) ef líðanin er ekki góð heldurðu áfram og skoðar hvað þú varst að hugsa (fyrra H-ið) Þar kemstu væntanlega að því að hugsanirnar voru neikvæðar og slæmar, þá þarftu meðvitað að fleygja þeim og taka upp jákvæðari hugsanir, barbabrella, líðanin verður strax miklu betri.
Jákvæð hugsun = góð líðan = góð hegðun.
Hugsum jákvætt, notum þessa þekkingu og brosum :) :) :D
HLH er líka annað en hljómsveit. HLH er aðferðafræði notuð í sálfræðinni
og þýðir: Hugsun - líðan – hegðun.
Undirmeðvitundin er alltaf að vinna án þess að þú gerir þér nokkra grein fyrir því. Hún er hluti af þér en er samt eiginlega sjálfstæð. Hún hefur sjálfstæða eiginleika, t.d. er hún hlýðin, en hún er ekki rökvís. Hún vinnur með allt það sem þú segir henni. Ef þú tuðar stöðuglega um hvað þú sért ómögulegur þá er undirmeðvitundin að vinna með það með þér og líðan þín fer að mótast af því og þú ferð í raunveruleikanum að vera ómögulegur.
Þú getur alveg á sama hátt sagt sjálfum þér að þú sért aldeilis frábær og undirmeðvitundin tekur við því, trúir því og hlýðir, vinnur með það og líðanin verður allt önnur.
Aftur að HLH. Líðan þín mótast af hugsun þinni. Ef þér líður einhverra hluta illa
( í L-inu) þá skaltu bakka aðeins og skoða hvað þú varst að hugsa (ferð í fyrra H-ið) Undantekningalaust kemstu að því að þú dvaldir við eitthvað neikvætt eða leiðinlegt. Ef að hegðun þín (seinna H-ið) er eitthvað öðruvísi en hún á að vera, þarftu að skoða líðan þína (ferð í L-ið) ef líðanin er ekki góð heldurðu áfram og skoðar hvað þú varst að hugsa (fyrra H-ið) Þar kemstu væntanlega að því að hugsanirnar voru neikvæðar og slæmar, þá þarftu meðvitað að fleygja þeim og taka upp jákvæðari hugsanir, barbabrella, líðanin verður strax miklu betri.
Jákvæð hugsun = góð líðan = góð hegðun.
Hugsum jákvætt, notum þessa þekkingu og brosum :) :) :D
fimmtudagur, mars 03, 2005
Mistök.
Hver er ekki þáttakandi í þeim. Einhverntíman hef ég nú sjálfur skrifað hér á síðunni minni, um að mistökin séu sá hlutur sem við öll eigum mest sameiginlega í. Ég er núna á alveg frábæru námskeiði í háskólanum um hin ýmsu skúmaskot hugans. Þetta er sálfræðikúrs. Gott með lögfræðinni. Margt sem hefur komið skemmtilega á óvart en er samt svo rétt. T.d með mistökin. - Mistök eru tilraunir – Ég kokgleypti þetta ekki alveg strax. En þetta er aldeilis hárrétt. Dæmi: Ef þú ætlar þér að læra að spila golf! Ertu þá að gera endalaus mistök, eða endalausar tilraunir, meðan þú ert að ná tökum á því? Gefur auga leið. Eða röng ákvörðun sem ekki gat af sér þá góðu hluti sem til var ætlast. Það er kallað að gera mistök – en var samt tilraun til að geta af sér gott. Tilraunir sem fara ekki eins og til var ætlast eru hinsvegar nauðsynlegur þáttur til að gera betur næst. Þannig að þegar þú horfir á mistakasúpuna þína þá geturðu bara brosað og verið nokkuð ánægður með þig því þú ert einn þeirra sem þorir að gera tilraunir.
Mistök er tilraun sem hægt er að læra af og gera betur næst.
Ég á örugglega eftir að miðla ykkur meira af þessu efni, því mér er ljóst að margt af þvi er afar hollt fyrir alla að tileinka sér.
Eigið góðan dag.
Mistök er tilraun sem hægt er að læra af og gera betur næst.
Ég á örugglega eftir að miðla ykkur meira af þessu efni, því mér er ljóst að margt af þvi er afar hollt fyrir alla að tileinka sér.
Eigið góðan dag.
miðvikudagur, mars 02, 2005
Þær eiga afmæli í dag, þær eiga.....
afmæli í dag.... Eygló og Arna eru tuttugu og fjögurra ára í dag. Mér finnst það með miklum ólíkindum að það sé að verða kvartöld liðin frá því að þær komu í þennan heim. Ég man það eins og það hafi gerst í gær. Til hamingju með daginn elskurnar mínar.
Það verður gaman að hittast um helgina.
Það verður gaman að hittast um helgina.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)