þriðjudagur, mars 29, 2005

Afhverju.......

Ernirnir fyrir vestan.
Þeir eru friðaðir. Þeir fljúga fugla hæst. Þeir eru sterkir. Þeir veiða. Þeir eru samt eins og allt annað í sköpuninni, settir undir fallvaltleika lífsins. Þeir fá byltur. Þeir slasast, vængbrotna og deyja.
Bylturnar drepa ekki alltaf. En vængbrotinn Örn veiðir ekki. Það þarf spelkur á vænginn og aðhlynningu. Vængurinn grær og Örninn flýgur aftur til veiða.

Hann var í spelkum þegar þeir drápu hann, það þurfti ekki.
Óðalið hans hefur ekki borið sitt barr síðan.
Veiðilendurnar eru þar enn, en enginn að veiða.

Þetta er hugleiðing um mistök mannanna. Um afleiðingu þess þegar andleg dómgreind er látin víkja fyrir trénuðum venjum. Um alvarleikann þegar fórnað er miklum hagsmunum fyrir litla.

........gera menn svona?

Engin ummæli: